Fréttablaðið - 25.06.2014, Page 36
25. júní 2014 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 20
Barokkhátíðin á Hólum í Hjalta-
dal verður haldin í sjötta sinn
dagana 26. til 29. júní. Aðal gestur
hátíðarinnar að þessu sinni er
breski fiðluleikarinn og prófess-
orinn Peter Hanson sem heldur
námskeið og stýrir Barokk-
sveit Hólastiftis á lokatónleikum
hátíðarinnar sunnudaginn 29.
júní klukkan 14. Þrír fyrirlestrar
verða haldnir á hátíðinni, þrennir
hádegistónleikar, kammersveitin
Reykjavík barokk heldur tónleika,
Jón Þorsteinsson heldur söngnám-
skeið og Ingibjörg Björnsdóttir
kennir barokkdans svo það helsta
sé nefnt.
Það er Barokksmiðja Hóla-
stiftis sem stendur fyrir hátíðinni
og einn stjórnarmeðlima henn-
ar, Pétur Halldórsson, er beðinn
að útskýra hvaða félagsskapur
það sé. „Þetta er menningarfé-
lag sem vill auka áhuga Íslend-
inga á list barokk tímans,“ segir
hann. „Félagið var stofnað 2009
og þá héldum við fyrstu hátíðina
sem hefur verið árlegur viðburð-
ur síðan.“
Þetta er heljarinnar hátíð, þétt
dagskrá í fjóra daga og Pétur
segir að hún hafi vaxið ár frá
ári. „Þátttakan hefur aldrei verið
meiri en í ár sem skýrist senni-
lega af komu Peters Hanson sem
bæði mun kenna og stjórna hljóm-
sveit hátíðarinnar,“ segir hann.
En hvaðan kemur þessi áhugi á
barokk tímanum? „Þetta er bara
svo dásamlegur tími og hefur
í raun alltof lítið verið sinnt á
Íslandi,“ segir Pétur. „Þetta tíma-
bil miðast við árin frá 1600 og
fram til sirka 1750 sem var mjög
skemmtilegur tími í öllum listum,
ekki síst tónlist og byggingarlist.“
Pétur segir vel við hæfi að
halda hátíð sem þessa á Hólum
þar sem barokkmenning hafi
sennilega staðið með hvað mest-
um blóma á Íslandi. „Það eru
ekki til margar barokkbygg ingar
á Íslandi en Hóladómkirkja var
teiknuð á barokk tímanum þótt
hún hafi ekki verið reist fyrr
en honum var um það bil lokið.
Þarna er mikil saga og á meðal
fyrirlestra á hátíðinni er fyrir-
lestur Ragnheiðar Traustadóttur
fornleifafræðings, þar sem hún
fer yfir það hvað Hólarannsókn-
in segir okkur um barokktím-
ann á Hólum, hin mikla fornleifa-
rannsókn sem gerð hefur verið á
Hólum frá aldamótum.“
Hátíðin hefst eins og áður segir
með hádegistónleikum Reykja-
vík barokk á morgun og síðan
rekur hver viðburðurinn annan
fram á sunnudag þegar Barokk-
sveit Hólastiftis heldur lokatón-
leika undir stjórn Peters Hanson.
Allar upplýsingar um viðburði og
listamenn á hátíðinni má nálgast
á heimasíðunni barokksmidjan.
com. - fsb
Kynna list barokk-
tímans í sjötta sinn
Barokksmiðja Hólastift is gengst fyrir barokkhátíð
á Hólum í Hjaltadal frá morgundeginum til sunnu-
dags. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin.
BAROKK Hátíðin hefst í hádeginu á morgun með tónleikum kammersveitarinnar
Reykjavík barokk. MYND/ÚR EINKASAFNI
Leikritið Sek eftir Hrafnhildi Hagalín var leiklesið í Hus-
ets Teat er á Norrænum sviðslistadögum í Kaupmanna-
höfn þann 21. júní síðastliðinn. Leikritið var flutt á dönsku
í leikstjórn Egils Heiðars Antons Pálssonar og hlaut flutn-
ingurinn mikið lof gesta og gagnrýnenda. Verkið er hluti
af Norrænu leikskáldalestinni en hún sviðsetur leik lestur
á völdum verkum frá Norðurlöndunum í Noregi, Dan-
mörku, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi og er lestin starfrækt
annað hvert ár.
