Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.06.2014, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 25.06.2014, Qupperneq 8
25. júní 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 KJARAMÁL Félag skurðlækna og Læknafélag Íslands hafa vísað kjaradeilum sínum til Ríkissátta- semjara. Sigurveig Péturs dóttir, formaður samninganefndar Læknafélagsins, segir að mikið beri í milli í deilu þeirra við ríkið. Hún segir að læknar fari fram á verulega hækkun á launum sínum. „Það er læknaskortur í landinu og við verðum hreinlega að bæta kjör lækna svo að þeir geti hugsað sér að koma heim að sérnámi loknu,“ segir hún. - sój Læknar vísa til sáttasemjara: Vilja verulega hækkun launa UTANRÍKISMÁL Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fagnar því að Petró Pórosjenkó, forseti Úkraínu, hafi lagt fram áætlun um hvernig stilla megi til friðar í landinu. Utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld styðja friðaráætlunina sem sé mikilvægur grund völlur þess að ofbeldi í austurhluta Úkraínu verði stöðvað. Hann segir áætlunina stað- festa að Pórosjenkó forseti leggi höfuðáherslu á að tryggja frið og öryggi fyrir alla íbúa landsins. - jme Ráðherra fagnar friðaráætlun: Segir Úkraínu- forseta vilja frið SAMFÉLAGSMÁL Siv Friðleifs dóttir, fyrrverandi ráðherra, hefur verið skipuð formaður Velferðar- vaktarinnar. Velferðarvaktinni er ætlað að fylgjast með félags- legum og fjárhagslegum afleið- ingum efnahagshrunsins fyrir fjölskyldur og einstaklinga í land- inu og gera tillögur um aðgerðir. Hún var upphaflega stofnuð árið 2009, þeirri vakt lauk í febrúar. Eygló Harðardóttir félagsmála- ráðherra ákvað að skipa nýja Vel- ferðar vakt í stað hennar og verða störf hennar með líku sniði og fyr- irrennara hennar. - jme Ný Velferðarvakt skipuð: Siv Friðleifs- dóttir formaður Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Flísasagir og -skerar Drive LG3-70A 1800W flísasög 86x57cm borð kr. 139.900 Drive LG4-570A 800W flísasög 79x39cm borð kr. 39.900 Drive DIY 430mm flísaskeri kr. 3.990 Drive DIY 500mm flísaskeri kr. 8.990 Drive Pro 600mm flísaskeri í tösku kr. 21.990 Drive Pro 600mm flísaskeri kr. 14.990 OFBELDISMÁL Það er orðið mjög algengt að menn í ofbeldissamböndum hóti fórnar- lömbum sínum dreifingu á óþægilegu og grófu myndefni af þeim. „Þetta kemur í veg fyrir að konurnar þori yfirhöfuð að fara frá manninum,“ segir Sig- þrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. „Þetta er þó frekar á meðal yngri kvenna en eldri.“ Sigþrúður segir að þessi þróun hafi orðið á löngum tíma. „Almennt hefur þetta þau áhrif að hann stjórnar áfram lífi hennar og heftir frelsi hennar. Þrátt fyrir að konan sé búin að koma sér undan líkamlegu valdi hans þá hefur hann vopn í hendinni.“ Hún segir að oft láti ofbeldis maðurinn ekki til skarar skríða. „Við þekkjum mörg dæmi um að þeir hafi ekki gert það. Í flestum tilfellum sem við höfum heyrt af þá eru þetta innantómar hótanir og ekki byggðar á neinum rökum.“ Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögreglu- þjónn segir að reynt sé að hafa samband við konur sem verða fyrir grófri myndbirtingu. „Lögreglan er í sjálfu sér ekki með mikið frumkvæðiseftirlit á netinu en það koma vissulega ábendingar til okkar um myndir og annað slíkt. Ef það er hægt að þekkja þá sem eru á myndum og myndirnar eru þess eðlis þá er haft samband við viðkomandi.“ Erfitt geti þó reynst að sanna hver dreifði mynd- efninu. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, þekkir mörg dæmi þess að konur sem koma úr ofbeldissamböndum hafi myndbirtingu sveimandi yfir sér. „Í nútímakynlífi og með nútímatækni er oft til myndefni sem er kannski framleitt af báðum en síðan er hægt að nota það sem vopn gegn henni, eflaust líka karlinum en ég hef bara engin dæmi um það.“ Hún segir myndbirtinguna auka vigt ofbeldisins. „Það að það sé til gróft myndefni af þér sem þú hefur enga stjórn á er svona ný vídd í ofbeldisheiminum.“ snaeros@frettabladid.is Klekkja á kærustum með myndbirtingu Svo mörg dæmi koma inn á borð Kvennaathvarfsins þar sem ofbeldismenn hóta að dreifa óþægilegum myndum af fórnarlambinu að ekkert eitt stendur upp úr. Hótanirnar geta orðið til þess að konurnar þora ekki að yfirgefa kærasta sína. „Við þekkjum dæmi þess að myndir hafi ýmist verið settar á netið eða sendar í tölvupósti til ákveðinna aðila, til dæmis vinnuveitenda, samstarfsfólks eða kunningja,“ segir Sig- þrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfs- ins. „Ég man eftir dæmum þar sem hótað er að senda for- eldrum eða börnum viðkomandi myndirnar. Eins og almennt á við í ofbeldissamböndum þá er hoggið þar sem sárast er.“ Senda myndirnar á vinnuveitendur ANDLEGT OFBELDI Sigþrúður segir að hótanir um myndbirtingu geti haft mikil áhrif jafnvel þótt konan sé flutt frá ofbeldismanninum og byrjuð að byggja líf sitt upp að nýju. NORDICPHOTOS/GETTY EVRÓPUMÁL Geert Wilders, leiðtogi hollenska Frelsisflokksins, segir að hægri þjóðernissinnum hafi ekki tekist að öngla saman liði í þing- hóp á Evrópuþinginu. Þýska tíma- ritið Der Spiegel hefur eftir honum að hann hafi ekki viljað taka pólska flokkinn KNP inn í hópinn, því leið- togi þess flokks hafi gengið of langt í yfirlýsingum sem lýsa gyðinga- andúð og karlrembu. Til þess að geta myndað þinghóp þarf 25 þing- menn frá að minnsta kosti fimm aðildarríkjum ESB. Wilders hafði, ásamt Marine Le Pen og frönsku Þjóðarfylkingunni hennar, fengið hægri þjóðernisflokka frá Austur- ríki, Belgíu og Ítalíu til liðs við sig, en það dugði ekki til. Fresturinn til að mynda þinghópa fyrir næsta kjörtímabil rann út í gær. Nigel Farage, leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP), fékk Ítalann Beppe Grillo til liðs við sig, ásamt flokkum Evrópuandstæð- inga frá Litháen, Frakklandi, Tékk- landi, Lettlandi og Svíþjóð, og náði að mynda nýjan þinghóp. - gb Frestur flokka til að mynda þinghópa á Evrópuþinginu rann út áður en þjóðernissinnar náðu saman: Wilders náði ekki að búa til breiðfylkingu MARINE LE PEN OG GEERT WILDERS Ekkert varð úr þinghópi hægri þjóð- ernissinna, þrátt fyrir gott gengi í kosn- ingum. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.