Fréttablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 40
KYNNING − AUGLÝSINGÞjóðhátíð FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 20148 BRENNAN Á FJÓSAKLETTI Einn af hápunktum Þjóðhátíðar í Vestamannaeyjum er brennan á Fjósakletti á föstudagskvöldinu. Þjóðhátíð er nú haldin í 140. skiptið en elstu heimildir um brennuna eru frá árinu 1929. Á hverju ári er hefðbundnum trébrettum staflað hverju ofan á annað, samtals 55 brettahæðir, sem mynda um átta metra háan turn á Fjósaklettinum í Herjólfs- dal. Fyrr í vikunni eru brettin vírbundin svo þau hrynji ekki og á föstudeginum sjálfum eru þau olíuborin svo þau séu tilbúin fyrir brunann. Um kvöldið eru neðstu brettin bleytt aftur og á miðnætti er eldur borinn að brettastaflanum. Það er sérstakur brennukóngur sem hleypur upp brekkuna með kyndil og tendrar brennuna við mikinn fögnuð þjóðhátíðargesta. Til að halda lífi sem lengst í eldinum sjá svokallaðir „skvettarar“ um að skvetta olíu á brennuna þannig að eldurinn nái að lýsa upp dalinn sem lengst. Yfirleitt logar enn í brennunni snemma morguns þegar formlegri dagskrá lýkur. Brettunum, sem notuð eru, er safnað saman allt árið og koma þau meðal annars frá fyrir- tækjum bæjarins. Í fallegu veðri þykir brennan ein sú fegursta, ef ekki sú fegursta, sem tendruð er hérlendis. LAUGARDAGSPASSINN Af hverju ekki að fara í dagsferð til Eyja á Þjóðhá- tíð og upplifa magnaðan laugardag sem endar með ofurtónleikum Quarashi? Engin gisting og ekkert vesen! Í ár mun Þjóðhátíðarnefnd bjóða upp á laugar- dagsferð og laugardagspassa á Þjóðhátíð. Pakkinn mun kosta einungis 14.420 kr. á mann og verður einungis takmarkað magn miða í boði. Í pakkanum er innifalinn laugardagspassi í Herjólfsdal, 11.900 kr. og tvær ferðir með Herjólfi á 1.260 kr. hvor ferð. Einnig verður hægt að kaupa laugardagspassann eingöngu. Dagskráin á laugardagskvöldinu er ekki af verri endanum: Kvöldvaka, Skonrokk, Skítamórall, Mammút, Jónas Sigurðsson, John Grant, flug- eldasýning og Quarashi Hægt er að leggja af stað frá Landeyjahöfn með Herjólfi á laugardeginum kl. 13, 16 og 19. Brottför frá Eyjum er aðfararnótt sunnudags kl. 4, 6 og 8.30. Takmarkað sætaframboð er í Herjólf þessar ferðir – því skiptir máli að vera snemma á ferðinni til að tryggja sér miða! Kauptu miða á dalurinn.is Verð: 14.420 kr. aðgangsmiði með Herjólfi 11.900 kr. aðgangsmiði 1.260 kr. Ferðin með Herjólfi Brekkusöngurinn er einn af hápunktum Þjóð- hátíðar. Þeir sem ekki treysta sér til þess að vera alla hátíðina en vilja samt taka þátt í brekkusöng- num geta keypt svokallaðan sunnudagspassa. Dagskráin um kvöldið er svo ekki af verri end- anum. Klukkan 21 stíga á svið Fjallabræður ásamt Lúðrasveit Vestmannaeyja og gestum, Jónasi Sigurðssyni, Sverri Bergmann og Helga Björns. Klukkan 23.15 er brekkusöngur og á miðnætti er kveikt á blysum í brekkunni ofan við dalinn. Fyrir dansi eftir miðnætti spila Retro Stefson og Sálin. Nánari upplýsingar um passana er að finna á síðunni www.dalurinn.is SUNNUDAGSPASSINN *Dagskrá Þjóðhátíðar 2014 er birt með fyrirvara um breytingar 15:00 FÖSTUDAGUR Setning Þjóðhátíðar Þjóðhátíð sett: Sigursveinn Þórðarson Hátíðarræða: Martin Eyjólfsson Hugvekja: Séra Guðmundur Örn Jónsson Kór Landakirkju Lúðrasveit Vestmannaeyja Bjargsig: Bjartur Týr Ólafsson 14:30 Barnadagskrá á Tjarnarsviði Frjálsar íþróttir, Ungmennafélagið Óðinn Fimleikafélagið Rán Brúðubíllinn Barnaball með Páli Óskari, Páll Óskar gefur eiginhandaáritanir eftir ball 15:00 SUNNUDAGUR Létt lög í dalnum10:00 Barnadagskrá á Brekku- og Tjarnarsviði Latibær The Mighty Gareth Söngvakeppni barna, Dans á rósum 15:30 Hoppukastalar 15:30 Alltaf Gaman – Leikjaland með ýmsum leikjum fyrir alla fjölskylduna 15:00 LAUGARDAGUR Létt lög í dalnum10:00 Barnadagskrá á Brekku- og Tjarnarsviði Brúðubíllinn Latibær The Mighty Gareth 15:30 Hoppukastalar 15:30 Alltaf Gaman – Leikjaland með ýmsum leikjum fyrir alla fjölskylduna 16:30 Söngvakeppni barna, Dans á rósum Kassabílarall – hefst e tir að söngvakeppni f barna líkur Dansleikir á báðum pöllum Brekkusvið: Friðrik Dór – MC Gauti – Páll Óskar Tjarnarsvið: Dans á rósum og The Backstabbing Beatles KVÖLDVAKA Frumflutningur þjóðhátíðarlags, Jón Jónsson 100 ára afmæli Ása í Bæ Kaleo Baggalútur Páll Óskar Brenna á Fjósakletti Skálmöld 20:30 21:15 21:45 22:30 23:15 00:00 00:15 KVÖLDVAKA Dans á Rósum Sigurvegarar úr sönvakeppni barna Fjallabræður ásamt Lúðrasveit Vestmannaeyja og gestum Jónas Sigurðsson Sverrir Bergmann Helgi Björns Brekkusöngur Blys Dansleikir á báðum pöllum Brekkusvið: Retro Stefson Sálin– Tjarnarsvið: Dans á rósum, Brimnes 20:30 21:00 21:00 23:15 00:00 KVÖLDVAKA Skonrokk Skí amórallt Mammút Jónas Sigurðsson og ritvélar framtíðarinnar The Mighty Gareth John Grant Flugeldasýning Quarashi Dansleikir á báðum pöllum Brekkusvið: Skonrokk - Skítamórall Tjarnarsvið: Brimnes 20:30 21:05 21:40 22:20 23:00 23:15 00:00 00:15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.