Fréttablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTIR
H alldóra Matthíasdóttir útibússtjóri breytti um lífs-stíl árið 2008 með því að breyta mataræði sínu algerlega. Því næst tók hún á hreyfing-unni og byrjaði að hlaupa. Hún fór sitt fyrsta maraþon 2011 og hljóp einnig Laugavegshlaupið og Jökulsárhlaupið sama ár. Það var svo í upphafi árs 2012 að hún skráði sig í Ironman-keppni í Cozumel í Mexíkó sem var haldin í lok nóvember. Ironman-keppnin gengur út á að synda 3,8 km, hjóla 180 km og hlaupa svo 42,2 km. Í kjölfarið fór hún því einnig að æfa sund og hjólreiðar og lauk svo annarri Ironman-keppni í Frankfurt í fyrra og er skráð í þá þriðju í Kalmar í Svíþjóð í ágúst.
ÞREYTAN HVARF EINS OG DÖGG FYRIR SÓLU!
Halldóra æfir að meðaltali níu sinnum í viku, þrisvar í hverri grein. „Eftir æfingar nota ég alltaf Magnesium Sport-spreyið því þaðhefur hjálpað é
ÓTRÚLEGT HVAÐ SPREYIÐ VIRKAR GENGUR VEL KYNNIR Halldóra Matthíasdóttir þríþrautarkona er mjög ánægð
með Magnesium Sport-spreyið frá Better You og notar það eftir allar æfingar.
Hún finnur sérstaklega mikinn mun á uppbyggingu vöðva.
SÖLUSTAÐIRLyfja, Lyf og heilsa, Lyfjaver/Heilsuver, flest apótek, Fjarðarkaup, Heilsuhúsið, Blómaval, Garðheimar, valdar Hagkaupsverslanir og Krónubúðir, Systra-samlagið, Þín verslun Seljabraut, Tri og Krossfit Reykjavík.
HEIMUR VALENTINOHönnuðurinn Valentino Garvani gefur síðar á þessu ári út bókina Valentino: At the Emperor’s Table. Þar getur fólk skyggnst inn í glæsileg híbýli Valentino og stjörnum prýdd kvöldverðarboð hans.TÆKIFÆRISGJAFIR
TILBOÐ - mikið af frábærum boðumtil
Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955
Hnífaparatöskur – 12 manna
14 tegundirVerð frá kr. 24.990
Útsala
40% afsláttur
Lagersala í kjallara
ÞJÓÐHÁTÍÐ
140 ára
FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2014
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Fimmtudagur
22
2 SÉRBLÖÐ
Þjóðhátíð | Fólk
Sími: 512 5000
17. júlí 2014
166. tölublað 14. árgangur
SKOÐUN Heimshreyfingu
þarf vegna ástands í Palestínu,
skrifar Svavar Gestsson. 24
MENNING Sýningin Dalir og
hólar spannar eitt hundrað
kílómetra. 36
LÍFIÐ Rós Kristjánsdóttir
skrifaði undir samning hjá
Dominique Models. 54
SPORT FH og Stjarnan
leika í undankeppni Evrópu-
deildarinnar í dag. 48
FLJÓTLEGT
OG ÞÆGILEGT
#GOTT
iMATI
NN
Matarmyndaleikur
Gott í matinn
Í FJÖLSKYLDU- OG HÚSDÝRAGARÐINUM
BARA SÝNA DÆLULYKILINN VIÐ INNGANGINN
SUMARHÁTÍÐ ATLANTSOLÍU - Í DAG
FRÍTT FYRIR FJÖLSKYLDUNA
Bolungarvík 10° NNA 2
Akureyri 15° NA 2
Egilsstaðir 17° SSV 7
Kirkjubæjarkl. 13° SA 5
Reykjavík 12° SSA 6
VÆTA MEÐ KÖFLUM Yfirleitt fremur
hæg suðvestlæg átt og rigning með
köflum en hægari vindur og þurrt og
bjart NA- og A-til. Hiti 10-18 stig. 4
SYRGJA DRENGINA SÍNA Fjölskylda fj ögurra ungra palestínskra drengja, sem létust í sprengjuárás Ísraelsmanna af sjó, grét sáran við jarðarför þeirra í Gasa-borg í gær.
Ísraelar héldu áfram árásum sínum í gærmorgun eft ir skammvinnt vopnahlé í fyrradag. Eft ir níu daga blóðbað á Gasa-svæðinu nálgast tala látinna hálft þriðja hundrað
manna. Sjá síðu 10 NORDICPHOTOS/AFP
NEYTENDUR Sala á
utanlandsferðum
Íslendinga í júlí er
óvenjuleg í ár. Rign-
ingartíðin hefur
valdið því að fjöl-
margir panta sér-
ferðir út í sólina með
stuttum fyrirvara.