Leikskáldalestin mun í framhaldi ferðast um Norður-
löndin en Sek hefur nú þegar verið þýtt á ensku og dönsku.
Einnig standa yfir samræður við leikhús á Manhattan í
New York um mögulega uppsetningu þar.
Sek var frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar í október
síðastliðnum og byggir á dómsmáli frá 19. öld. Lífsþræðir
ábúenda og vinnumanns í Rifshæðarseli á Melrakkasléttu
fléttast saman í örlagaríkum ástarþríhyrningi. Með því
að styðjast við texta og tilsvör úr dómskjölum frá þessum
tíma byggir höfundurinn, Hrafnhildur Hagalín, upp spenn-
andi atburðarás sem kemur áhorfandanum sífellt á óvart.
Hrafnhildur Hagalín er eitt af fremstu leikskáldum
landsins. Hún hlaut leikskáldaverðlaun Norðurlanda árið
1992 fyrir leikrit sitt Ég er meistarinn ásamt því að hljóta
Norrænu útvarpsleikhúsverðlaunin og Grímuna 2013 fyrir
útvarpsverkið Opið hús. - fsb
Sek leiklesið á Norrænu sviðs-
listadögunum í Kaupmannahöfn
Leikritið Sek hreif gesti og gagnrýnendur í Husets Teater á dögunum. Hefur
verið þýtt á ensku og dönsku og verður hugsanlega sett upp á Manhattan.
HRAFNHILDUR HAGALÍN Leikskáldið nýtur vinsælda
á Norðurlöndum og hlaut meðal annars bæði Norrænu
útvarpsleikhúsverðlaunin og Grímuna 2013 fyrir útvarps-
verkið Opið hús. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Þetta er verkefni sem við erum
að vinna fyrir Útvarpsleikhúsið
og fengum líka styrk frá Heita
pottinum sem er Breiðholtsverk-
efni Hins hússins, þannig að nú
erum við að leita að húsnæði í
Breiðholtinu til að taka upp næsta
þátt,“ segir Ragnheiður Harpa
Leifs dóttir, einn umsjónarmanna
útvarpsþáttarins Ölduróts. „Það
er nú þegar alls konar fólk búið
að hafa samband og er tilbúið til
að opna fyrir okkur heimili sín og
láta taka upp útvarpsþátt í stof-
unni hjá sér, sem er mjög skemmti-
legt. Hugmyndin er að safna fólki
saman og búa til svona útvarps-
stund eins og í gamla daga þegar
fólk safnaðist í stofuna til þess að
hlusta saman.“ Aðrir umsjónar-
menn þáttarins eru Marteinn
Sindri Jónsson og Kristian Ross og
munu þættirnir verða alls fjórir.
Þættirnir eru sérstakir að því
leyti að upptaka þeirra fer fram í
heimahúsum víðs vegar um landið,
þannig er sviðsetning þáttarins og
upplifun áhorfenda samofin.
Fyrsti þáttur var frumfluttur í
stofu á Vesturvallagötu í Reykja-
vík og Ragnheiður segir það hafa
verið mjög skemmtilega stund þar
sem fólk sat þétt saman og drakk
te og varð vitni að útvarpsþætti
verða til. Sá þáttur verður fluttur
á Rás 1 á sunnudaginn kemur.
Viðfangsefni allra þáttanna er
tíminn en nálgunin er misjöfn í
hvert sinn. „Þemað í Breiðholts-
þættinum verður minningar og
það að búa til sína eigin stund,“
segir Ragnheiður. „Marteinn er
heimspekingur, Kristian er hljóð-
skúlptúristi og ég sviðshöfundur
og við reynum að búa til heima
sem endurspegla þessi ólíku svið.“
Þriðji þátturinn verður tekinn
upp á Seyðisfirði og síðan verða
þau Ragnheiður og Marteinn með
smiðju á LungA þar sem síðasti
þátturinn mun verða til. „Í þriðja
þættinum horfum við til gamla
tímans en svo kemur bara í ljós
hvernig smiðjan okkar þróast og
hvað kemur út úr því,“ útskýrir
Ragnheiður.
