Fréttablaðið - 25.06.2014, Side 6

Fréttablaðið - 25.06.2014, Side 6
25. júní 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6 VEISTU SVARIÐ? Göngutjald Tempest 200 2,9 kg - 5000mm vatnsheldni Venom 300 dúnpoki, 900gr Vatnsheldar Cargo töskur frá Vango 45 -120L verð frá 20% afsláttur af Mammut fatnaði Margar gerðir af prímusum Verð frá Vango og Mammut göngudýnur Verð frá Vango bakpoki- Transalp 30L Göngustafir frá Allir gönguskór með 20% afslætti ORKUMÁL Framboð á raforku í Eyjafirði er ekki nægjanlega mikið að mati stórfyrirtækja á svæðinu. Mörg hver þurfa að treysta á skerðanlega orku og hefur það áhrif á atvinnustarfsemi í Eyjafirði. Becromal á Akureyri tekur um 80 prósent af allri raf- orku sem kemur inn á Eyjafjarðar- svæðið. Nú er svo komið að nýr iðnaður getur ekki sest að á Eyja- fjarðarsvæðinu, raforkuna er ekki að finna á svæðinu. Þórður Guðmundsson, for- stjóri Landsnets, segir ástandið alls ekki gott í Eyjafirði. Nú sé bara að bíða eftir stefnumótun úr iðnaðarráðu- neytinu. „Það er vissulega rétt að þessi mál eru ekki í góðum far- vegi hvað varðar orkuflutninga í Eyjafjörðinn. Eins og málin standa nú eru þetta í ákveðinni biðstöðu. Í fyrsta lagi vita flestir að ákveðin stefnumörkun þarf að eiga sér stað á Alþingi Íslendinga um loftlínur eða hvort línur eigi að fara í jörð. Að nokkru leyti erum við að bíða eftir þeirri stefnumörkun frá hinu opinbera,“ segir Þórður. Ef nýir aðilar vilja koma inn á svæðið er afar erfitt að útvega þeim raforku að mati Þórðar. Orkan sé til á landinu en raforku- flutningur inn á Eyjafjarðar- svæðið sé í molum. Hann telur sveitarfélög á svæðinu hafa dregið lappirnar hvað varðar skipulag raforkuflutninga. „Blöndulína þrjú hefur verið á teikniborðinu lengi og höfum við beðið í um fimm ár. Landsnet væri búið að fjárfesta í flutningi inn á Eyjafjarðarsvæðið fyrir um 12-15 milljarða ef þessi biðstaða hefði ekki komið upp. Nýlegt svæðis- skipulag Eyjafjarðar tekur út línur sem áður höfðu verið sam- þykktar. Á meðan sveitarfélögin á svæðunum geta ekki skipulegt raf- orkuflutning inn á svæðið er lítið hægt að gera,“ segir Þórður. Fjöldi fyrirtækja á Akureyri kaupir skerðanlegan orkuflutning, þar sem þau taka þá áhættu að raf- orkusalinn geti á einhverjum tíma- punkti skert raforku til kaupand- ans. Á móti kemur að fyrirtækin kaupa raforkuna ódýrari en ef um tryggan raforkuflutning væri að ræða. Landsnet hefur á síðustu árum verið að styrkja flutningskerfi sitt. Flutningskerfinu tilheyra ríflega 3.000 km af háspennulínum og um 70 tengivirki og spennu stöðvar. Meginhluti flutningskerfisins eru loftlínur en lítill hluti raforku- flutnings fer um háspennujarð- strengi. sveinn@frettabladid.is Ekki nægt framboð raforku í Eyjafirði Ný fyrirtæki geta ekki sest að á Eyjafjarðarsvæðinu því raforkan er ekki til. Flutn- ingurinn inn á svæðið er vandamálið. Fjöldi fyrirtækja treystir á skerðanlegan orkuflutning til sín. „Sveitarfélögin draga lappirnar,“ segir forstjóri Landsnets. Kristín Halldórsdóttir, mjólkurbússtjóri MS á Akureyri, segir fyrirtækið kaupa skerðanlega orku og eiga þar af leiðandi á hættu að flutningur til fyrirtækisins sé tak- markaður á tíma þegar raforka er ekki nægjanleg. „Við höfum keyrt steinolíukatla til að búa til gufu til þess að framleiða vörur. Fyrir það fyrsta er steinolía fjórum sinnum dýrari en rafmagn. Þar fyrir utan krefst stein- olíuketillinn meiri mannafla og yfirvinnu auk þess sem afköstin eru mun minni en hjá rafskauts katlinum sem við erum alla jafna með í vinnslu. Þegar við keyrum á steinolíu höfum við því verið að framleiða minna en ella, með meiri tilkostnaði og fleiri starfsmönnum. Umhverfislega er þetta einnig óheppilegt og gengur gegn