Fréttablaðið - 25.06.2014, Blaðsíða 38
25. júní 2014 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 22
Regína lék í
uppfærslu Leik-
félags Reykja-
víkur á Litlu
hryllingsbúðinni
árið 1999. Þar lék
Stefán Karl Stef-
ánsson tannlækninn.
LÍFIÐ
HÖLL MINNINGANNA FRÁ FJÖLNI TIL FJÖLNIS
Fjölnir
Þorgeirsson
þúsund-
þjalasmiður
var einu sinni
atvinnu maður
í biljarð.
Elma Lísa prýddi forsíðu Skinfaxa
með Fjölni Þorgeirssyni árið 1997.
Páll Óskar kynnti free-
style-keppni í Tónabæ árið
1994. Leikkonan Elma
Lísa Gunnarsdóttir bar
sigur úr býtum í free-
style-keppni í Tónabæ árið
1986, þá tólf ára.
Svavar Knútur
var einu sinni með
aflitað hár. Söngvar-
inn Páll Óskar
Hjálmtýsson var
einnig einu sinni
með aflitað hár.
Stefán Karl lék í leikritinu Þú ert í blóma
lífsins, fíflið þitt! Í uppfærslu unglingadeildar
Leikfélags Hafnarfjarðar árið 1990. Fimm árum
síðar var hann kynnir í söngkeppni framhalds-
skólanna. Í þriðja sæti í keppninni var tónlistar-
maðurinn Svavar Knútur Kristinsson.
Regína Ósk Óskars-
dóttir söngkona fékk
biljarðborð í jólagjöf
þegar hún var 12 ára.
➜
➜
➜
➜
➜
➜
Verð: 98,0 millj.
Brekkugerði 1 0 8 Reykjavík
Lágmúla 4 www.miklaborg.is
Glæsilegt 305 fm einbýlishús á tveimur
hæðum
Sólstofa og rúmgóðar suðursvalir
Sólpallur, heitur pottur og glæsilegur
garður
Möguleiki á að útbúa séríbúð á jarðhæð
Húsið er teiknað af Sigvalda Thordarson
Nánari upplýsingar veita
Davíð Jónsson, sölufulltrúi
david@miklaborg.is sími: 697 3080
Þröstur Þórhallsson
löggiltur fasteignasali
sími: 897 0634
throstur@miklaborg.is
Óskar R. Harðarson
hdl. og löggiltur fasteignasali
Verð: 37,2 millj.
Tunguvegur1 0 8R e y k j a v í k
Nánari upplýsingar veitir
Jórunn Skúladóttir, Sölufulltrúi
jorunn@miklaborg.is sími: 845 8958
Lágmúla 4 www.miklaborg.is
Mikið endurnýjað
Endurnýjuð skolplögn
Stór verönd
Fjögur svefnherbergi
Fallegt raðhús 106,9 m²
„Mér finnst platan æðisleg og er
mjög ánægður með hana. Þarna
er að finna allt annan tón en á síð-
ustu plötu,“ segir Högni Egilsson,
annar söngvara hljómsveit arinnar
GusGus, en sveitin sendi á dög-
unum frá sér sína níundu hljóð-
versplötu sem ber titilinn Mexico.
Platan er jafnframt sú fyrsta sem
Högni tekur þátt í að vinna frá
grunni. „Ég kom inn þegar síðasta
plata var langt komin en nú var ég
með frá upphafi. Það má eiginlega
segja að ég hafi misst meydóminn
í trommuforritun við gerð Mex-
ico-plötunnar. Biggi sýndi mér
hvernig 808-trommuheilinn virk-
ar og fór svo út og fékk sér kaffi og
snúð og á meðan varð til trommu-
takturinn við lagið God Applica-
tion. Í kjölfarið var ég farinn að
prógramm era takta og svona með
Bigga og Stebba,“ útskýrir Högni.
Þessi nýja og ferska plata er ólík
síðustu plötu, Arabian Horse, sem
kom út árið 2011. „Það má alveg
segja að nýja platan sé aðeins
bjartari og að taktarnir séu margir
hverjir uppstokkaðri.“
Það eru þó ekki eingöngu seið-
andi taktar, synthar, grípandi
bassalínur og fagur söngur sem
fyrirfinnst á plötunni, því fallegar
strengjaútsetningar má þar einnig
finna, líkt og á Arabian Horse.
