Fréttablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 41
VEITINGAHÚS | FÓLK | 5 Bæjarlind 6 • S. 554 7030 www.rita.isVið erum á Facebook Sumarútsala 50% afsláttur Jakkar Buxur Bolir Toppar Kjólar Mussur Str. 36-56 Skólavörðustíg 7 • 101 Reykjavík • Sími 551 5814 • www.th.is SUMARTILBOÐ Í 3 DAGA FRÁ FIMMTUDEGI TIL LAUGARDAGS 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Save the Children á Íslandi Veitingastaðurinn Kol, á Skóla-vörðustíg 40, var opnaður 14. febrúar síðastliðinn og var honum strax vel tekið. Nú er svo komið að hann vermir efsta sætið á lista TripAdvisor yfir bestu veitingastaði í Reykjavík. „Við höfum reynt að vanda vel til verka bæði í mat og þjónustu. Við leggjum sérstaka áherslu á góða stemningu og vingjarn- legt viðmót starfsfólks og það er að skila sér,“ segir veitingastjórinn Gunnar Rafn Heiðarsson. Á staðnum er boðið upp á kjöt-, fisk- og smá- rétti og segir Gunnar lagt upp með að hafa matseð- ilinn sem fjölbreyttastan svo allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Matreiðslumennirnir Einar Hjartarson og Kári Þorsteinsson hafa yfirumsjón með eldhúsinu og leggja þeir höfuðáherslu á gott hráefni og bragðgæði. Á staðnum er sömuleiðis einstakur viðarkolaofn sem töfrar fram ljúft og seiðandi bragð. Gunnar segir Íslendinga meirihluta við- skiptavina en nú yfir hásumarið hefur út- lendingum sem sækja staðinn eðli máls- ins samkvæmt fjölgað. Þeir hafa margir lýst ánægju sinni á TripAdvisor. „Margir hrósa þjónustunni en þar skerum við okkur úr. Eins er fólk ánægt með kokteilana okkar en við leggjum sérstakan metnað í þá,“ segir Gunnar. Hann segir reynt að sniðganga líkjöra og vín sem eru lituð og bragðbætt með gervibragðefnum. „Í staðinn búum við til okkar eigin líkjöra, romm og síróp. Má þar nefna hindberjaromm, trönu- berjalíkjör og ananassíróp. Þá notum við eingöngu ferska ávaxtasafa og kreistum greip, límónur, sítrónur, appelsínur og ananas á hverjum degi. Þetta skilar sér til viðskiptavina,“ segir Gunnar og tekur fram að staðurinn sé ekki eingöngu veitingastaður heldur líka bar. „Fólki er velkomið að detta hér inn í drykki og erum við bæði með sæti við barinn og í setustofunni. Staðurinn í heild tekur um 100 manns.“ Gestir Kols hafa ekki síður lýst ánægju sinni með hönnun staðarins, sem var í höndum W concept creation, en hann þykir hafa sérstaklega hlýlegt yfirbragð. Þá prýðir stór handmálaður fálki eftir listakonuna Ingu Maríu Brynjarsdóttur einn vegg staðarins og vekur hann að- dáun allra sem þangað koma. Í FYRSTA SÆTI Á TRIPADVISOR KOL KYNNIR Veitingastaðurinn Kol vermir nú fyrsta sætið á lista TripAdvisor yfir bestu veitingastaði í Reykjavík. Veitingastjórinn Gunnar Rafn Heiðarsson þakkar það góðum mat, framúrskarandi þjónustu og metnaðarfullri kokteilgerð. NOTALEGT Gestir hafa lýst ánægju sinni með hönnun staðarins en hann þykir afar hlýlegur. MYND/PJETUR Gunnar Rafn Heiðarsson, Veitingastjóri Kol.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.