Fréttablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 64
17. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 48SPORT
© GRAPHIC NEWSHeimild: R&A Championships
Opna breska á Royal Liverpool Royal Liverpool,
sem er við stendur Dee við Hoylake, er
tiltölulega flatur völlur og við hann
standa fá tré. Til varnar vindinum
eru aðeins nokkrir sandhólar.
50 metrum
bætt við síðan
opna breska
var síðast
haldið
2006
1
4
419
2
4
415
3
4
390
4
4
340
5
5
483
6
3
184
7
4
439
8
4
394
9
3
180
Út
35
3,044
Samtals
Par 72
6.686 metrar
10
5
486
11
4
358
12
4
409
13
3
177
14
4
415
15
3
147
16
5
436
17
4
419
18
5
504
Inn
37
3,351
Hola
Par
Metrar
Hola
Par
Metrar
Opna breska á Royal Liverpool
GOLF Opna breska meistaramótið
í golfi, The Open, hefst í dag, en
það er elsta og virtasta risamótið í
íþróttinni. Að þessu sinni fer mótið
fram á Hoylake-vellinum hjá Royal
Liverpool-klúbbnum, strandvelli
sem getur verið nokkuð þægilegur
í góðu veðrið en refsað grimmilega
ef Kári kemur í heimsókn.
Baráttan um Silfurkönnuna (e.
Claret jug) verður hörð og enginn
einn sem kemur frekar til greina
sem sigurvegari en annar. Eng-
lendingar vonast eftir að sjá ein-
hvern af sínum mönnum standa
uppi sem sigurvegara en Eng-
lendingur hefur ekki unnið opna
breska í 22 ár eða síðan Nick Faldo
bar sigur úr býtum á Muirfield
árið 1992.
Síðasti Bretinn til að vinna opna
breska var Darren Clarke fyrir
þremur árum en aðeins hafa tveir
Bretar unnið mótið undanfarna
tvo áratugi. Bandaríkjamenn hafa
drottnað yfir mótinu og unnið í
tólf skipti af síðustu 20. Ríkjandi
meistari er einmitt Bandaríkja-
maðurinn Phil Mickelson.
Hvað gerir Tiger?
Eins og alltaf þegar Tiger Woods
er með snúast hlutirnir um hann.
Tiger er langstærsta nafnið í
íþróttinni og vinsælasti kylfingu
heims. Hann hefur þó átt mjög
erfitt uppdráttar á árinu vegna
meiðsla og ekki verið á meðal efstu
20 á neinu móti sem hann hefur
tekið þátt í á þessu ári.
Tiger hefur unnið 14 risamót á
ferlinum en gengur illa að nálgast
met Jack Nicklaus sem vann 18
risamót á sínum ferli. Tiger hefur
ekki unnið eitt af risamótunum í
sex ár eða síðan hann stóð uppi
sem sigurvegari á opna banda-
ríska meistaramótinu árið 2008.
Síðast vann hann opna breska
meistaramótið á vellinum sem
spilað er núna. Hann gjörsamlega
valtaði yfir keppinauta sína á Hoy-
lake árið 2006; lauk leik á 18 högg-
um undir pari sem er met.
Þar sýndi Tiger hrein töfrabrögð
með járnin og notaði „dræverinn“
aðeins einu sinni allt mótið. Þarna
var þessi magnaði kylfingur á
hápunkti ferilsins og algjörlega
ósnertanlegur.
Mikil meiðsli hafa sett strik í
reikninginn og er tæpt að hann
geti slegið jafnlöng og góð högg
með járnunum að þessu sinni.
Allavega er það sem menn hafa
hvað mesta áhyggjur af.
Rose líklegur
Englendingurinn Justin Rose
þykir hvað líklegastur að vinna
á Hoylake, en hann vann opna
skoska mótið um síðustu helgi
sem er undanfari opna breska.
Þar svaraði hann gagnrýnisrödd-
um margra og er hann helsta von
Englendinga.
Rory McIlroy hefur átt í vand-
ræðum með stöðugleika á tíma-
bilinu, en hann setti vallarmet á
fyrsta hringnum á opna skoska í
síðustu viku en spilaði svo sjö yfir
pari daginn eftir.
„Ég verð að geta spilað eins á
föstudegi og ég geri á fimmtudegi.
Það er engin ástæða til annars,“
sagði Rory á blaðamannafundi um
sveiflukennda frammistöðu sína
undanfarið.
Ástralinn Adam Scott, efsti kylf-
ingur heimslistans, er alltaf lík-
legur og svo er spurning um hvað
Evrópumennirnir Martin Kaymer,
Sergio Garcia og Henrik Stenson
gera.
