Fréttablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 2
17. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
MANNLÍF Þótt menn séu farnir að
nýta sér nútíma tækni við búnað-
arstörf eiga fæstir því að venjast
að sjá smala á flugvél reka hross í
gerði í óbyggðum. Slíkt er þó ekki
alóvenjulegt þegar Magnús Vík-
ingur Grímsson á í hlut en hann
rak um hundrað hross inn í gerði
á Svínárnesi fyrir tveimur vikum
en þau höfðu stungið búhöld sinn,
Sigmund Jóhannesson, af. Var Sig-
mundur á viku yfirreið með hátt á
þriðja tug ferðamanna.
Þegar hópurinn hallaði höfði
í Ásgarði við Kerlingarfjöll gaf
girðingin sig og hrossin voru ekki
lengi að nýta sér frelsið og tóku á
rás. „Við sáum þetta um klukkan
sex um morguninn,“ rifjar Sig-
mundur upp. „Svo ákváðum við að
hringja í Magnús og athuga hvort
hann gæti fundið hrossin og hann
gerði gott betur en það.“
Þegar Magnús sá hrossin úr lofti
voru þau komin suður fyrir Svín-
árnes en þar er gerði gott. „Fyrst
ég var kominn á staðinn þá fannst
mér við hæfi að koma að einhverju
gagni,“ segir Magnús. „Þar sem ég
er vanur vatnalendingum ákvað
ég að setja vélina niður og fram-
an í hrossalestina. Fremstu hest-
ar risu upp á endann og vissu ekki
sitt rjúkandi ráð. Svo þegar ég end-
urtek þennan leik þá eru þeir enn
á fullri ferð. Maður kemst nátt-
úrulega í ham við þessar aðstæð-
ur, smalamenn kannast við það.
Skiptir þá engu hvort smalinn er
á hesti eða flugvél. Svo ég geri
þetta í fimmtánda sinn, þá staldra
hestarnir við svo ég held upp-
teknum hætti og kem þannig lest-
inni af stað og rak þá inn í réttina
í Svínárnesi sem hefur verið um
tíu kílómetra leið. Ég rak þá eftir
slóða og hélt þeim við efnið með
því að fara í hringi og koma sífellt
aftan að þeim. Var ég því feginn
að vera einn á ferð því hver sem er
hefði orðið flugveikur eftir þessar
hringbunur og var ég sjálfur orð-
inn ringlaður. En það eina sem Sig-
mundur þurfti að gera þegar hann
kom að gerðinu var að loka hlið-
inu.“
Sigmundur var heldur en ekki
kátur með málavöxtu og var ferða-
mönnum ekið í Svínárnes og þaðan
haldið áfram för eins og ekkert
hefði í skorist.
Eins og sagan ber með sér er
Magnús vanur að fara nýjar leið-
ir. Hefur hann til dæmis smalað
sauðfé á flugvél í sinni búskap-
artíð. Eins hefur hann boðið upp
á eins konar getnaðarflug frá
Hrunamannahreppi. Byggðist
sú þjónusta á þeirri kenningu
að gáfnafar fólks fari eftir því í
hvaða hæð það koma undir. Þeim
mun hærra þeim mun meiri gáfur.
Auglýsti hann þjónustuna í héraðs-
blaðinu en ekki fer fleiri sögum af
henni. Ólíklegt telst þó að orðið
„fluggáfaður“ eigi rætur sínar að
rekja til þess arna. jse@frettabladid.is
MAGNÚS Á FLUGI Hér er flugkappinn í háloftunum. Af hæðinni að dæma má ólík-
legt teljast að hann hafi verið við smölun þegar myndin var tekin.
Smalaði hundrað
hrossum á flugvél
Hundrað hross sem sluppu úr gerði í óbyggðum urðu á vegi flugmanns sem sneri
þeim við og rak þau inn í rétt. Smalinn fljúgandi stefndi framan að fremstu hross-
unum og kom þeim í opna skjöldu. Atvikið átti sér stað í yfirreið ferðamanna.