Enn er opið fyrir umsóknir um
að hýsa þáttinn í Breiðholtinu og
geta áhugasamir sent þær á net-
fangið oldurotid@gmail.com. Þar
þarf að koma fram heimilisfang
og örlítill texti þar sem húsráð-
endur útskýra af hverju þeir hafa
áhuga á að fá útvarpsþátt í stofuna
hjá sér. Þátturinn verður tekinn
upp klukkan 20.08, þriðjudaginn
1. júlí næstkomandi og útvarp-
að á sunnudeginum þar á eftir.
Upp takan tekur um klukkustund
en þar að auki þarf að fara fram
nauðsyn legur undirbúningur fyrr
um daginn.
Hugmyndin er sú að viðburður-
inn sé opinn öllum og því mikil-
vægt að húseigendur séu tilbúnir
að bjóða gesti og gangandi vel-
komna. Aðstandendur þáttarins
sjá aftur á móti um góðar veiting-
ar, vöfflur og kaffi. „Það er þáttur í
því að búa til þessa stund,“ útskýr-
ir Ragnheiður. „Hvað minnir meira
á góðar stundir gamla tímans en
vöfflulykt og útvarpshlustun?“
fridrikab@frettabladid.is
Búa til útvarpsþætti
í heimahúsum
Þættirnir Öldurót tímans eru nýstárlegir útvarpsþættir sem teknir eru upp
í heimahúsum. Næsti þáttur verður tekinn upp í Breiðholti og umsjónar-
mennirnir þrír leita nú að hentugu húsnæði í Breiðholti.
ÖLDURÓT Frá upptöku fyrsta þáttarins. Ragnheiður, Marteinn og Kristian í stofu á Vesturvallagötu. MYND/ÚR EINKASAFNI
Hugmyndin er að
safna fólki saman og
búa til svona útvarpsstund
eins og í gamla daga þegar
fólk safnaðist í stofuna til
þess að hlusta saman.
MENNING
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
www h. eimsferdir.is
B
irt
f
m
eð
fy
rir
v
yr
irv
ar
a
u
p
re
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
s
H
e
fe
rð
i
sk
r
ás
ki
lja
ilj
a
ilj
a
sé
r
ré
tt
t
le
il
le
iðið
tu
r
b b
ur
bb
ur
br
bbb
tu
r ur
uutuututut
stys
t
re
ys
t
re
ys
t
ys
tt
ey
st
ey
st
re
ys
t
ey
st
ey
ststys
t
ys
t
re
ys
t
ey
st
ey
st
ey
stys
tt
re
ys
t
ey
stttys
t
ey
stys
t
ys
ttt
ys
tstsyssysssysysysysysyyyyyyyeyeereeereeeeee
án
f
án
f
án
f
án
f
á
n
f
án
fnánánnánáááááááááááá
yr
irvvvvvvvrv
yr
irvirvv
yr
irvvvrv
yr
irvvvvrv
yr
irvrv
yr
irv
yr
irv
yr
irv
yr
irvrvrv
yr
irvr
yr
ir
yr
ir
ar
a.ra
.
ra
.
ar
a.ra
.
ra
.araar
a
ar
a
ar
a
ar
a
ararraraaaaaaaaaaaaaaa
étét
ð
réré
g
a
g
a
g
a
g
a
in
gngin
g
intitititi
slslsls
á
s
á
s
u.
u.u.u.u
ík
ukuuuukukkukíkíkí
thth
A
th
A
th
.. h.
A
th
..h.thhththhthhtt
A
t
A
t
A
t
A
t
A
t
AAAAAAA
eeeeeeveveeeeeeveeve v
eve
ð
ve
ð
v
ð
v
ð
ððððððððaðaðaðaðaa
eee
g
e
g
eee
g
e
g
ee
g
ee
g
e
g
ee
g
eeee
g
e
ggggg
rð
g
ð
ggggg
rð
gggggggggg
rð
gggggg
rð
g
rð
g
rð
gg
rðrðrðrrr
ttttttttttttt
Frá kr.
99.900
með allt innifalið
7. júlí í 10 nætur
Roc Costa Park
Kr. 99.900 - með allt innifalið
Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi.
Netverð á mann mv. 2 fullorðna í herbergi kr. 134.900.
Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð 7. júlí í 10 nætur.
Önnur gisting í boði á afar hagstæðum kjörum.
Costa del Sol