Fréttablaðið - 25.06.2014, Page 12

Fréttablaðið - 25.06.2014, Page 12
25. júní 2014 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN HALLDÓR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Réttlát málsmeðferð SAMFÉLAGSMÁL Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja F réttablaðið sagði frá því í gær að málum hjá sýslumanni, þar sem foreldrar takast á um umgengni við börn sín, hefði fjölgað mjög síðustu ár. Þá hefði málum, þar sem farið er fram á að foreldri sé beitt dagsektum til að það hætti að meina hinu foreldrinu umgengni, fjölgað tífalt. Þessi þróun er væntanlega að langmestu leyti tilkomin vegna breyttra laga og breytts viðhorfs til hlutverka feðra og mæðra í barnauppeldi. Fyrir rúmlega tuttugu árum var það nánast sjálf- gefið að mæður fengju forsjá barna við skilnað eða sambúðar- slit. Árið 1992 var lögum breytt þannig að möguleiki varð að foreldrar færu sameiginlega með forsjá. Fjórtán árum seinna varð sameiginleg forsjá meginreglan að lögum. Nú orðið fara foreldrar saman með forsjá í yfirgnæfandi meirihluta tilvika eftir skilnað. Það kemur ekki í veg fyrir deilur um forsjá og umgengni. Eyrún Guðmundsdóttir, deildarstjóri hjá Sýslumanninum í Reykjavík, segist í Fréttablaðinu í gær ætla að fjölgun mála hjá embættinu tengist auknu jafnrétti. Í flestum tilvikum eru það feður sem sækja rétt sinn. Eyrún segir að tíminn sem fráskildir feður hafi umgengni við börn sín hafi lengzt undanfarin ár. Það er tvímælalaust jákvæð þróun. Uppeldi barna er sam- eiginlegt verkefni, sem feður og mæður þurfa að axla til jafns, ef fullt jafnrétti á að nást. Hins vegar getur það valdið núningi og átökum að feður sæki rétt sinn. Þótt löggjöfin hafi breytzt og rétturinn til að knýja fram umgengni forsjárlausra foreldra við börn sín hafi styrkzt, er samfélagið ekki endilega reiðubúið að viðurkenna að feður eigi jafnríkan rétt á að umgangast börnin sín eftir skilnað og taka ákvarðanir um líf þeirra og mæðurnar. Eftir því sem sú viðurkenning fer vaxandi, ætti deilumálunum að fækka. Að fjölmiðlum berast reglulega ljótar sögur um foreldra, oftast mæður, sem brjóta gróflega á réttindum fyrrverandi maka með því að hindra umgengni. Líka frásagnir af foreldrum, oftast feðrum, sem hafa í raun engan áhuga á að umgangast börnin sín en nota kröfur um umgengnisrétt og dagsektir sem vopn í deilum við fyrrverandi maka. Þetta eru mál sem erfitt er að fjalla um frá annarri hliðinni eingöngu, ekki sízt af því að börn eiga í hlut, og fjölmiðlar láta þau því oftast vera. Á hinu er sjaldnar vakin athygli, að í miklum meirihluta tilvika gengur sameiginleg forsjá foreldra eftir skilnað, og eftir atvikum umgengni þótt annað foreldri fari með forsjána, alveg ljómandi vel. Ef ábyrgðin á börnunum var jöfn í hjónabandi eða sambúð heldur hún áfram að vera það þótt sambandinu sé slitið. Elísabet Berta Bjarnadóttir, félagsráðgjafi hjá Fjölskylduþjón- ustu kirkjunnar, segir í Fréttablaðinu í gær að hún hafi á tilfinn- ingunni að aukin harka sé í umgengnismálum og fólk láti of oft hnefann ráða för. „Fólk er orðið of upptekið af baráttu, að sigra hinn, í stað þess að hafa þarfir barnanna að leiðarljósi,“ segir hún. Það mættu allir hafa í huga strax og þeir eignast börn – eða jafnvel fyrr – að það eru ekki góðir foreldrar sem láta deilur eða fjandskap sín á milli bitna á börnunum. Skyldur foreldra eru ein- faldlega þess eðlis að þeim verður ekki sinnt nema í sameiningu. Breytingar í forsjár- og umgengnismálum: Fjandmenn eða foreldrar? Rætt um okur snemma sumars Það er ekki tóm sæla að landið skuli verða orðið ferðamannaland. Margir hafa fengið hálfgert gullgrafaraæði og ætla að hagnast eins og þeir geta á ferðamönnum. Edward Huijbens, for- stöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála, ræddi um háa