STRÍÐSÁTÖK Dómstóll í Hollandi
hefur dæmt hollenska ríkið
ábyrgt fyrir dauða þrjú hundruð
manna sem myrtir voru í bænum
Srebrenica í Bosníu árið 1994.
Hollenskir friðargæsluliðar á
vegum Sameinuðu þjóðanna sem
voru við störf í bænum komu
íbúum bæjarins ekki til aðstoðar
þegar morðsveitir Serba hertóku
bæinn.
Eftirlifandi ættingjar mann-
anna sem drepnir voru í árásinni
munu fá greiddar bætur. Tala
látinna eftir árásirnar var rúm-
lega sjö þúsund en hollenski dóm-
stóllinn sætir gagnrýni fyrir að
segja ríkið einungis bera ábyrgð
á dauða þrjú hundruð. - ssb
Hollendingar dæmdir sekir:
Ábyrgir fyrir
dauða í Bosníu
BRUNI Lögreglan á höfuðborgar-
svæðinu hefur lokið rannsókn
sinni á stórbrunanum sem varð í
Skeifunni 11 þann 6. júlí.
Eldsupptökin reyndust hafa
verið í húsnæði Fannar þar sem
rekin var efnalaug og þvottahús.
Nánar tiltekið í og við þvotta-
grindur sem stóðu við strauvél-
ar. Niðurstöður rannsóknarinnar
leiddu í ljós að sjálfsíkveikja varð
þar vegna hita og oxunar eftir
þvott þegar verið var að þurrka
þvottinn, í stafla af bómullar-
blönduðu efni.
Sérfræðingar tæknideildar lög-
reglu unnu að rannsókninni auk
annarra sérfræðinga sem leitað
var til. - nej
Lögregla fann eldsupptökin:
Lauk rannsókn
á Skeifubruna
ÞJÓÐFÉLAG Dánartíðni Íslendinga
og ungbarnadauði hefur aukist frá
2012, að sögn Hagstofu Íslands.
Hér er ungbarnadauði er lægst-
ur á meðal Evrópuþjóða en hann
jókst frá því að vera 1,1 barn
á hver 1.000 lifandi fædd í að
vera 1,8 á hver 1.000 börn á milli
áranna 2012 og 2013.
Íslenskir karlar eru langlífastir
karla í Evrópu en meðalævilengd
þeirra er 81,6 ár. En íslenskar
konur skipa sjötta sæti í Evrópu
með 84,3 ára meðalævilengd. - ssb
Nýjar tölur frá Hagstofunni:
Dánartíðni Ís-
lendinga eykst
FERÐAÞJÓNUSTA Skemmtiferða-
skip sem koma til Akureyrar hafa
að miklu leyti sniðgengið nátt-
úruperlur í landi Reykjahlíðar í
Skútustaðahreppi sökum gjaldtöku
eignarhaldsfélags landeigenda
Reykjahlíðar. Ferðaþjónustufyrir-
tækið Iceland Travel þjónustar allt
að þrjátíu komur skemmtiferða-
skipa til Akureyrar í sumar og hefur
mikill meirihluti þeirra ákveðið að
fara ekki austur fyrir Námaskarð.
Með skipum sem fyrirtækið þjón-
ustar koma um 32.000 gestir.
Ingunn Hjaltalín Ingólfsdóttir,
ein þeirra sem þjónusta dagsferðir
þessara skemmtiferðaskipa, segir
gjaldtökuna hafa fælt ferðaþjón-
ustuna frá.
