Fréttablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 20
17. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 20 Austurvegur 51-59 Selfossi- skipulagslýsing. Samkvæmt 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að lýsingu deiliskipulags fyrir Austurveg 51- 59 Selfossi. Um er að ræða deiliskipulag á skipulagssvæði sem er skilgreint sem miðsvæði.Skipulagssvæðið afmarkast af lóðamörkum Grænumarkar 5 í vestur, götunni Heiðmörk í austur, Austurvegar í suður og lóðamörkum lóðanna Austurvegar 51- 59 í norður. Skipulagslýsingin liggur frammi á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 67 Selfossi og í Ráðhúsi Árborgar að Austurvegi 2 Selfossi á skrifstofutíma frá kl. 8-15. Skriflegum ábendingum er hægt að koma á framfæri á sama stað og á netfangið bardur@arborg.is fyrir 1.ágúst 2014. Einnig er hægt að kynna sér lýsinguna á heimasíðu Sveitarfélagsins, http://www.arborg.is Selfossi 15.júlí 2014. Bárður Guðmundsson Skipulags- og byggingarfulltrúi Árborgar. Kortavelta einstaklinga jókst um 7,3 prósent að raungildi í júní frá sama mánuði í fyrra samkvæmt tölum Seðlabankans. Þar af jókst kortavelta innan- lands að raungildi um 5,6 prósent en kortavelta erlendis um 20,6 pró- sent. Greining Íslandsbanka segir að vöxturinn sé á svipuðum nótum og hann var í maí síðastliðnum og bendi til aukinnar einkaneyslu. Allt bendir til þess að vöxtur einkaneyslu muni mælast umtals- verður á öðrum fjórðungi ársins. Að jafnaði óx kortavelta ein- staklinga um 5,1 prósent að raun- gildi á öðrum ársfjórðungi frá sama tíma árið áður. Þar af jókst kortavelta innanlands um 3,4 pró- sent en kortavelta erlendis um 19,0 prósent. Áfram er búist við aukinni veltu. - jhh Kortavelta jókst um 7,3 prósent milli ára í júní: Einkaneysla heldur áfram að aukast VÖXTUR Að jafnaði jókst kortavelta einstaklinga um 5,1 prósent. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, seldi í gær 1.150.000 hluti í Högum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Högum til Kauphallarinnar. Guð- mundur seldi á genginu 42,5 og því er heildarsöluandvirði hlutar- ins tæpar 49 milljónir króna. Eftir söluna á Guðmundur 1.285.172 hluti í fyrirtækinu. Heildarverðmæti þeirra hluta er tæpar 55 milljónir króna. Þetta kom fram í tilkynningu frá Kaup- höll Íslands. - jhh Minnkar hlut sinn í Högum: Seldi fyrir 49 milljónir króna Stjórnendur Orku náttúrunnar (ON), dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um sölu á 35 megavöttum af raforku til fyrir- hugaðs sólarkísilvers bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials. Í fréttatilkynningu ON segir að afhending eigi að hefjast árið 2016 og að engin áform um bygg- ingu nýrra virkjana fylgi sam- komulaginu. „Á næstu misserum renna út samningar um orkusölu til Lands- virkjunar, sem Orkuveita Reykja- víkur gerði á árunum 1997 og 2000. Með viljayfirlýsingunni er áformað að ráðstafa þeirri orku til sólarkísilversins. Leiði vilja- yfirlýsingin til samnings hækkar það verð sem Orka náttúrunnar fær fyrir rafmagnið,“ segir í til- kynningunni. Þegar Fréttablaðið greindi frá áformum Silicor í febrúar síðast- liðnum kom fram að verksmiðj- an þyrfti 80 megavött í fullum afköstum. Kom þá einnig fram að fyrirtækið ætti í viðræðum við Landsvirkjun, sem Silicor stað- festi í gær. Viðræðurnar eru sam- kvæmt heimildum um kaup á þeim 45 megavöttum sem verksmiðjan þyrfti til viðbótar. Eins og áður hefur komið fram hyggst Silicor framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári í 77 milljarða króna verksmiðju á Grundartanga. Fyrirtækið von- ast til að framkvæmdir geti hafist síðar á þessu ári og að verksmiðjan taki til starfa árið 2016. - hg Forsvarsmenn Silicor Materials hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um raforkukaup fyrir sólarkísilver: Silicor fær 35 MW frá Orku náttúrunnar GRUNDARTANGI Verksmiðjan er sögð geta skapað um 400 störf. