Fréttablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 70
17. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 54 Athafnamaðurinn Oliver Luckett er fæstum Íslendingum kunnug- ur þrátt fyrir að vera einn mesti Íslandsvinur sem fyrirfinnst. Luck- ett stofnaði fyrirtækið theAudi- ence fyrir þremur árum ásamt vini sínum Sean Parker sem er hvað frægastur fyrir að hafa stofnað Napster og síðar Spotify. theAudience sérhæfir sig í að markaðssetja opinbert fólk og fyrir- tæki á samfélagsmiðlum og í dag sér fyrirtækið um markaðssetningu fyrir um það bil sex þúsund lista- menn og ná til rúmlega milljarðs notenda veraldarvefsins mánaðar- lega. Luckett hefur persónulega unnið fyrir manneskjur á borð við Bar- ack Obama, Charlize Theron og Ian Somerhalder en þrátt fyrir að hafa grætt dágóða summu í gegnum fyrir tækið þá sýnir Luck ett ekkert nema hógværð og við fyrstu sýn er ekki að sjá að hettupeysuklæddi maðurinn sé efnaður. ,,Ég kom hingað fyrst árið 2011 að vinna með Björk fyrir Bio- philia-verkefnið,‘‘ segir Luckett en síðan þá hefur hann komið hingað sjö sinnum í viðbót. ,,Eftir það þá urðum við svo góðir vinir að alltaf þegar ég kem hingað þá reynir hún að haga ferðalögum sínum þannig að við getum hist.‘‘ Athafnamaðurinn er mikill aðdá- andi Íslands og hefur sankað að sér rúmlega 80 listaverkum eftir íslenska listamenn. ,,Björk heldur að ég eigi stærsta safn íslenskra listaverka í Banda- ríkjunum,‘‘ segir hann og hlær en meðal listamanna sem Luck ett hefur mætur á eru til dæmis Gabrí- ela Friðriksdóttir, Daníel Magnús- son og tónlistarmaðurinn Einar Örn Benediktsson. ,,Einar tók mig í þriggja daga ferðalag þar sem ég held að ég hafi kynnst öllum listamönnunum hérna.‘‘ „Ég var í verslunarmiðstöð þegar einhver kona kom upp að mér og tal- aði flæmsku. Ég skildi ekkert fyrr en hún skipti yfir í ensku og vildi fá mig á skrá,“ segir Rós Kristjáns- dóttir en hún var að heimsækja móður sína í Brussel í seinustu viku þegar hún skrifaði nýverið undir samning hjá umboðsstofunni Dom- inique Models. „Fyrst fór ég bara að skoða þessa stofu og leist vel á það sem þau voru að gera,“ segir Rós sem fór síðan á fund til þeirra þar sem hún var mæld og send í myndatöku. „Þau vildu fá mig í hæla á myndinni og spurðu mig hvaða stærð ég væri, síðan hlógu þau öll þegar ég sagð- ist vera stærð 38,“ segir fyrirsæt- an sem er tæpir 180 sentímetrar á hæð. „Þau spurðu mig bara hvernig ég héldi jafnvægi.“ Rós stundar nám í mannfræði við Háskóla Íslands og mun halda því áfram í fjarnámi í vetur. „Ég tek örugglega nokkra mánuði úti í einu og kem síðan heim inn á milli en það er ekkert komið á hreint.“ Móðir Rósar, Sigrún Jónsdótt- ir, starfar hjá fastanefnd Íslands í Brussel og hefur Rós íhugað að feta í fótspor hennar. „Ég hef alltaf haft áhuga á stjórnmálafræði og gæti hugsað mér að fara í það nám eftir mannfræðina,“ segir fyrirsætan sem ætlar þó fyrst að sjá hvernig gengur hjá nýju stofunni og í fjarnáminu. „Þetta getur farið á marga mismun- andi vegu. Það er allt opið.