Þyri Kristínardóttir, sölustjóri
Heimsferða, segir rigninguna
ekki fara fram hjá sölumönnum
ferðaskrifstofunnar. „Júlí er að
verða uppbókaður sem er mjög
óvanalegt,“ segir hún. - ebg / sjá síðu 18
Moksala á utanlandsferðum:
Flýja í sólina
Í SÓLINNI
HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA „Ég hélt að
það ætti að vera kyrrð um gjald-
skrárhækkanir hins opinbera. Verið
er að hækka gjöld á fólki sem hefur
ekkert val um hvort það nýtir þjón-
ustuna eða ekki,“ segir Gylfi Arn-
björnsson, forseti ASÍ.
Þátttaka sjúklinga í kostnaði
vegna sérfræðilækna hækkaði í
byrjun mánaðarins um 4,9 pró-
sent að meðaltali. Sjúkratrygging-
ar Íslands sögðu að hækkanirn-
ar mætti fyrst og fremst rekja til
gjaldskrárhækkana sérfræðilækna.
Sjúkratryggingar sömdu við sér-
fræðilækna, sem höfðu verið samn-
ingslausir frá 2011, í byrjun janúar.
„Okkur var sagt í byrjun janúar
að samningar við sérfræðilækna
rúmuðust innan sameiginlegrar
stefnu verkalýðshreyfingarinnar,
atvinnurekenda og stjórnvalda um
stöðugleika. Að hækka gjaldskrána
nú ber ekki vott um stöðugleika,“
segir Gylfi. Almenningur sé alltaf
að borga meira og meira fyrir lækn-
isþjónustu. Gylfi segist velta því
fyrir sér hvort það sé stefna stjórn-
valda að velta öllum hækkunum í
heilbrigðiskerfinu yfir á sjúklinga.
„Þetta er enn ein blauta tuskan frá
stjórnvöldum,“ segir hann.
Kristján Guðmundsson, formaður
samninganefndar sérfræðilækna,
sagði í samtali við Fréttablaðið
þegar samningur Sjúkratrygginga
og lækna var undirritaður í janúar
að hann myndi lækka kostnað sjúk-
linga og er enn þeirrar skoðunar.
„Á undanförnum árum má segja, í
grófum dráttum, að ríkið hafi greitt
70 prósent af kostnaði við sérfræði-
læknaþjónustu en sjúklingar 30 pró-
sent. Á meðan sérfræðilæknar voru
samningslausir rukkuðu þeir auka-
gjald og það var mat manna að hlut-
fall sjúklinga í kostnaðinum væri
orðið rúm 40 prósent. Við samning-
inn lækkaði það aftur niður í 30 pró-
sent,“ segir Kristján og bætir við að
heilbrigðisráðherra ákveði hverju
sinni hversu stóran hlut sjúklingur-
inn borgar og hvernig.
Nú hafi ráðherra ákveðið að
hækka sjúklingagjaldið örlítið
en heildarverð til sérfræðilækna
breytist ekki. Þeir fái það sama í
sinn hlut og þeir fengu á fyrri helm-
ingi ársins. - jme
Enn ein blauta tuskan
Forseti ASÍ segir ríkið sé enn að hækka gjöld á fólki sem hefur ekkert val. Hann
gagnrýnir harðlega hækkun á hlutdeild sjúklinga í kostnaði vegna sérfræðilækna.
Formaður samninganefndar sérfræðilækna segir að hlutur sjúklinga hafi lækkað.
„Verið er að hækka álögur á veikt fólk í skjóli sumarfría og án
þess að tala við einn eða neinn,“ segir Halldór Sævar Guðbergs-
son, varaformaður Öryrkjabandalags Íslands, sem ætlar að óska
eftir fundi með heilbrigðisráðherra til að fá skýringar á og mót-
mæla hækkunum. Hann bendir á að komugjöld á heilsugæslu-
stöðvar hafi hækkað um 20 prósent um áramót og nú sé verið að
auka hlutdeild í kostnaði við sérfræðilæknaþjónustu um 4,9 prósent. „Læknis-
þjónusta hefur hækkað verulega á árinu og nú er nóg komið,“ segir Halldór.
Hækkað í skjóli sumarfría
Loforð um netskjól
gagnrýnt
Þingmaður telur Icebrowser ekki geta
staðið við fullyrðingu um að auka
megi netöryggi notenda með því að
beina stafrænni umferð um Ísland. 20
Flugvél nýtt í hrossasmölun
Hundrað hross sem sluppu úr gerði í
óbyggðum urðu á vegi flugmanns sem
sneri þeim við og rak inn í rétt. 2
Fleiri fá kuðungsígræðslu Meðal-
aldur heyrnarlausra hér á landi fer ört
hækkandi. 4
Nálar verði aðgengilegri Augljósir
gallar eru sagðir í vímuefnastefnunni
hér á landi. Draga þurfi úr refsistefnu. 6