Fréttablaðið - 17.07.2014, Page 30
FÓLK|TÍSKA
Fyrir utan að halda úti umboðs-skrifstofu fyrir fyrirsætur setti hún á fót keppnina Supermodel
of the World árið 1980 sem var meðal
annars haldin hér á landi um nokk-
urra ára skeið. Eileen Ford kom tvisvar
hingað til lands. Í fyrra skiptið á
sjöunda áratug síðustu aldar en þá
starfaði María Guðmundsdóttir, fyrir-
sæta og síðar ljósmyndari, hjá henni
í New York. Í seinna skiptið árið 1991
í tengslum við fyrirsætukeppnina. Þá
kom hún ásamt eiginmanni sínum,
Jerry Ford, en þau ráku fyrirtækið
saman alla tíð.
Ford-keppnin var afar vinsæl hér á
landi og nálægt hundrað ungar stúlkur
sóttu um þátttöku á hverju ári. Margar
íslenskar stúlkur hafa fengið tækifæri
til að starfa hjá Ford Models og kynnt-
ust Eileen Ford mjög vel.
ÚR MÓDELSTÖRFUM Í BISNESS
Eileen starfaði sjálf sem fyrirsæta
áður en hún setti upp eigin umboðs-
skrifstofu. Eftir að hún eignaðist sitt
fyrsta barn gaf hún fyrirsætustarfið á
bátinn og fór að leita að heppilegum
stúlkum til fyrirsætustarfa. Margar
þeirra hafa öðlast heimsfrægð og má
þar nefna Christie Brinkley, Cherul
Tiegs, Veruschka, Jerry Hall, Grace
Jones, Naomi Campbell, Christy Turl-
ington og Elle Macpherson. Sumar
af fyrirsætum hennar urðu frægar
Hollywood-leikkonur en þar má nefna
Suzy Parker, Jane Fonda, Ali MacGraw,
Brooke Shields, Candice Bergen, Rene
Russo, Kim Basinger, Lauren Hutton
og Jean Shrimpton. Þá má nefna að
Martha Stewart starfaði sem fyrirsæta
hjá Ford Models áður en hún varð
sjálf risastórt fyrirtækjanafn.
SÉRSTAKIR HÆFILEIKAR
Eileen Ford þótti hafa einstaka hæfi-
leika til að breyta „venjulegum“ stúlk-
um í stjörnur og tískudrottningar. Það
er ekki að ástæðulausu að hún hefur
verið kölluð móðir fyrirsætuheimsins
í New York. Umboðsskrifstofan hefur
gott orð á sér og það þykir eftir-
sóknarvert að fá að starfa þar. Þá lét
Eileen sig miklu skipta velferð þeirra
ungu stúlkna sem störfuðu hjá henni
og lét þær yngstu borða heima hjá sér
á kvöldin. Hún þótti jafnframt harður
húsbóndi sem gerði miklar kröfur. Eig-
inmaður Eileen, Jerry, lést árið 2008.
ÍSLENSKAR STÚLKUR FALLEGAR
Eileen átti það til að elta stúlkur úti
á götu víða um heim sem henni þótti
eiga erindi í fyrirsætuheiminn. Sjálf
sagði hún að þær stúlkur sem vildu
verða fyrirsætur þyrftu að vera sterkir
persónuleikar því starfið byði upp á
margar freistingar. Eileen sagði frá
því í viðtali þegar hún kom hingað til
lands að íslenskar stúlkur væru ein-
staklega glæsilegar.
Í keppninni árið 1991 þegar Eileen
Ford kom hingað til lands kepptu
sextán glæsilegar stúlkur til úrslita.
Sigurvegari var Birna Bragadóttir en
meðal annarra þátttakanda sem síðar
hafa skapað sér nafn í þjóðfélaginu eru
Þórunn Lárusdóttir leikkona og Brynja
Þorgeirsdóttir sjónvarpskona.
■ elin@365.is
FYRIRSÆTUMÓÐIR
ER FALLIN FRÁ
SVIÐSLJÓSIÐ Fyrirsætumóðirin fræga, Eileen Ford, lést á sjúkrahúsi í
New Jersey 9. júlí en hún varð 92 ára. Eileen hefur rekið eina frægustu
módelskrifstofu í heimi frá árinu 1946 og gert margar stúlkur að stórstjörnum.
Í TEXAS
Þessi mynd af Eileen
Ford og fyrrverandi fyrir-
sætunni Joan Severance
var tekin á tískusýningu
í Houston í Texas árið
2010.
NORDICPHOTOS/GETTY
FORDKEPPNIN Á ÍSLANDI Fordkeppnin árið 1991 þegar Eileen og eiginmaður hennar, Jerry Ford, komu til Íslands. Hér með Birnu
Bragadóttur sem bar sigur úr býtum í keppninni. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR/365BBætiefni
B vítamín styrkir taugarnar, eykur orku og eflir ónæmis-
kerfið. Nutra eru gæða vítamín á betra verði.
Save the Children á Íslandi