“ - bþ Á mála hjá belgískri módelskrifstofu Rós Kristjánsdóttir er 22 ára mannfræðingur og upprennandi fyrirsæta en hún skrifaði nýverið undir samning hjá umboðsstofunni Dominique Models. ALLT OPIÐ Rós ætlar ekki að hætta í námi þrátt fyrir samninginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BIRKISSON Ég borða aldrei morgunmat, ég brönsa bara því ég er B-manneskja sem vaknar ekki snemma. En besti brönsinn er samt egg, pönnukökur, búst og camembert. Ásdís María Viðarsdóttir söngkona BESTI MORGUNMATURINN theAudience er í fararbroddi sem efnismiðlunar- og dreifingarnet fyrir afþreyingarfyrirtæki sem vilja ná til stórra aðdáendahópa og ná árangri í notkun samfélagsmiðla. Meðal viðskiptavina Olivers eru til dæmis Mark Wahlberg, Charlize Theron, Jack Black, Eddie Murphy, Hugh Jackman, Usher, Pitbull, Russell Brand og LMFAO. Þá sá hann líka um samfélagsmiðlaherferð fyrir kvikmyndina Ted og tónlist- arhátíðina Coachella. Stjörnurnar greiða Oliver mánaðargjald fyrir þjónustuna sem getur verið mis- munandi. Það lægsta er um fimm þúsund dollarar, rúmlega hálf milljón króna. Hvað gerir theAudience? Gaf Íslandi veggmynd Oliver Luckett er staddur hér á landi til þess að halda upp á fertugsafmælið sitt en hann hefur gríðarlegan áhuga á landinu og listasenunni í Reykjavík. ELSKAR ÍSLAND Oliver Luckett hefur mikla trú á listasenunni í Reykjavík og vill efla samstarf á milli landa. MYND/OLIVER LUCKETT FJÖR Í FERTUGSAFMÆLI Það var mikið fjör í afmæli Olivers Luckett í Gamla Bíó. Luckett er staddur á Íslandi nú til þess að halda upp á fertugsafmæli sitt en veislan fór fram í Gamla bíói síðastliðið laugardagskvöld. ,,Þetta kvöld var ógleymanlegt. Mér finnst alltaf gaman að tengja saman listamenn og fá nýtt fólk til þess að hittast og jafnvel vinna saman,‘‘ segir Luckett en hann flytur reglulega inn listamenn til Íslands í samstarf við aðra íslenska listamenn. Hann flutti nýverið inn listamennina DevnGosha til þess að mála vegglistaverk sem hann gaf Reykjavíkurborg. ,,Þeir eru virkilega hæfileikaríkir listamenn sem ég er að halda uppi núna,‘‘ segir Luck ett sem leggur sig fram við að gefa ungum listamönn- um færi á að spreyta sig á stærri markaði, en af hverju að koma með listamenn hingað? ,,Þið hafið ákveðin gildi sem ég kann að meta,‘‘ segir hann. ,,Þið kunnið að meta manneskjur, list og menningu.‘‘ baldvin@frettabladid.is ALICIA Svefnsófi B 163 D 83 H 78 cm. Dýnustærð 147x197 cm. Slitsterkt áklæði. Litir: Rautt, svart, grænt, og blómamunstur. 119.990 FULLT VERÐ: 139.990 SVEFNSÓFAR Í HÖLLINNI H Ú S G AG N A H Ö L L I N E I T T S Í M A N Ú M E R 5 5 8 1 1 0 0 MELBOURNE SVEFNSÓFI MEÐ TUNGU 169.990 FULLT VERÐ: 199.990 MELBOURNE Svefnsófi Stærð: 243x170 H:70 cm. Slitsterkt áklæði. Litir: Svargrár, grænn og rauður. Vinstri og hægri tunga. Rúmfata- geymsla í tungu. ÁTTU VON Á GESTUM! SVEFNSÓFAR Í ÚRVALI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.