Fréttablaðið - 25.06.2014, Page 24
FÓLK|FERÐIR
Ef einhverjir eru hrifnir af því að eyða sumarfríinu sínu hjólandi um á tveimur
dekkjum má lesa hér um nokkra
áfangastaði sem bjóða upp á
skemmtilega upplifun. Áfanga-
staðirnir eru bæði þekktir á meðal
hjólreiðaferðalanga og óþekktir.
NAMIBÍA
Í Namibíu er ótrúlegt dýralíf, þar
búa fílar, svartir nashyrningar,
sebrahestar og miklu fleiri villt
dýr. Hjólasafaríferðir gera ferða-
manninum kleift að komast
næst dýrunum og náttúrunni.
Hjólreiðamenn sem hjóla um
Namibíu sjá með eigin augum
stórskorin fjöll, elstu eyðimörk
heims, stærsta gljúfur í Afríku,
þjóðgarða og margt fleira.
LOIRE-DALUR, FRAKKLANDI
Dalurinn er nú þegar vinsæll
áfangastaður hjólreiðamanna
vegna hjólaleiðar sem kallast
„Loire a Velo“ en velo þýðir hjól
á frönsku. Rúmlega átta hundruð
kílómetra löng leiðin er vel
merkt og er stór hluti hennar á
sérstökum hjólastígum. Mikið af
litlum bæjum er á leiðinni sem
þýðir að jafnframt er þar mikið
af hótelum og veitingastöðum.
CHIAPAS, MEXÍKÓ
Chiapas er að verða ævin-
týralegasti áfangastaðurinn í
Mexíkó. Hann er afskekktur og
vel utan alfaraleiðar. Þar hjólar
fólk í gegnum víðáttumikla regn-
skóga og getur kannað lón,
gljúfur, fjöll og fossa. Einnig má
rekast á fornar rústir frá tímum
Maya og átjándu aldar nýlendu-
þorp. Íbúar Chiapas eru þekktir
fyrir gestrisni sína og dásamlega
mexíkóska matseld.
MJANMAR
Mjanmar er tilvalinn áfanga-
staður fyrir hjólreiðafólk sem
elskar ævintýri. Ferðalangar
verða fljótt varir við gríðar-
mikla arfleifð konungsveldisins
Búrma, eða Mjanmar eins og
það heitir nú, en hún nær aftur
um þúsund ár eða meira. Á leið
sinni um landið sjá ferðamenn
mikinn fjölbreytileika lands,
þjóðar og menningar sem gerir
Mjanmar að einu fallegasta og
mest töfrandi ríki Asíu.
TÉKKLAND
Frábærar hjólavegir og -stígar
eru óvænt og jákvæð afleiðing
kommúnistaríkis sem krafðist
þess að hver bær væri tengdur
þeim næsta með þjóðvegi. Veg-
irnir hafa síðan verið bættir og
þeim breytt í nútímavegi en þeir
gömlu eru notaðir sem hjóla-
stígar. Þetta gerir það auðvelt að
ferðast um fallegar sveitir lands-
ins fram hjá kastölum, fornum
þorpum og stöðum sem eru á
Heimsminjaskrá UNESCO.
ÍTALÍA
Margir Íslendingar hafa nú þegar
hjólað um í fögru landslagi
Ítalíu. Hefðir og menning hafa
þar haldist nánast óbreyttar í
gegnum aldir. Hjólreiðamenn
upplifa ýmist rólegt sveitalands-
lag með ólífutrjám og gömlum
sveitabæjum, þröngar borgar-
götur eða hæðótta strandvegi
meðfram Adríahafinu.
NAMIBÍA Á hjólaferðalagi í Namibíu má
sjá elstu eyðimörk heims, Namib.
MYNDIR/GETTY
MIKILFENGLEGT Chiapas í Mexíkó er afskekktur staður þar sem mikið er um fornar rústir.
FAGRA VERONA Á Ítalíu má hjóla jafnt í sveit sem borg.
Á TVEIMUR DEKKJUM
HJÓLAFERÐIR Þeim sem stunda hjólreiðar sér til ánægju og heilsubótar hefur
fjölgað mjög á undanförnum árum hér á landi. Hjólreiðar eru líka skemmtileg
leið til að ferðast um ókunn lönd og upplifa þau á nýjan hátt.
HJÓLAÐ Í TÉKKLANDI
Hjólreiðamenn njóta
góðs af kommúnísku
skipulagi sem gerði
kröfur um góða vegi
milli bæja og borga.
540 2000 | penninn@penninn.is
www.penninn.is | www.eymundsson.is
Vöruúrval mismunandi eftir verslunum.
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.
MERKTU
ÞÍNAR KÚLUR!
MERKITÚSS FYRIR
GOLF SKAPALÓN
GOLFIÐ
MINNISBLOKK
Nú er um að gera að sérmerkja goflkúlurnar fyrir
sumarið ! Þrír litir og fylgir sér skapalón með.
Snilldarbók með skorkortum ásamt
blaðsíðum fyrir mikilvæg minnisatriði.
Fáanleg í 4 litum - stærð 10 x 14.5 sm.
999 kr.
1.899 kr.
5%
afsláttur af ÖLLUM
VÖRUM einnig tilboðum