„Skemmtiferðaskipin sjálf ákveða
hvert er farið, og þau hafa allflest
ákveðið að fara ekki austur fyrir
Námaskarð því kostnaðurinn myndi
lenda á þeim,“ segir hún. „Þetta er
örlítið hvimleitt orðið því við í ferða-
þjónustunni erum stundum farin
að taka á okkur kostnað við slíkar
heimsóknir.“ - sa
Iceland Travel segir skemmtiferðaskip sneiða hjá gjaldtöku í Námaskarði:
Gjaldtakan leiðir til sniðgöngu
RUKKAÐ Gjaldtaka við hveri austan
Námaskarðs. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR
FILIPPSEYJAR Fellibylurinn Rammasun, sem heimamenn hafa kallað
Glenda, reið yfir austurströnd Filippseyja á þriðjudag. Hann fór hjá
Maníla, höfuðborg landsins, í gær. Fimm manns hafa látist af völdum
fellibyljarins og 350 þúsund manns flúið heimili sín. Rafmagnslaust
varð í 11 héruðum á svæðinu.
Yfir Filippseyjar ganga að meðaltali átta til níu fellibyljir á ári.
Rammsun er sá fyrsti á þessu ári. Síðasti fellibylur á svæðinu, Haiyan,
olli dauða 6.250 manns. - nej
Flóð á Filippseyjum vegna fellibyljar sem reið þar yfir:
Fimm létust vegna Rammasun
VAÐA HEIM Íbúar borgarinnar Manila þurftu í gær að vaða djúpt vatn á leið sinni
heim. Ekki varð rafmagnslaust í höfuðborginni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
EVRÓPUMÁL Nýkjörinn forseti framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins, Jean-Claude Juncker, segir að
fimm ára hlé verði gert á frekari stækkun sambands-
ins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að
þar með sé aðildarferli Íslands að Evrópusambandinu
formlega lokið.
Evrópuþingið staðfesti skipun
Jean-Claude Juncker í embætti á
þriðjudag. Við það tilefni sagði hann
að aðildarríkin þyrftu að melta þá
þrettán ríkja fjölgun sem orðið hefði
innan sambandsins á síðastliðnum
tíu árum. Umsóknarlönd fengju þó
að klára umsóknartíma sinn. Ísland
er enn umsóknarland samkvæmt
heimasíðu sambandsins.
Gunnar Bragi segir að þetta stað-
festi grunsemdir ríkisstjórnarflokkanna um að Evrópu-
sambandið sé að breytast. Hann segir að þessi fimm ár
geti hæglega orðið lengri tími þegar fram líða stundir.
Ákvörðun Junckers sé jafnframt í takt við vilja
íslensku ríkisstjórnarinnar. „Í sjálfu sér er þetta allt
búið. Það eina sem er eftir er að við erum í einhverri
bók skráð sem umsóknarríki. Annað er nú ekki eftir
af þessu ferli öllu saman. Og mér sýnist að það megi
túlka þetta þannig að Juncker sé að loka málinu,“ segir
Gunnar Bragi.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar,
segir að mikilvægt sé að Ísland haldi umsókn sinni til
streitu. - hmp
Utanríkisráðherra segir stefnu Evrópusambandsins klára málið fyrir Ísland:
Segir aðildarferli Íslands lokið
GUNNAR BRAGI
SVEINSSON
NÝR FORSETI FRAMKVÆMDASTJÓRNAR Jean-Claude
Juncker vill að Evrópusambandið staldri við áður en fleiri
lönd verða tekin inn í sambandið. NORDICPHOTOS/AFP
Þar sem ég er vanur
vatnalendingum ákvað ég
að setja vélina niður og
framan í hrossalestina.
Magnús Víkingur Grímsson
flugmaður
SPURNING DAGSINS
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
3 brennarar úr ryðfríu stáli
Opið laugardaga til kl. 16
Arnar Þór, er hægt að veiða
atkvæði í Blöndu?
„Hvað er Fréttablaðið að blanda sér
í það mál?“
Arnar Þór Sævarsson er bæjarstjóri á Blöndu-
ósi. Veiðifélag Blöndu og Svartár hefur svipt
Blönduósbæ atkvæðisrétti í félaginu.