Fréttablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 38
KYNNING − AUGLÝSINGÞjóðhátíð FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 20146 Foreldrum okkar leist ekkert á þetta og héldu fund. Þar varð niðurstaðan sú að við fengjum að fara ef við yrðum hjá frænku hans Adda í Eyjum,“ segir Jóhann Bachmann, trommari Skítamórals, þegar hann rifjar upp hvernig ung og efnileg sveit fjögurra fimmtán ára stráka frá Selfossi fékk boð um að spila á Þjóðhátíð í fyrsta sinn. Ólýsanleg tilfinning Þótt upplifunin hafi verið einstök fyrir ung- lingana árið 1991 er það Þjóðhátíðin sex árum síðar sem er Hanna einna minnisstæðust. „Þá vorum við aðalbandið í fyrsta sinn, ásamt Sál- inni. Það var hreint ótrúleg upplifun. Þessar hljómsveitir skiptu öllum kvöldunum á milli sín en síðasta kvöldið vorum við saman uppi á sviði með Sálinni og það var ólýsanleg tilfinn- ing,“ lýsir hann „Maður var með gæsahúð allan tímann.“ Allir glaðir í dalnum Ekki gafst mikill tími til skemmtanahalds fyrir sveitina það árið enda taka tónleikar hvert kvöld mikla orku. „Í ár spilum við bara á laugardagskvöld- ið, fyrst á kvöldvökunni og svo á ballinu. Þeir sem það vilja ættu því að geta skemmt sér eftir það,“ segir Hanni sem sjálfur er fæddur í Vest- mannaeyjum og hefur því sótt ófáar Þjóðhátíð- ir frá barnsaldri. Inntur eftir því hvað það sé við Þjóðhátíð sem dragi allt þetta fólk að segist Hanni halda að það sé gleðin, kætin og hamingjan. „Það er eitthvað sem gerist í dalnum sem gerir alla glaða.“ Gamlir slagarar og nýir Hanni segir gesti Þjóðhátíðar mega búast við að heyra gömul og góð Skítamóralslög á borð við Farinn og Ennþá. „Svo spilum við líka nýja lagið okkar, Þú (ert ein af þeim). Við höfum í gegnum tíðina reynt að taka cover- lög á böllum en fólk vill það ekkert. Það vill bara heyra okkar lög. Þess vegna höldum við okkur við það,“ segir Hanni en honum finnst sjálfum mesta fjörið að spila Ennþá og Æði á böllum. „Þá verður allt vitlaust.“ Auk þessa verða eyjalög Skítamórals örugg- lega á dagskrá en það eru Þú veist hvað ég meina mær frá 1997 og Draumur um þjóðhá- tíð frá 2003. Nýtt lag og mikið um að vera Skítamórall hefur annars margt á prjónunum. „Það kemur nýtt lag frá okkur í haust og svo erum við að spila á fullu og þegar búið að bóka verkefni í vetur.“ Félagarnir í Skítamóral eru sex. Það eru Hanni, Addi, Gunni Óla og Herbert sem skip- uðu upphaflega bandið en auk þess eru með þeim þeir Einar Ágúst og Gunnar Þór. „Einar tók sér frí í tíu ár en er nú kominn aftur. Það er mjög gaman að vera komnir saman að nýju. Það gerist eitthvað ákveðið þegar við erum komnir allir saman upp á svið. Við dettum í einhvern svakalegan gír og gleðin og stemn- ingin á sviðinu verður mikil,“ segir Hanni. Gæsahúð á sviðinu með Sálinni Strákarnir í Skítamóral voru ekki nema 15 ára þegar þeir spiluðu fyrst á Þjóðhátíð 1991. Þeir hafa verið fastagestir í Eyjum en um næstu verslunarmannahelgi spila þeir á Þjóðhátíð í sjöunda sinn. Gestir í Eyjum fá gömlu slagarana í æð auk nýs efnis frá sveitinni. Það er alltaf mikið fjör þegar strákarnir í Skítamóral koma saman. MYND/GASSI Golf Eyjamenn eiga glæsilegan golfvöll sem er einn besti 18 holu völlur landsins og einn af 200 bestu völlum Evrópu. Fuglalíf og klettafjör Í Vestmannaeyjum er líf í björgunum en vel þekkt er sú iðja Eyja- manna að spranga í klettunum. Þetta finnst bæði börnum og full- orðnum