Fréttablaðið - 07.08.2014, Síða 4

Fréttablaðið - 07.08.2014, Síða 4
7. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 14.200 manns störf-uðu við veiðar og vinnslu sjávarfangs árið 1991. Árið 2012 störfuðu 9.100 í greininni en fæst á tímabilinu 7.200 árið 2008. STJÓRNSÝSLA Umboðsmaður Alþingis hefur ritað Sigmundi Davíð Gunn- laugssyni forsætisráðherra bréf þar sem óskað er eftir því að umboðs- maður verði upplýstur um hvort ríkisstjórnin hafi samþykkt siða- reglur fyrir ráðherra. Hafi slíkt ekki verið gert óskar umboðsmað- ur eftir afstöðu forsætisráðherra til þess hvort siðareglur ráðherra sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur samþykkti árið 2011 gildi um störf núverandi ríkisstjórnar. Jafnframt er óskað eftir því að umboðsmanni verði tilkynnt um það sérstaklega ef ríkisstjórnin samþykkir slíkar reglur. Samkvæmt upplýsingum sem fengust í forsætisráðuneytinu í gær hefur ríkisstjórnin ekki sam- þykkt nýjar siðareglur. Siðareglur sem fyrri ríkisstjórn setti féllu úr gildi um leið og skipt var um stjórn. Það mun hins vegar hafa verið rætt á ríkisstjórnarfundi að fylgja siða- reglum fyrri stjórnar, á meðan nýjar reglur hafa ekki verið samd- ar. - jme Ríkisstjórnin hefur ekki samþykkt nýjar siðareglur fyrir ráðherra stjórnarinnar: Spyr um siðareglur ríkisstjórnar SAMGÖNGUR Ný brú yfir Múla- kvísl á Mýrdalssandi var vígð í gær, þremur árum eftir að hlaup eyðilagði eldri brú yfir ána. Í millitíðinni hefur verið notast við bráðabirgðabrú sem smíðuð var á sjö dögum sumarið 2011. Nýja brúin er 162 metra löng og tíu metra breið. Nýr vegur sem lagður var að henni er 2,2 kíló- metrar og 8 metra breiður. Brúar- gólfið á nýju brúnni er um tveim- ur metrum hærra en á gömlu brúnni og lágpunktar eru í veg- inum hvor sínum megin til þess að flóð af þeirri stærðargráðu sem varð í júlí 2011 taki ekki af brúna en rjúfi þess í stað veginn. - jme Nýja brúin er 162 metra löng: Ný brú yfir Múlakvísl vígð SKEMMTUN Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva verður haldin í Wiener Stadthalle í Vín- arborg í maí á næsta ári, en end- anleg ákvörðun um keppnisstað var tekin í gær. Conchita Wurst bar sigur úr býtum með lagi sínu Rise Like a Phoenix þegar keppnin fór fram í Kaupmannahöfn í maí síðast- liðnum. Varð því ljóst að keppn- in færi fram í Austurríki að ári. Þrjár borgir sóttust eftir að fá að halda keppnina. - aí Búið að finna hljómleikahöll: Söngvakeppnin verður í Vín SAMGÖNGUR Í júlí flutti Icelandair 355 þúsund farþega í millilanda- flugi og voru þeir 16 prósentum fleiri en í júlí á síðasta ári. Þetta er mesti farþegafjöldi í einum mánuði frá stofnun félagsins. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að þetta er í fyrsta sinn sem félagið flytur í einum mánuði fleiri farþega en sem nemur íbúatölu Íslands. Framboðsaukning á milli ára nam 19 prósentum og var sæta- nýting 85,9 prósent, samanbor- ið við 86,1 prósent á sama tíma í fyrra. -rkr Aldrei fleiri farþegar: Metfjöldi ferðast með Icelandair Á FERÐ OG FLUGI Farþegar Icelandair í júlí voru fleiri en sem nemur íbúafjölda Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON EKKI SETT REGLUR Ríkisstjórn Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur ekki sett sér siðareglur en notast við eldri reglur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL LÖGREGLUMÁL „Þetta er grafalvarlegt mál. Það að umboðsmaður Alþingis óski eftir því að fá nánari upplýsingar frá innanríkisráð- herra um lekamálið undirstrikar mikilvægi þess að við