Fréttablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 52
17. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36
„Það er svolítið öðruvísi að skoða
myndlist þegar maður er úti í nátt-
úrunni en í borginni. Maður er öðru
vísi innstilltur, opinn fyrir umhverf-
inu og í fljótandi gír,“ segir Sólveig
Aðalsteinsdóttir myndlistarkona um
sýninguna Dalir og hólar sem er í
byggðunum við Breiðafjörð. „Þetta
eru afskaplega fallegar sveitir, Dal-
irnir og Reykhólasveitin og það er
ágætt að hægja aðeins á ferðinni
þar, enda margt að sjá,“ bætir hún
við.
Sýningin er á átta stöðum og
hefur verið vel sótt af heimafólki
og þeim sem eiga leið hjá, að sögn
Sólveigar. „Svo eru alltaf einhverj-
ir sem leggja leið sína hingað gagn-
gert til að skoða hana og fara í þetta
ferðalag. Það er nú hugmyndin að
draga fólk í ferðalag. Þetta er víð-
feðm sýning, rúmlega hundrað kíló-
metrar svo það er alveg dagsferð að
fara um hana alla.“
Dalir og hólar er haldin í fimmta
sinn í sumar. Þema hennar er Litur.
Myndlistarmennirnir Bjarki Braga-
son, Eygló Harðardóttur, Gerd
Tinglum, Logi Bjarnason og Tumi
Magnússon eiga þar verk og Sól
veig er sýningarstjóri ásamt Þóru
Sigurðardóttur. Þær fóru með lista-
mennina um svæðið snemma vors.
Allir sýna þeir í gamla landbún-
aðarskólanum í Ólafsdal og dreifa
sér víðar. Þrír sýna í hlöðu í Ytri-
Fagradal, sem bændur höfðu notað
fyrir gamla bíla og eyðibýli verða
að sýningarsölum. Í Skarðsstöð, sem
er gamall verslunarstaður, er lista-
verk á hreyfiás og tekur mið af því
að vindurinn blæs þar um.
Sólveig segir samstarf við land-
og húsaeigendur hafa verið mjög
gott. „Dalir og hólar er komin með
ákveðinn sess og þó hún sé á sama
svæði ár eftir ár er hún á mismun-
andi stöðum nema hvað Ólafsdalur
er fastur punktur.“ Sýningin stend-
ur til 10. ágúst.
gun@frettabladid.is
Sýna í Ólafsdal, úti-
húsum og eyðibýlum
Myndlistarsýningin Dalir og hólar dreifi st um sveitirnar við Breiðafj örðinn og
dregur nafn af staðsetningunni, Dalabyggð og Reykhólasveit.
SÝNINGARSTJÓRAR „Þetta er víðfeðm sýning, rúmlega
hundrað kílómetrar,“ segir Sólveig. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Á SÝNINGUNNI Listaverk eru í og umhverfis gamla bíla í
hlöðunni í Ytri-Fagradal.
LITIR Í Sundlauginni á Reykhólum er verk eftir Eygló Harðardóttur.
Voces Thules hefur þriðju viku
Sumartónleika í Skálholti með tón-
leikum í kvöld klukkan 20. Á tón-
leikunum verður sungið á 12. og
13. aldar íslensku og latínu. Í tilefni
af upphafi Skálholtshátíðar verður
m.a. prósan Innocentem te servavit
sungin til heiðurs Þorláki Þórhalls-
syni biskupi í Skálholti á 12. öld. Að
þessu sinni verður þessi þekktasti
söngur úr Þorlákstíðum í fjölradda
útfærslu. Spuni verður ríkjandi á
tónleikunum, en hann var jafn eðli-
legur hluti af tónlistariðkun á mið-
öldum og nú, þó svo að kirkju feður
gerðu annað slagið tilraun til að
koma í veg fyrir hann.
Annað kvöld er það Bachsveitin
í Skálholti sem kemur fram á Sum-
artónleikum klukkan 20 og einnig
á laugardaginn, 19. júlí, klukkan
16 og 21. Leiðari sveitarinnar er
Peter Spissky en einleikarar með
Bachsveitinni að þessu sinni verða
Jóhanna Halldórsdóttir altsöng-
kona og Elfa Rún Kristinsdóttir
fiðluleikari.
Dagskráin sem leikin er á föstu-
dagskvöld verður endurtekin á
laugardagskvöld og verður þar
hinn ítalski barokkstíll ráðandi. Þá
verða m.a. aríur eftir Händel og
sinfóníur eftir Vivaldi á dagskrá. Á
laugardaginn klukkan 16 gefst svo
tónleikagestum tækifæri á því að
upplifa samruna hins ítalska stíls
og þess franska, en á barokktím-
anum var oft rifist um hvor stíllinn
væri betri. Þessi blandaði stíll er nú
á dögum oft kallaður þýskur stíll. Á
dagskrá eru m.a. verk eftir Lully,
Telemann og Muffat. - fsb
Voces Thules og Bach-
sveitin í Skálholti
Dagskrá þriðju viku Sumartónleika í Skálholti hefst
í kvöld með tónleikum Voces Thules. Á morgun og
laugardag eru þrennir tónleikar með Bachsveitinni.
„Húsið var tekið niður árið 2009 en verður endurbyggt í upprunalegri
mynd og á að verða fokhelt fyrir veturinn,“ segir Ólafur Jóhann Eng-
ilbertsson um framkvæmdir sumarsins í Selárdal í Arnarfirði. Hann
er í félagi um listasafn
Samúels og heldur utan
um fjárreiður þess. „Hug-
myndin er að fólk geti í
framtíðinni fengið sér
kaffi hér og keypt minja-
gripi og á efri hæðinni
verði íbúð fyrir lista- og
fræðafólk,“ segir Ólafur.
Gerhard König, sérfræð-
ingur í steypuviðgerðum,
er verkstjóri á staðnum.
Hann sér um steinvegginn
á húsinu en þrjár hliðar af
fjórum eru úr timbri og
smiðir frá Tálknafirði eru
að ganga frá þeim.
Endurbætur á listaverkum Samúels Jónssonar við húsið hófust fyrir
sextán árum. „Sjálfboðaliðar af fjölmörgum þjóðernum hafa unnið með
Köning, margir þeirra listnemar, sumir hafa gert lokaverkefnin sín um
þennan stað,“ lýsir Ólafur.
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða lagði endurbyggingunni lið
nýlega en Ólafur segir verkefnið háð frjálsum framlögum. Frekar er hægt
að fræðast um það á http://sogumidlun.is/pdf/samuel_net.pdf. - gun
Hugmyndin að fólk
geti fengið sér kaffi
Framkvæmdir eru hafnar við hús Samúels í Selárdal.
VIÐ FRAMKVÆMDIR Gerhard Köning styrkir stein-
vegginn með múrsteinum. Hollendingur fylgist með.
EINLEIKARI Elfa Rún Kristinsdóttir
fiðluleikari leikur einleik með Bach-
sveitinni.
VERIÐ VELKOMIN Í NETTÓ
GRANDA OG MJÓDD
DAG SEM NÓTT