Sagan segir okkur þó, að þeir
sem eru vanir góðum árangri á
Hoylake standa vanalega uppi sem
sigurvegarar. Síðast þegar mótið
var haldið þar voru í fjórum af
fimm efstu sætunum Tiger Woods
(3 sigrar), Ernie Els (2 sigrar),
Sergio Garcia (sjö sinnum í topp
10) og Jim Furyk (fimm sinnum í
topp 10.)
tomas@365.isW
Tiger þarf sömu járn-töfrana
Opna breska meistaramótið í golfi hefst á Hoylake-vellinum í Liverpool í dag. Tiger Woods stefnir á fyrsta
sigurinn á risamóti í sex ár. Valtaði yfi r keppinauta síðast þegar mótið fór fram á sama velli árið 2006.
RORY MCILROY FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
TIGER WOODS FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
FÓTBOLTI FH og Stjarnan halda
áfram keppni í forkeppni Evr-
ópudeildar UEFA í kvöld en liðin
leika fyrri leiki sína í 2. umferð
ytra í kvöld. FH mætir Neman frá
Grodno í Hvíta-Rússlandi en bær-
inn liggur við landamærin við Pól-
land. Stjarnan leikur gegn skoska
liðinu Motherwell.
„Ferðalagið gekk mjög vel og
þetta lítur allt saman vel út,“ sagði
Heimir Guðjónsson í samtali við
Fréttablaðið í gær en FH-ingar
lögðu snemma af stað á þriðju-
dagsmorgun og komu á áfangastað
í gær eftir að hafa gist í Póllandi
á leið sinni til Grodno. Hann segir
að FH-ingar mæti ágætlega undir-
búnir til leiks.
„Við teljum okkur vita eitt og
annað um þá. Þetta er hörkulið og
eins og önnur frá Austur-Evrópu
vel skipulagt og gott í að halda
boltanum innan liðsins,“ segir
Heimir. „Þar að auki er sumar-
deild hér í Hvíta-Rússlandi og því
er liðið í hörkuformi, eins og við.
Það hefur hentað íslenskum liðum
illa að spila gegn slíkum liðum og
ég á því von á erfiðum leik.“
Neman Grodno hafnaði í fjórða
sæti hvít-rússnesku deildarinnar
í fyrra en þar í landi hefur BATE
Borisov borið höfuð og herðar yfir
önnur lið og unnið meistaratitilinn
átta ár í röð.
„Við spiluðum við BATE bæði
2007 og 2010 og þó svo að þetta
lið sé ekki jafn sterkt er það afar
öflugt. Það er ljóst að við þurf-
um að spila þéttan varnarleik og
komast frá leiknum þannig að við
eigum möguleika í seinni leiknum
í Kaplakrika,“ segir Heimir.
Belgíski bakvörðurinn Jon athan
Hendrickx samdi nýverið við FH
og er kominn með leikheimild
fyrir Evrópukeppnina. „Hann er
góður leikmaður sem styrkir hóp-
inn. Ég veit ekki hvort hann byrji í
kvöld en reikna með að hann komi
við sögu,“ segir þjálfarinn.
Bæði FH og Stjarnan kom-
ust auðveldlega áfram úr fyrstu
umferðinni en fá nú mun sterkari
anstæðinga. Garðbæingar leika
gegn Motherwell sem hafnaði í
öðru sæti skosku úrvalsdeildar-
innar í vor, á eftir Celtic sem vann
1-0 sigur á KR í fyrrakvöld í fyrri
leik liðanna í forkeppni Meistara-
deildarinnar.
FH-ingar hefja leik í Hvíta-
Rússlandi klukkan 17.00 í dag og
Stjarnan mætir Motherwell klukk-
an 18.45. Hægt verður að fylgjast
með gangi mála á Boltavakt Vísis.
- esá
Reynslunni ríkari eft ir leikina gegn BAKU
FH og Stjarnan eru í eldlínunni í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Báðir leikirnir fara fram ytra í dag.
ÆVINTÝRI Atli Viðar og félagar eru í
Hvíta-Rússlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÓTBOLTI Bakvörðurinn öflugi Jóhann Laxdal er genginn aftur í raðir Stjörnunnar frá Ullensaker/Kisa
í norsku 1. deildinni sem hann samdi við eftir síðustu leiktíð. Jóhann hefur spilað nánast alla leiki
liðsins í deildinni, en forráðamenn norska liðsins vildu samt sem áður losna við hann.
„Þetta er eiginlega frá þeim komið. Ég fæ skilaboð í gegnum umboðsmann minn frá for-
ráðamönnum félagsins um að ég geti rift samningnum. Þjálfararnir voru samt ekki ánægðir
með þetta þannig ég er að fá misvísandi skilaboð,“ segir Jóhann í samtali við Fréttablaðið.