fáum að sjá efnislegar niður- stöður í málinu þegar þær liggja fyrir,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Sam- fylkingarinnar. Umboðsmaður Alþingis hefur ritað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkis- ráðherra bréf í framhaldi af svari ráð- herrans 1. ágúst sl. við bréfi umboðsmanns frá 30. júlí sl. Í bréfinu er óskað eftir nán- ari upplýsingum og gögnum um samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. Umboðsmaður óskar eftir svari við bréfinu eigi síðar en 15. ágúst. Árni Páll segir að það sama gildi raunar um ríkissaksóknara, þegar hann hafi lokið umfjöllun sinni um lekamálið verði menn að fá að sjá niðurstöðurnar vegna þess að það sem fólk hafi séð í blaðafregnum bendi til að gefnar hafi verið misvísandi skýring- ar á hlutunum og það sé alvarlegt. Árni Páll ítrekar þá afstöðu sína að Hanna Birna eigi að víkja tímabundið. „Það er óeðlilegt að ráðherra lögreglu- mála sitji í embætti á meðan lögreglurann- sókn er í gangi. Ég sé ekki betur en formað- ur Sjálfstæðisflokksins hafi hálfgildings tekið undir það sjónarmið í fréttum undan- farna daga,“ segir Árni Páll. Hvorki náðist í formann VG, formann þingsflokks né fyrrverandi ráðherra flokksins í gær. „Það sýnir alvarleika málsins að umboðs- maður skuli óska eftir nánari upplýsing- um frá ráðherranum,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG. Hún segir að að hennar mati eigi Hanna Birna að stíga til hliðar, það hefði hún átt að gera í upphafi málsins. „Það er aldrei of seint að verða skynsamur, ef hún stigi til hliðar núna væri það til marks um bætta dómgreind hennar,“ segir Lilja Rafney. Hún segir löngu tíma- bært að breyta þeirri hefð að ráðherrar stígi ekki til hliðar sæti þeir rannsókn. Það sé eðlilegt að bíða nið- urstöðu rannsóknarinnar, þegar hún liggur fyrir geti viðkomandi ráðherra metið stöðu sína. „Hefðin hér er önnur en það er kominn tími til að breyta þessu. Þó að ráðherra stígi til hliðar um stund þarf það ekki að vera neinn end- anlegur dómur yfir honum eða hans ferli,“ segir Lilja Rafney. johanna@frettabladid.is Umboðsmaður vill nánari skýringar í lekamálinu Formaður Samfylkingarinnar segir að það undirstriki mikilvægi lekamálsins að umboðsmaður vilji nánari skýringar. Þingmaður VG segir að þótt ráðherra víki um stund þurfi það ekki að vera endanlegur dómur. LILJA RAFNEY MAGNÚSDÓTTIR Það er óeðlilegt að ráðherra lögreglumála sitji í embætti á meðan lögreglurannsókn er í gangi. Ég sé ekki betur en formaður Sjálfstæðis- flokksins hafi hálfgild- ings tekið undir það sjónarmið í fréttum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar VILL SKÝRARI SVÖR Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir nánari skýringum frá innanríkisráðherra varðandi lekamálið. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ H VÍ TA H Ú SI Ð / S ÍA Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá BEST VESTANLANDS Veðrið verður hagstæðast fyrir vestanvert landið næstu daga og fram á helgi, en norðaustanátt ríkir enn með vætu einkum um austanvert landið en bjartara og mildara veðri suðvestan og vestan til. 11° 9 m/s 15° 6 m/s 15° 6 m/s 14° 13 m/s 5-10 m/s. 3-8 m/s. Gildistími korta er um hádegi 28° 33° 23° 24° 22° 23° 22° 23° 23° 26° 25° 31° 31° 31° 25° 25° 23° 24° 13° 8 m/s 12° 12 m/s 12° 6 m/s 12° 7 m/s 13° 5 m/s 16° 7 m/s 10° 6 m/s 15° 15° 9° 9° 13° 14° 12° 13° 10° 14° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur LAUGARDAGUR Á MORGUN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.