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Loforðið er ótrúverðugt því Íslandi er þarna lýst sem einfaldri galdra- lausn við frekar flóknu vandamáli,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, um fullyrðingar IceBrowser ehf. um að Ísland standi flestum öðrum þjóðum framar þegar kemur að friðhelgi einkalífs. IceBrowser var stofnað hér á landi í maí síðastliðnum af fjár- festum frá Kaliforníu. Bandaríska tímaritið Forbes birti nýverið viðtal við einn af forsvarsmönnum félags- ins, Jeff Bermant, þar sem hann fullyrðir að hugbúnaður þess, sem er viðbót við Firefox-vafrann, geti aukið netöryggi notenda um allan heim. Ástæðan sé meðal annars að netumferð sé beint í gegnum vef- þjóna á Íslandi þar sem séu fyrir lög sem dragi úr líkunum á því að fyrirtæki og stjórnvöld ríkja geti nálgast upplýsingar um netnotkun og önnur gögn notenda. Þá fullyrðingu má einnig finna á heimasíðu IceBrowser. „Við erum vissulega ekki með verstu lögin en við erum ekki komin á þann stað að það sé hægt að full- yrða að Ísland sé með ein sterkustu friðhelgislög í heimi,“ segir Helgi. Stýrihópi um fram- kvæmd þingsályktunar um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis, sem samþykkt var árið 2010, hefur meðal annars verið falið að benda á leiðir að auknu netöryggi. Aðalheið- ur Ámundadóttir, lögfræðingur og stjórnarmaður í IMMI, alþjóðlegri stofnun um upplýsinga- og tjáning- arfrelsi, sem var stofnuð í kjölfar þingsályktunarinnar, bendir á að hér skorti dómafordæmi sem stað- festi það öryggi sem eigi að felast í íslenskum lögum. „Við vitum ekki hvað gerist ef lögreglan krefst gagna og hvað þá ef stjórnvöld í erlendum ríkjum krefj- ast þess að íslensk yfir- völd veiti þeim einhvern aðgang. Á meðan íslenskir dómstólar hafa ekki feng- ið að takast á við svona spurningar er erfitt fyrir okkur að átta okkur á því,“ segir Aðalheiður. Hún segir IMMI reglulega fá fyrir spurnir frá fólki sem vilji stofna fyrirtæki hér á landi í þeim tilgangi að bjóða upp á þjónustu sem feli í sér aukið netöryggi. „Þingsályktunin hefur verið samþykkt en vinnunni við að koma henni til framkvæmdar er ekki lokið. Því er erfitt fyrir okkur að svara þessum spurningum og lofa einhverju því hér gæti komið dómur frá Hæstarétti sem segði eitthvað þveröfugt með vísun í almanna- hagsmuni og þjóðaröryggi,“ segir Aðalheiður og heldur áfram: „Markaðurinn og samkeppnin um bestu friðhelgislausnirnar og lög- gjöfin þurfa hins vegar að haldast í hendur. Því fagna ég því þegar einkafyrirtæki bjóða lausnir sem eiga að auka netöryggi.“ haraldur@frettabladid.is Gagnrýnir loforð um netskjól á Íslandi IceBrowser fullyrðir að hugbúnaður þess geti aukið netöryggi notenda með því að beina umferðinni í gegnum Ísland. Ekki hægt að fullyrða að Ísland standi flestum öðrum þjóðum framar þegar kemur að friðhelgi einkalífs, segir þingmaður Pírata. HEIMASÍÐAN IceBrowser bendir einnig á aðra eiginleika hugbúnaðarins eins og dulkóðun gagna. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL AÐALHEIÐUR ÁMUNDADÓTTIR Við erum vissu- lega ekki með verstu lögin en við erum ekki komin á þann stað að það sé hægt að fullyrða að Ísland sé með ein sterkustu friðhelgislög í heimi. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata Skiptastjóri þrotabús Lifandi markaðar hefur selt veitingastaði og verslanir fyrirtækisins til nokkurra mismunandi aðila. Hjónin Þórdís Björk Sigur- björnsdóttir og Ellert Aðalsteins- son keyptu rekstur veitingastaðar- ins í Borgartúni. Þórdís og Ellert eru bæði fjár- festar, auk þess sem Ellert er margfaldur Íslandsmeistari í leir- dúfuskotfimi. Þau kaupa vöru- merkið og reksturinn í Borgartúni af skiptastjóra í gegnum einka- hlutafélagið EE Development. Í tilkynningu frá EE Develop- ment segir Þórdís að stefnt sé á að opna Lifandi markað í Borgar- túni strax á mánudag. Þar segir jafnframt að eindreginn vilji sé til þess að endurráða starfsfólk Lifandi markaðar. Öllum sjötíu starfsmönnum fyrirtækisins var sagt upp í gær. Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota þann 4. júlí síðastliðinn. Fyrirtækið rak þrjár matvöru- verslanir á höfuðborgarsvæð- inu og veitingastaðinn. Það tap- aði samtals rúmum 90 milljónum króna á árunum 2011 og 2012 sam- kvæmt ársreikningi. Fyrirtækið var í eigu Auðar I fagfjárfestinga- sjóðs sem er framtakssjóður sem var rekinn af Virðingu. - bá / hks Nýir eigendur vilja endurráða starfsfólk og opna í Borgartúni á mánudag: Kaupa rekstur Lifandi markaðar LIFANDI Verslanirnar og veitingastaðurinn eru opin þrátt fyrir gjaldþrotaúrskurðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.