verðlagn- ingu á ýmsum hlutum sem tengjast ferðamönnum í morgunútvarpi Rásar tvö í gær. Nýlega hafa birst fréttir af kökusneið á kaffihúsi í Mývatns- sveit sem kostaði tæpar 1.300 krónur og bílaleigubílum sem eru þrisvar sinnum dýrari hér en í Danmörku. Edward sagðist hafa áhyggjur af því hversu snemma pirrings vegna hás verðlags er farið að gæta í ár. Lands- menn misstu venjulega þolinmæðina í ágúst en nú hafi verið farið að fjalla um okur í byrjun sumars. Hann lagði til að þessi mál yrðu tekin til rann- sóknar og framtíðarstefna mótuð. Orð í tíma töluð, eitt er að verðleggja skynsamlega, annað að verðleggja sig út af markaðnum. Slíkt er fljótt að spyrjast út og því skammtímagróði. Án viðvörunar Það er óþolandi að menn geti allt í einu og án nokkurrar viðvörunar farið að rukka ferðamenn fyrir að fara um land þeirra. Nú síðast bárust fréttir af því að landeigandinn á Stokksnesi hefði ákveðið að taka gjald af ferðamönnum fyrir að fara um land sem hann leigir Landhelgis- gæslunni. Gæslan hótar lögbanni. Þar áður voru fréttir af því að landeigendur í Mývatnssveit væru farnir að rukka og í vetur varð allt vitlaust þegar Landeigendafélag Geysis í Haukadal hóf gjaldtöku. Um gjaldtöku af ferða- mannastöðum hljóta að þurfa að gilda lög og reglur. Annað kallar á stjórnleysi, leiðindi og illt umtal. Ef til vill mun nátt- úrupassi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur leysa þessi vandamál í eitt skipti fyrir öll. johanna@frettabladid.is Undanfarna daga hafa fjölmiðlar fjallað um kæru Polaris Seafood á hendur dómara sem heimilaði húsleit og haldlagningu gagna hjá félaginu. Kjarni málsins er að gögn sem dómarinn kveðst hafa byggt afgreiðslu umræddrar þvingunaraðgerðar á, eru ekki til staðar í héraðsdómi. Þetta gerir það að verkum að við höfum enga möguleika á að sannreyna hvort og þá hvaða rökstuðning Seðlabankinn lagði fram til að fá heim- ild fyrir einu viðamesta inngripi sem sést hefur og leiddi til takmarkalausrar hald- lagningar gagna tuga fyrirtækja og þess fjölda einstaklinga sem þar starfa. Sérmeðferð dómara? Það er okkur sem urðum fyrir þessu mikla inngripi mikilvægt að fá það rannsakað og upplýst. Að vel athuguðu máli ákvað fyrir- tækið því að kæra dómarann til lögreglu þar sem grunur leikur á að hann hafi brotið lög við málsmeðferðina. Formaður dómara- félagsins heldur því fram í fjölmiðlum að eðlilegur farvegur fyrir mál af þessu tagi sé að senda kvörtun til nefndar um dóm- arastörf. Þetta stenst ekki skoðun. Enginn ætti að vera dómari í eigin sök og dómarar njóta sem betur fer ekki þeirrar sérstöðu í samfélaginu að nefnd á þeirra vegum geti úrskurðað um lögbrot. Ég held jafnframt að það væri fróðlegt ef formaður dómara- félagsins myndi upplýsa um fjölda og afdrif mála nefndarinnar í gegnum árin. Alvara málsins Það er sjálfstætt áhyggjuefni að formaður dómarafélagsins reyni að gera lítið úr mál- inu með þeirri aulafyndni sem titill greinar hans í Fréttablaðinu í gær, „Út af með dóm- arann?“, ber með sér. Um er að ræða graf- alvarlegt mál sem engum sæmir að hæðast að. Kæran um ætluð brot dómarans byggir m.a. á skriflegri staðfestingu héraðsdóms á broti og aðfinnslum Hæstaréttar við störf hins kærða dómara. Ríkissaksóknari hefur staðfest að fjölmörg félög sem úrskurðir dómarans vörðuðu hafa, hvorki fyrr né síðar, haft réttarstöðu sakbornings. Ávirð- ingar formanns dómarafélagsins um ómál- efnalegar ástæður og grundvöll kærunnar eiga því ekki við rök að styðjast. Við viljum öll búa í þjóðfélagi þar sem persónuvernd, mannréttindi og réttar- öryggi eru virt. ➜ Það er sjálfstætt áhyggjuefni að formaður dómarafélagsins reyni að gera lítið úr málinu með þeirri aulafyndni sem titill greinar hans í Fréttablaðinu í gær … ber með sér.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.