skemmtilegt. Best er að fara varlega því slysin gera ekki boð á undan sér. Ferðamenn geta einnig gengið á fjöll. Til dæmis má nefna tindana sjö sem um- kringja byggðina. Þar er gengið um söguslóðir og misbrattar hlíðar. Klettarnir iða af fuglalífi og Vest- manneyjar eru sannkölluð paradís fuglaskoðarans. Höfin blá Ýmsir aðilar bjóða upp á bátsferðir af ýmsum toga frá Vestmannaeyjum. Til dæmis Viking tours sem sigla kringum eyjuna, fara í hvala- skoðunarferðir, sjóstangveiðiferðir og skoð- unarferð til Surtseyjar. Ribsafari býður einnig upp á spennandi afþreyingu. Siglingu í harðbotna slöngu- bátum, lundaskoðun, ýmsar sérferðir og annað skemmtilegt. Söfn Í Eyjum eru nokkur söfn, þar á meðal Náttúru gripasafnið, Byggðasafnið og Surtseyjar stofa. Eldheimar er glænýtt og spennandi safn sem miðl- ar fróðleik um eldgos- ið í Eyjum 1973. Afþreying í Eyjum Þótt flestir mæti á Þjóðhátíð til að taka þátt í hátíðahöldunum í Herjólfsdal er ýmislegt annað hægt að gera í eyjunum. Meðal þeirra sem bjóða upp á bátsferðir frá Eyjum er ribsafari.is. Þegar Jón var beðinn um að semja Þjóðhátíðar-lagið fyrir árið 2014 síðastliðið haust var það auðsótt af hans hálfu. „Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um. Þarna var gamall draumur að ræt- ast. Ég hef oft farið á Þjóðhátíð og upplifað stemn- inguna. Ég tók þessari áskorun því fagnandi,“ sagði Jón þegar blaðamaður náði tali af honum í Hvíta- Rússlandi þar sem hann var á ferð með knattspyrnu- mönnum FH vegna Evrópuleiks. Jón segist hafa farið fyrst á Þjóðhátíð árið 2003 og nokkrum sinnum síðan. Bæði 2011 og 2012 kom hann fram á hátíðinni. „Ég þekki algjörlega stemn- inguna og þegar kom að því að semja texta var ég ekkert að finna upp hjólið. Frekar að setja á blað hina týpísku stemningu sem allir þekkja sem hafa verið á Þjóðhátíð. Síðan þurfti ég að huga að því að lag og texti væru þannig að allir gætu sungið með,“ segir Jón sem hefur fengið mjög góð viðbrögð við laginu, jafnt frá Eyjamönnum sem öðrum. Á föstudagskvöldið á Þjóðhátíð kemur Jón fram og frumflytur lagið fyrir gesti ásamt hljómsveit sinni. „Hljómsveitin klæðir lagið í fullan skrúða. Það væri ekkert varið í þetta ef ég væri einn með kassagít- arinn. Ég er farinn að hlakka mikið til, enda veit ég að þetta verður sérstök stemning.“ Ljúft að vera til Í Herjólfsdalnum, við lífsins njótum. Það er svo ljúft að vera til. Vináttuörvum allt í kring skjótum. Samveran veitir birtu og yl. Hér er hamingja, ást og gleði. Stemmingin í dalnum er svo blíð. Forréttindi að vera með í, veisluhöldunum á Þjóðhátíð. Eyja meyja og peyja, lof mér að segja, ó, hve ljúft það er að vera til. Eyja meyja og peyja, lof mér að segja, ó, hve ljúft það er að vera til. Í bleikri brekkunni við syngjum saman. Svo ljúft að vera þér við hlið. Í þínum örmum svo hlýtt, svo gaman. Vor bjarta framtíð blasir við. Hér er hamingja, ást og gleði. Stemmingin í dalnum er svo blíð. Forréttindi að vera með í, veisluhöldunum á Þjóðhátíð. Eyja meyja og peyja, lof mér að segja, ó, hve ljúft það er að vera til. Eyja meyja og peyja, lof mér að segja, ó, hve ljúft það er að vera til. Tók þessari áskorun fagnandi Jón Ragnar Jónsson er höfundur Þjóðhátíðarlagsins í ár. Lagið þykir einstaklega grípandi og Jón hefur fengið mjög góð viðbrögð við því. Jón Ragnar Jónsson hlakkar til að frumflytja lagið sitt á Þjóðhátíðinni í Eyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.