umhverfisvitund okkar,“ segir Kristín. Mjólkursamlagið á Akureyri hefur keyrt á steinolíu sem varaafli fyrir vinnslu Unnsteinn Jónsson, verksmiðjustjóri Vífilfells á Akur- eyri, segir raforkuflutninginn setja starfsemi fyrir- tækisins nokkrar skorður. „Við höfum verið að keyra á olíu í vor sem og síðasta vor. Við kaupum trygga orku en ótryggan flutning. Flutningurinn á raforkunni er þannig að okkur stendur ekki til boða að kaupa trygga raforkuflutninga frá Landsneti því byggðalínan býður ekki upp á það. Þetta setur okkur í afar erfiða stöðu,“ segir Unnsteinn. Unnsteinn telur að bæjarstjórn Akureyrar verði að skoða gaumgæfilega stöðu raforkuflutnings inn á svæðið. „Maður áttar sig ekki á því hvernig þetta getur gengið til lengdar. Við getum ekki ætlast til að raflínur séu settar í jörðu hjá okkur en skammast í Skagfirðingum yfir sömu kröfu.“ „Okkur stendur ekki til boða tryggur raforkuflutningur“ 1. Hvaða ráðherrafundur var haldinn í Vestmannaeyjum á mánudag? 2. Hve mikið hefur nemum í húsa- smíði fækkað hér á landi síðustu fi mm árin? 3. Hvað fannst í Mývatni, sem týndist þar fyrir áratug? SVÖR: ORKULÍTIÐ Á AKUREYRI Becromal tekur áttatíu prósent af allri raforku sem kemur inn á Eyjafjarðarsvæðið. NÁTTÚRA Starfsmenn á gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Höfn í Hornafirði munu hætta að beina fólki í fjöruna á Stokksnesi eftir að landeigandi ákvað að innheimta gjald af ferðamönnum sem vilja skoða fjöruna. „Við höfum vísað ferða mönnum út á Stokksnes, þetta er mjög fallegur staður,“ segir Helga Árna- dóttir, starfsmaður Vatnajökuls- þjóðgarðs á Höfn. Landsvæðið er ekki hluti af þjóðgarðinum. Eins og fram kom í Frétta- blaðinu í gær ætlar landeigandinn í Stokksnesi að rukka ferðamenn sem fara um land hans um 600 krónur. Landeigandinn tilkynnti starfsfólki Vatnajökulsþjóðgarðs á Höfn um gjaldtökuna á laugardag. Helga segist ekki ætla að beina ferðamönnum í fjöruna vegna þessarar gjaldtöku. „Ef fólk spyr okkur getum við ekki annað en upplýst fólk um hver staðan er í dag, en ég mun ekki benda fólki á að fara þangað að fyrra bragði,“ segir Helga. „Mér finnst þetta ekki jákvætt,“ segir Helga. Hún segist reikna með að vinna í málinu með sveitar- félaginu, en nú þurfi að skoða betur hver sé lagalegur réttur landeigenda og réttur þeirra sem vilja fara um landið. Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar, segir að þetta sé sérstakur gjörningur. Hann segist ekki hafa kynnt sér málið í þaula, en afstaða bæjarfélagsins verði væntanlega sú að reyna að koma í veg fyrir þessa gjaldtöku. - bj Starfsmönnum Vatnajökulsþjóðgarðs tilkynnt um gjaldtöku af ferðamönnum á Stokksnesi á laugardag: Hætta að beina fólki í fjöruna á Stokksnesi RUKKA Ratsjárstöð sem Landhelgis- gæslan rekur er á Stokksnesi, og hefur stofnunin gert athugasemdir við gjald- tökuna. MYND/RUNÓLFUR HAUKSSON 1. Ráðherrafundur EFTA-ríkjanna. 2. Þeim hefur fækkað um 80 prósent. 3. Olíutankur. ÞÓRÐUR GUÐ- MUNDSSON EGYPTALAND Nokkur hundruð blaðamenn komu saman fyrir utan höfuð stöðvar BBC í London og mótmæltu dómi yfir þremur blaða- mönnum Al-Jazeera í Egyptalandi. Blaðamennirnir voru dæmdir í sjö og tíu ára fangelsi af egypskum dómstólum fyrir að dreifa lygum og styðja Múslimska bræðralagið en samtökin eru bönnuð með lögum í Egyptalandi. Blaðamennirnir sem komu saman fyrir utan BBC segja dóminn hneyksli og að sleppa eigi mönnunum úr haldi tafarlaust. - ih Segja dóm yfir þremur blaðamönnum í Egyptalandi hneyksli: Mótmælt fyrir utan BBC í London MÓTMÆLI Í LONDON Blaða- mennirnir sem komu saman fyrir utan höfuðstöðvar BBC í London mótmæltu því sem þeir telja aðför að tjáningarfrelsi í Egyptalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.