„Strengirnir eru útskrifaðir af
mér og bróður mínum, Hrafnkeli
Orra. Þetta tekur langan tíma en
mér finnst frábært að hafa gott
vopnabúr og geta smíðað eigin lög
með skrifuðum strengjum, það
gerir vinnuferlið greiðara,“ segir
Högni spurður út í lagasmíðarnar.
Högni fer fögrum orðum um
félaga sína í GusGus og nýtur sín
greinilega vel í sveitinni. „Stebbi
og Biggi eru í raun tvö mismun-
andi framleiðsluhús ef svo mætti
að orði komast. Þeir eru ólíkir og
með ólíkan stíl, þeir rífast eitthvað
og elskast eitthvað. Þeir eru báðir
algjörir jötnar á sinn hátt,“ segir
Högni spurður út í félaga sína.
Ásamt Högna syngur Daníel
Ágúst einnig með GusGus en hann
hefur verið í GusGus frá árinu
1995. „Daníel er ljóðrænn og snjall,
æðislegur textahöfundur og er til
dæmis með bráðsnjallar mynd-
líkingar í textunum sínum. Hann
er sterkur söngvari og það er frá-
bært að vinna með honum.“ Högni
segir einnig Daníel hafa mesta
jafnaðargeð sem hann hafi komist
í kynni við. „Einu sinni þegar við
áttum að fara í flug og uppgötv-
uðum að vélin átti að fara í loftið
eftir korter, tuttugu mínútur, þá
var kallað í Daníel og hann svar-
aði: „Ekkert mál, ég ætla að skella
mér í sturtu.“ Það var skemmti-
legt,“ segir Högni og hlær.
GusGus fer í tónleikaferðalag
í kjölfar plötuútgáfunnar sem
hefst í lok júlí í Kaupmannahöfn
í Danmörku. „Við förum mjög
víða, meðal annars til Póllands,
Þýskalands, Rússlands, Mexíkós,
Bandaríkjanna og fleiri staða. Við
verðum á fullu fram að jólum,“
bætir Högni við.
Næstu tónleikar GusGus á
Íslandi eru þann 24. ágúst, þegar
sveitin hitar upp fyrir Justin
Timb erlake í Kórnum. „Það er
spennandi, hann er mikill per-
former og raunveruleg stjarna.“
gunnarleo@frettabladid.is
Alltaf að prófa eitt-
hvað nýtt og ferskt
Hljómsveitin GusGus hefur sent frá sér sína níundu hljóðversplötu og ber hún nafnið
Mexico. Platan kom á dögunum út á heimsvísu og hefur strax fengið prýðisdóma.
NÓG FRAMUNDAN
Hljómsveitin
GusGus, f.v. Högni
Egilsson, Stephan
Stephensen (Presi-
dent Bongo), Birgir
Þórarinsson (Biggi
Veira) og Daníel
Ágúst Haraldsson.
MYND/ARI MAGG
MEXICO Það má finna sumarblæ og
birtu á plötuumslagi nýju plötunnar.
MYND/EINKASAFN
➜ Mexico hefur fengið prýðis-
dóma í erlendum miðlum og
fékk til að mynda átta stjörnur af
tíu mögulegum hjá tónlistarsíð-
unni The Line of Best Fit, þrjár
stjörnur af fimm mögulegum hjá
The Guardian og sjö stjörnur af
tíu mögulegum hjá PopMatters.
➜ GusGus er ein af þeim ís-
lensku hljómsveitum sem hafa
notið meiri vinsælda á erlendri
grundu en hérlendis.
➜ Platan Arabian Horse seldist
í rúmlega 6.000 eintökum hér á
landi en hún kom út árið 2011.
Hún er jafnframt mest selda
plata sveitarinnar á Íslandi.
➜ Platan Forever, sem kom út
árið 2007, seldist í um 4.000 ein-
tökum hér á landi en í 30.000-
50.000 eintökum erlendis.
➜ Platan Polydistortion (1997)
seldist í um 2.500 eintökum hér
á landi en milli 250.000-300.000
eintökum úti í heimi.
Ýmislegt um hljóm-
sveitina GusGus
➜ Gus Gus - 1995
➜ Polydistortion - 1997
➜ This Is Normal - 1999
➜ Gus Gus vs. T-World - 2000
➜ Attention - 2002
➜ Forever - 2007
➜ 24/7 - 2009
➜ Arabian Horse - 2011
➜ Mexico - 2014
Hljóðversplötur
GusGus– útgáfuár
GEFÐU
HÆNU
gjofsemgefur.is
9O7 2OO3