Fréttablaðið - 25.06.2014, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 25.06.2014, Blaðsíða 46
25. júní 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 30 „Pönnukaka með túnfisksalati á Gráa kettinum.“ Jófríður Ákadóttir tónlistarkona. BESTI BITINN „Þetta er samningur við Disney um að vera svokallað „solo act“ á Disney Dream- skipinu þeirra. Ég er ótrúlega spennt og það er þvílíkur heiður fyrir mig að fá að koma og spila mitt eigið efni,“ segir Greta Salóme Stefánsdóttir sem hefur gert samning við Disney. Hún kemur fram á einu stærsta skemmtiferðaskipi Disney- fyrirtækisins sem kallast Disney Dream en það tekur um 4.000 farþega og siglir á milli Flórída og Bahama-eyja. „Þetta hefur í raun staðið til síðan í apríl. Ég er hjá bandarískri umboðsskrif- stofu, Mike Moloney Entertainment, sem er í Las Vegas og þeir sendu Disney efnið mitt og í kjölfarið fékk ég samning upp á tvo mánuði,“ segir Greta Salóme spurð út í ferlið. Hún mun spila og syngja sitt eigið efni tvisvar á dag í hálftíma í senn víðs vegar um skipið. „Skipið siglir tvær siglingar í viku og ég skemmti sex daga vikunnar, þannig að þetta er mjög þægilegur vinnu- tími. Það er líka svakaleg rækt um borð þannig að maður ætti að geta haldið sér í formi,“ bætir Greta Salóme við létt í lundu, enda mikil íþróttamanneskja. Aðspurð um hvort samningurinn gefi ekki einnig vel í aðra hönd segir Greta Salóme: „Þetta eru góðar tekjur sem maður getur ekki sagt nei við. Þetta er líka gott á feril- skrána.“ Fyrir utan Disney er hún með mörg járn í eldinum. „Ég fer út í júlí og kem heim um miðjan september. Ég er líka að spila með Sinfóníu- hljómsveit Íslands og vinna í nýju efni, þannig að það er nóg fram undan.“ - glp Syngur á skemmtiferðaskipi Disney Greta Salóme kemur fram á Disney Dream-skemmtiferðaskipinu í Karíbahafi í tvo mánuði hið minnsta. Futura 28 léttur og vandaður dagpoki. Aircomfort bak sem loftar betur. Verð: 22.990 kr. Futura 32 Vinsælasti dagpokinn. frábært burðarkerfi með loftun. Verð: 24.990 kr. futura 38 Stór dagpoki með þægi- legu burðarkerfi. Vin- sæll í lengri dagsferðir. Verð: 25.990 kr. Aircontact 65+10 Frábær verðlaunabakpoki til notkunar í lengri ferðir. Öflugt burðarkerfi. Verð: 46.990 kr. Berðu vel þig marg verðlaunaðir bakpokar utilif. isGLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND Á R N A S Y N IR SÆTUR Í CINTAMANI Orri stendur vaktina í Bankastræti. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Nokkrar íslenskar karlfyrirsætur hafa gert það gott erlendis. Þeirra á meðal er Elmar Johnson en hann hefur meðal annars tekið þátt í tískuvikunni í New York og setið fyrir hjá svissneska fatarisanum Strellson. Elmar er hins vegar kominn langt á veg í læknanámi og hefur síðustu ár dregið sig í hlé frá fyrir- sætustörfunum. Marteinn Sindri Jónsson varð einnig vinsæll fyrir nokkrum árum en hann sýndi meðal annars fyrir hina frægu hönnuði Marc Jacobs og Hugo Boss. Þá starfaði Björn Svein- björnsson lengi vel fyrir ítalska tískurisann Giorgio Armani. Íslenskar karlfyrirsætur sem slógu í gegn „Nú er ég búinn að fara þrisvar sinnum út í svokölluð sérverk- efni, sem þýðir að það merki sem ég er að fara að sýna sérstaklega fyrir kaupir mig í raun út. Þá þarf ég ekki að fara í „casting“ eða prufur,“ segir fyrirsætan Orri Helgason en hann gekk sýn- ingarpallinn hjá ítalska tískuhús- inu Versace í Mílanó um helgina þegar vor- og sumarlínan fyrir árið 2015 var sýnd. Orri hefur starfað sem fyrir- sæta í þrjú ár eða allt frá því Helgi Ómarsson ljósmyndari kom auga á hann í Bónus. Þetta er í annað sinn sem Versace fær Orra til að sýna fyrir sig en Calvin Klein vildi einnig fá hann í ákveðið verkefni í fyrra. „Ég var mjög óöruggur í þessu og bransinn alveg nýr fyrir mér þegar ég fór út á vegum Calvin Klein. Það endaði með því að ég var ekkert notaður. Ég er svo búinn að fara tvisvar út á vegum Versace á þessu ári, fyrst í janúar og svo núna um helgina. Það var miklu betra skipulag á þessu hjá þeim núna,“ segir Orri. Hann segir sérverkefnin töluvert betri en allt harkið í kringum prufurnar en þá þurfi maður að hafa örlítið meira fyrir hlutunum. „Ég var á mjög flottu fjögurra stjörnu hóteli sem var í korters- fjarlægð frá sýningarstaðnum. Ég þurfti svo bara að vinna í um það bil tuttugu mínútur á dag. Síðast var mér sagt að mæta snemma um morguninn og svo beið ég allan daginn án þess að gera neitt.“ Orri segist hafa nýtt frítímann í Mílanó til að fara í ræktina og hanga með herbergis- félögunum en tveir aðrir strákar deildu með honum hótelherbergi. Orri útskrifaðist af viðskipta- braut í Verzlunarskóla Íslands í vor en í sumar starfar hann í verslun Cintamani í Bankastræti. Þrátt fyrir augljósa velgengni í fyrirsætustörfunum segist hann ekki vita hvort hann vilji leggja þetta alfarið fyrir sig. „Hér er á landi er voðalega lítið að gera í þessum bransa en ég tek að mér eitt og eitt verkefni. Ef ég vil fá fleiri stór verkefni þá þarf ég í raun að flytja út, maður þarf svolítið að koma andlitinu á fram- færi sjálfur. Ég þarf að ræða þessi mál við Eskimo, módel- skrifstofuna úti og kærustuna. Ég ætla að minnsta kosti að taka mér ársfrí frá skólanum núna, þetta á allt eftir að koma í ljós,“ segir Orri hress. kristjana@frettabladid.is Úr Verzló til Versace Hinn tvítugi Orri Helgason gekk sýningarpallinn fyrir Versace um nýliðna helgi. Þetta er í annað sinn sem Orri sýnir fyrir ítalska tískuhúsið á þessu ári. Á PALLINUM Orri sýndi vor- og sumar- línu Versace fyrir árið 2015 um helgina. NORDICPHOTOS/GETTY Ef ég vil fá fleiri stór verkefni þá þarf ég í raun að flytja út, maður þarf svolítið að koma andlitinu á framfæri sjálfur. Ég þarf að ræða þessi mál við Eskimo, módelskrifstofuna úti og kærustuna. Orri Helgason.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.