„Þjálfararnir fréttu í morgun að þetta hefði komið frá stjórninni og þeir voru ekki nógu
ánægðir með það. Það var samt ekki hægt að snúa aftur eftir þetta. Það hefði verið mjög
skrýtið að halda áfram þegar yfirvaldið vill mann burt. Þeir geta þá notað peninginn til
að kaupa aðra leikmenn þannig að ég taldi best að koma bara heim aftur,“ segir Jóhann.
„Þetta snýst ekkert um að mér líði illa og vilji koma heim– alls ekki. Ég hef yfir engu að
kvarta. Ég er á frábærum stað og mér semur vel við strákana. Ég setti bara mikla pressu á
sjálfan mig þegar ég kom út og vildi komast enn lengra í atvinnumennskunni.“
Stjarnan fékk Nicklas Vemmelund til að leysa Jóhann af og hefur hann staðið sig vel.
Býst Jóhann við að fá stöðuna sína strax aftur? „Nei. Ég kem bara heim og verð leikmaður
Stjörnunnar. Ef ég þarf að sitja á bekknum til að byrja með verð ég bara ofur-varamaður.“ - tom
Fékk misvísandi skilaboð
HANDBOLTI Handknattleikssam-
band Íslands, HSÍ, sendi frá sér í
gær kröfu þess efnis að Alþjóða-
handknattleikssambandið, IHF,
myndi draga til baka ákvörðun
um að úthluta Þýskalandi sæti
á heimsmeistaramótinu í Katar
2015. Evrópska handknattleiks-
sambandið, EHF, hafði tilkynnt
að Ísland væri sú þjóð sem fengi
sæti frá Evrópu kæmi til þess en
IHF úthlutaði Þýskalandi sætinu.
Fyrri reglur sögðu til um að
handknattleikssamband þeirrar
álfu sem ríkjandi heimsmeistar-
ar koma frá myndi útnefna þjóð
sem tæki hvert það sæti sem yrði
laust á mótinu.
Samkvæmt IHF var ákvörð-
un tekin á fundi stjórnarráðs
sambandsins þann 30. maí sl. að
breyta fyrirkomulaginu. Þess í
stað yrði liðinu sem komst ekki
á mótið sem náði hvað bestum
árangri á síðasta móti boðið
sætið.
HSÍ hefur hins vegar fengið
staðfest að enginn fundur fór
fram þann 30. maí. Var ákvörðun-
in tekin 8. júlí þegar það lá fyrir
um hvaða þjóðir ræddi.
Var ákvörðunin tekin eftir að
EHF hafði gefið út yfirlýsingu
um að Ísland væri fyrsta þjóðin
inn af Evrópuþjóðunum. - kpt
HSÍ krefst þess
að fá sæti á HM
ÓSÁTTIR Einar Þorvarðarson, fram-
kvæmdastjóri HSÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓTBOLTI Albert Brynjar Ingason, leikmaður FH er á förum frá
félaginu. Albert hefur tilkynnt að hann vilji fara frá félaginu og
staðfesti Ásgeir Ásgeirsson, framkvæmdarstjóri knatt-
spyrnusviðs Fylkis í samtali við Fréttablaðið að það
væri áhugi af hálfu beggja aðila að Albert gengi til
liðs við Fylki. Samkvæmt heimasíðu KSÍ er Albert
Brynjar án samnings og ætti því að geta samið
við Fylki. FH-ingar tóku fyrir allt slíkt í samtali
við Vísi í gær og fullyrti framkvæmdarstjóri
knattspyrnudeildar FH, Birgir Jóhannsson
að Albert væri samningsbundinn FH.
Albert Brynjar lék á sínum tíma 56 leiki
fyrir Fylki í efstu deild og skoraði í þeim 26 mörk.
Á fyrsta tímabili sínu hjá FH sló Albert í gegn og
skoraði 15 mörk en hann hefur ekki fengið mörg
tækifæri í liðinu á núverandi tímabili. - kpt
Óvissa með samningsmál Alberts
UFC Gunnar Nelson mætir Zak
Cummings í sannkölluðum stór-
bardaga í UFC á laugardaginn.
Verður bardagi Gunnars og Zaks
einn af aðalbardögum kvölds-
ins en viðburðurinn fer fram í
Dublin. Garry Cook, yfirmaður
UFC í Evrópu og Asíu, sagði við-
burðinn á laugardaginn vera
einn þann stærsta í langan tíma
í Evrópu og Asíu. Áætlaði hann
að um 350 milljón manns myndu
horfa á viðburðinn um allan heim.
Fyrirfram þykir Gunnar tölu-
vert líklegri til að sigra bardag-
ann en Zak var nokkuð bjartsýnn
á blaðamannafundi sem hald-
inn var í gær. Talaði hann um að
þetta væri stórt tækifæri sem
hann ætlaði ekki að missa af. - kpt
Búist er við
miklu áhorfi
VINSÆLL Í DUBLIN Búist er við fullu
húsi á laugardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY