Fréttablaðið - 17.07.2014, Side 55

Fréttablaðið - 17.07.2014, Side 55
FIMMTUDAGUR 17. júlí 2014 | MENNING | 39 H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA skyldan nýtur þess að horfa á ótrúlega leikni listamanna Sirkus Íslands. Sýningin er sýnd í tjaldinu Jökla en miðaverð er 3.000 krónur. 19.00 How to become Icelandic in 60 minutes er leiksýning sem leikin er á ensku, samin og flutt af Bjarna Hauki Þórssyni og leikstýrt af Sigurði Sigurjónssyni. Sýningin fer fram í Kaldalóni í Hörpu og er miðaverð 4.200 krónur. ,,Ég mun lýsa svona uppbyggingu þessa svæð- is í kringum Hlemm og rekja sögu gömlu gas- stöðvarinnar sem Megas söng um forðum,‘‘ segir Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi en hann leiðir göngu í kvöld um hverfið í kring- um Hlemm. ,,Síðan ætla ég að segja frá miðstöð íslenskr- ar bílasölu, þarna var stærsta bílasala lands- ins,‘‘ segir Hjálmar. ,,Síðan verður rakin saga Hlemms og hvernig stoppistöðin varð athvarf unglinga, meðal annars fyrrverandi borgar- stjóra, Jóns Gnarrs.‘‘ Gangan er hluti af kvöldgöngum Borgarbóka- safnsins og Listasafns Reykjavíkur en göng- urnar fara fram alla fimmtudaga í sumar. ,,Síðan ætla ég að tala um þá ofboðslegu upp- bygginu sem er komin af stað þarna, sérstak- lega á Höfðatorgi,‘‘ segir Hjálmar. ,,Sýnist sitt hverjum um þau stóru hús sem eru að rísa þarna en ég mun ræða uppbygginguna.‘‘ Hjálmar hefur sjálfur gríðarlegan áhuga á borginni og sögu hennar og það verður áhuga- vert að hlýða á hann flétta saman merkilega sögu svæðisins en gangan hefst klukkan 20.00 við Hlemm. baldvin@365.is Hlemmur skoðaður í öðru ljósi Borgarfulltrúinn Hjálmar Sveinsson leiðir kvöldgöngu um hverfi ð í kringum Hlemm þar sem hann mun meðal annars rekja sögu stoppistöðvarinnar. ATHVARF UNGLINGA þessi mynd var tekin af afslöppuðum unglingum árið 1983. MYND/JIM SMART 20.00 Skemmtikvöld Lollu og Steina með bingóívafi í Tryggvaskála á Selfossi. Þau Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Þorsteinn Guð- mundsson munu skemmta bæjarbúum. Dagskráin samanstendur af uppistandi, upplestri, leikþáttum, tónlist, gríni og glensi. Miðaverð er 2.500 krónur. 20.00 Ræflavík sýnt í Rýminu á Akureyri. Leikritið er byggt á breska verðlaunaleikritinu Punk Rock eftir Simon Stephens og er hér sett upp í staðfærslu og leikgerð Jóns Gunnars og Norðurbandalagsins. Miðaverð er 2.500 krónur og miða má nálgast á heimasíðu midi. is. Uppákomur 16.00 Lokahátíð Listhópa og Götuleikhúss Hins hússins, á göngugötunni á Laugavegi. Hátíðin fyllir göngugötuna af lífi og hefur dagskránni verið gríðarlega vel tekið af vegfar- endum undanfarin tvö ár. Fyrirlestrar 20.00 Fyrirlestur Ara Osterweil um hin líkamlegu hvörf í bandarískum framúrstefnu- kvikmyndum í Listasafni Íslands, Hafnarhúsi. Fyrirlesturinn er unninn í samvinnu við rann- sóknarstofu um framúrstefnu við Háskóla Íslands. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabla- did.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.