Fréttablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 61
FIMMTUDAGUR 17. júlí 2014 | LÍFIÐ | 45 ÞÚSUNDIR ÍSLENDINGA ÁVAXTA FÉ SITT Í LÍFEYRISAUKA Lífeyrisauki er stærsti sjóður landsins sem býður eingöngu viðbótarlífeyrissparnað. Sjö fjárfestingarleiðir tryggja að þú finnur þá réttu fyrir þinn lífeyrissparnað og leggur grunn að varasjóði til að skapa þér góð lífskjör eftir starfslok. Skoðaðu leiðirnar á www.arionbanki.is/lifeyrisauki, með því að senda fyrirspurn á lifeyristhjonusta@arionbanki.is eða hafðu samband við ráðgjafa í síma 444 7000 og leggðu grunn að góðri framtíð. ÞÚ KEMST HÆRRA Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Lífeyrisauki Innl. skuldabr. Lífeyrisauki Erl. verðbr. Lífeyrisauki 5 Lífeyrisauki 4 Lífeyrisauki 3 Lífeyrisauki 2 Lífeyrisauki 1 Nafnávöxtun 30.06.2013-30.06.2014 5 ára meðalnafnávöxtun júní 2009-júní 2014 ÁVÖXTUN LÍFEYRISAUKA Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Fimm ára ávöxtunartölurnar sýna meðalnafnávöxtun frá 30.06.2009-30.06.2014 en ávöxtunin er mismunandi á milli ára. Frekari upplýsingar um ávöxtun hvers árs má nálgast á arionbanki.is/lifeyrisauki. 8,2% 4,4% 5,3% 8,7% 3,1% 9,1% 2,4% 9,3% 7,2% 4,5% 3,9% 5,8% 8,6% -0,2% Einkaþjálfarinn Jillian Michaels er alveg hætt í þættinum The Biggest Loser vestan hafs eftir tíu ára þátttöku. „Ég vil ekki að aðdáendur haldi að mér finnist ég of fræg fyrir þáttinn eða að ég sé að leita að ein- hverju öðru. Ég er mjög þakklát fyrir þetta tækifæri og er leið yfir því að fara,“ segir Jillian í viðtali við tímaritið People. Hún segist hafa hætt vegna ósættis við fram- leiðendur þáttanna. „Í byrjun þáttanna var sýnt hve hörð ég er en líka ástrík,“ segir Jillian og bætir við að upp á síð- kastið hafi hún aðeins verið sýnd sem hörð. „Samböndin sáust ekki og ekki tengingin sem ég byggi við skjól- stæðinga mína.“ Þar af leiðandi hafi margir litið neikvæðum augum á hana. Það hafi síðan haft áhrif á einkalíf hennar með kær- ustunni Heidi Rhoades og tvíbur- um þeirra sem eru fjögurra ára. - lkg Hafði áhrif á einkalífi ð EKKI LENGUR TEYMI Hér er Jillian með Bob Harper, hinum þjálfara þátt- anna. Leikarinn og sjarmatröllið Chace Crawford er einhleypur á ný. Crawford og fyrirsætan Rachalle Goulding höfðu verið að hittast frá því í mars í fyrra en leikarinn greindi frá því í viðtali á dögun- um að parið hefði tekið sameigin- lega ákvörðun um að slíta sam- bandinu. Hann segist nú ætla að taka sér hlé frá samböndum og einbeita sér að leikaraferlinum. Crawford sló eftirminnilega í gegn í sjón- varpsþáttunum Gossip Girl. - ka Hættur með fyrirsætunni SJARMÖR Chace Crawford er með þeim myndarlegri í Hollywood. Samdi lag á hjóli á leiðinni heim til sín Söngkonan Kristín Stefánsdóttir frumfl ytur nýtt lag, Both Feet on the Ground, á Visir.is í dag. MIKIL ÁST Kristín syngur frá hjartanu á tónleikunum í kvöld. MYND/ÚR EINKASAFNI „Það var mikill heiður að fá að vinna með þessum snillingum, Ómari og Kristjönu. Algjör forrétt- indi að vera þátttakandi í flæðinu sem myndast þegar tónlistarmenn vinna saman og skapa. Það eru töfrar hreint og beint,“ segir söng- konan Kristín Stefánsdóttir. Hún gaf nýverið út lagið Both Feet on the Ground og frumflytur það á Lífinu á Visir.is í dag. Lag og texti eru eftir Kristínu en lagið var unnið í samvinnu við tón- listarmennina Kristjönu Stefáns- dóttur og Ómar Guðjónsson. Krist- ín hefur undanfarin ár stundað nám við Complete Vocal-söngskólann í Kaupmannahöfn og er lagið einmitt innblásið af námi hennar þar. „Lag og texti varð til á nokkrum mínútum þegar ég var að hjóla heim eins og sönnum Dana sæmir. Eftir krefjandi dag þar sem við þurft- um að kafa djúpt í okkur varð það til og fjallar um hversu mikilvægt það er að finna sitt grúv eða sinn stað í lífinu. Það er þinn sérstaki staður sem er einstakur af því við erum öll algjörlega einstök og það er bara til eitt eintak af hverjum,“ segir Kristín. Hún heldur tónleika á Café Deluxe í Hafnarfirði í kvöld ásamt Helga Má Hannessyni píanóleikara. Þar munu þau taka djassstandarda og perlur úr poppheiminum og að sjálfsögðu nýja lagið hennar. „Mér hefur verið sagt að lagið lík- ist í raun ekki neinu. Eða sé allavega ólíkt því sem ég syng vanalega, en ég er með frekar dökka rödd og elska þess vegna til dæmis Carp- enters og lög með mikla sál. Það verður mikil ást á tónleikunum í kvöld og sungið frá hjartanu,“ segir Kristín og bætir við að framundan séu spennandi tímar. „Ég er búin að semja annað lag sem mun koma út á næstunni og er ég strax farin að hlakka til að frum- flytja það.“ - lkg ➜ „Það verður mikil ást á tónleikunum í kvöld og sungið frá hjartanu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.