Fréttablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 18
17. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | Þeir ferðaþjónustuaðilar sem Fréttablaðið ræddi við voru sam- mála um að sumarið hafi farið vel af stað. Meiri sala var í maí á utanlands- ferðum en undanfarin ár og í júní fjölgaði íslenskum farþegum á Keflavíkurflugvelli um nærri fimm þúsund miðað við sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Ferða- málastofu. Salan í júlí er aftur á móti óvenju- leg miðað við önnur ár enda vilja Íslendingar yfirleitt vera heima um hásumar. Rigningartíðin hefur valdið því að fjölmargir Íslendingar panta sér ferðir með stuttum fyrir- vara út í sólina. Þyri Kristínardóttir, sölustjóri Heimsferða, segir rigninguna ekki fara fram hjá sölumönnum ferða- skrifstofunnar. „Fólk byrjar í fríinu og reynir að vera bjartsýnt. Svo eftir viku af rigningu birtist það hér hjá okkur, leggst fram á borðið hjá sölumönn- um grátklökkt og spyr hvort það sé eitthvað laust,“ segir Þyri og bætir við að sölumenn hafi staðið frammi fyrir því að eiga ekkert fyrir við- komandi og þá verða menn fyrst örvæntingarfullir. „Júlí er að verða uppbókaður sem er mjög óvanalegt. Öll tilboð sem eru sett á sölu seljast upp. Á föstu- daginn voru til að mynda tólf sæti sett í sölu og seldust á tíu mínútum.“ Margrét Helgadóttir, fram- kvæmdastjóri Úrvals Útsýnar, tekur undir orð Þyri. „Þetta er aðal- lega fjölskyldufólk sem er búið að fá nóg af veðrinu og flestir panta ferð- ir til Spánar eða Tyrklands. Þetta er fólk sem ætlaði að eyða sumrinu heima en tekur ákvörðun á síðustu stundu um að fara til sólarlanda.“ Kristján Sigurjónsson, eigandi Túristi.is, segir að það leyni sér ekki að fleiri kaupi skynditilboð á netinu. „Sá mælikvarði sem ég hef er að ég tek saman upplýsingar um tilboð sem eru í boði á sólarlandaferðum með stuttum fyrirvara. Tilboðin eru mun færri og verðið er hærra en vanalega.“ Samkvæmt nýjustu veðurspá er ekki mikil sól í kortunum en þó helst á Norðurlandi og Austurlandi. Reyk- víkingar geta aftur á móti fyrst búist við að sjá sólina 25. júlí sam- kvæmt norsku veðurspánni yr.no. Panta ferð til að flýja regnið Ferðaskrifstofur anna varla eftirspurn eftir sólarlandaferðum. Margir virðast komnir með nóg af rigningu og panta ferðir með stuttum fyrirvara út í sólina. Ferðaskrifstofur segja óvanalegt að júlí sé svo mikið bókaður. Í SÓLINNI Salan í júlí á sólarlandaferðum með stuttum fyrirvara er með besta móti. NORDICPHOTOS/GETTY ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, fagnar því að íslensk stjórnvöld hafi fallist á að breyta starf- semi Íbúðalánasjóðs þannig að hún samræmist ríkisstyrkja- reglum EES-samningsins. Þetta segir Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA, í til- kynningu. ESA hefur ákveðið að ljúka rannsókn sinni á málefnum Íbúðalánasjóðs vegna ákvörðun- ar stjórnvalda. Breytingarnar fela meðal annars í sér að lánahlutfall Íbúðalána- sjóðs verður á bilinu 60%–80% af verði íbúðar. Hámarksverðmæti eigna sem lánað verður út á mun verða 40 milljónir króna. Þessar takmarkanir verða háðar árlegri endurskoðun. - jhh Fagna ákvörðun stjórnvalda: ESA hættir rannsókn á ÍLS Þetta er fólk sem ætlaði að eyða sumr- inu heima en tekur ákvörðun á síðustu stundu um að fara til sólarlanda.“ Margrét Helgadóttir framkvæmdastjóri Úrvals Útsýnar Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@365.is Það hefur verið nóg að gera hjá Neytendasamtökunum það sem af er ári við að svara kvörtunum sem samtökunum hafa borist. Fyrstu sex mánuði ársins fjölgaði erind- um sem Neytendasamtökunum bárust um 30 prósent, en alls bár- ust 4.144 erindi. Til samanburðar tóku starfsmenn samtakanna á móti 3.170 erindum á fyrri helm- ingi síðasta árs. Neytendasamtökin segja á heimasíðu sinni að þessi mikla fjölgun sé fagnaðarefni þótt vissu- lega sé slæmt að svo margir neyt- endur lendi í vandræðum vegna kaupa á vöru og þjónustu. Þetta sýni að samtökin hafi mikilvægu hlutverki að gegna þegar kemur að upplýsingagjöf til neytenda og að leiðbeina þeim eða aðstoða í ein- stökum deilumálum. Erindum sem samtökunum ber- ast er skipt í fjóra meginflokka en flest erindin, eða 1.260 talsins, voru vegna vörukaupa. Þar á eftir komu erindi vegna þjónustukaupa en þau voru 1.103. Þá voru um þús- und sem kvörtuðu vegna húsaleigu og heldur færri sem sendu inn erindi almenns eðlis. Flestir neytendur hafa samband símleiðis, en einnig er nokkuð um að erindi berist með tölvupósti og að fólk heimsæki skrifstofu sam- takanna. Einnig er nú hægt að setja inn fyrirspurnir á fésbókar- síðu samtakanna, en sú síða er nú með tæplega 2.200 fylgjendur. - jme 18 FASTEIGNIR Hámarksverðmæti eigna sem lánað er út á verður 40 milljónir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 19% 30% 27% 24% ➜ Kvartanir til Neyt- endasamtakanna á fyrri helmingi ársins Almenn erindi Kaup á vörum Kaup á þjónustu Húsaleiga H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA 30 prósent fleiri leita til Neytendasamtakanna: Mikil fjölgun erinda Neytendastofa hefur aukið eftirlit með forpökkuðum vörum í stað þess að fylgjast nær eingöngu með mæli- tækjunum við framleiðslu, búðar- kassa eða kjötborð verslana. Forpakkaðar vörur frá 23 íslensk- um framleiðendum voru kannaðar á vegum Neytendastofu árið 2013. Niðurstöðurnar urða þær að af 37 vörutegundum féllu 5, eða tæp 14 prósent. Vörutegundirnar féllu ýmist á því að meðalþyngd þeirra reyndist neðan við leyfilegt gildi eða of margar pakkningar mældust undir leyfilegu einföldu fráviki. - jme Neytendastofa eykur eftirlit með forpökkuðu: Rangt vigtað í 14% tilvika VALKVÍÐI Ungur maður virðir fyrir sér úrval forpakkaðrar kjötvöru í matvöru- verslun. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGURÐUR JÖKULL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.