Fréttablaðið - 07.08.2014, Síða 28

Fréttablaðið - 07.08.2014, Síða 28
FÓLK|TÍSKA VEL KLÆDDIR HLAUPARAR Hluti hlaupahópsins ásamt mökum í lopapeysum og með trefla. Kristrún er í einlitri peysu fyrir miðju. MYND/ÚR EINKASAFNI Gamall kjarni í hlaupahópi Snælands-skóla í Kópavogi hefur komið á skemmtilegri hefð innan hóps- ins. Þegar meðlimur hópsins á stór- afmæli prjóna hinir peysu handa afmælisbarninu. Að sögn Krist- rúnar Hjaltadóttur, eins félaga í hópnum, má rekja hefðina til þess að ein í hópnum átti sextugs- afmæli fyrir nokkrum árum. „Okkur fannst tilvalið að prjóna lopapeysu handa henni enda hafði hún sjálf látið þau orð falla að hana bráðvantaði eina slíka. Upphaflega átti þetta bara að vera ein peysa en vinnuferlið var svo skemmtilegt, auk þess sem peysan vakti mikla lukku, þannig að ekki kom annað til greina en að endurtaka leikinn þegar næsta stórafmæli nálgaðist. Og nú eru peysurnar orðnar sex.“ Upphaf hlaupahópsins má rekja til leikfimitíma á vegum foreldra- félagsins í Snælandsskóla þar sem Kristrún starfar. „Með þátttöku nokk- urra í Reykjavíkurmaraþoninu styrkt- ust tengsl þeirra enn meir og leiddu til náinnar vináttu sem síðar náði til eiginmanna þeirra. Annað sameigin- legt áhugamál sömu kvenna var og er prjónaskapur.“ Vinnuferlið er þannig að hópurinn hittist án afmælisbarnsins og leggur línurnar með snið og liti. Efnisvalið er alltaf það sama en peysurnar eru unnar úr íslenskum plötulopa og einbandi. „Við leggjum áherslu á fjöl- breytileikann og því eru peysurnar ólíkar í sniði og litum. Síðan hjálp- umst við allar að við að prjóna þann- ig að hver peysa er jafnvel prjónuð af átta konum. Að lokum fær svo peysan lógó sem myndað er úr upphafsstöfum þeirra sem að verkinu koma.“ Eiginmenn hlaupakvennanna eru heldur ekki skildir út undan. Þegar þeir verða sextugir fá þeir prjónaðan trefil í afmælis- gjöf frá hópnum. „Þemað í treflunum er það sama og engir tveir treflanna eru eins. Hingað til höfum við prjónað sex trefla.“ Þessi hefð hefur eðlilega vakið athygli og kannast Kristrún ekki við að aðrir hlaupahópar búi yfir svipaðri hefð. „Peysurnar hafa vakið verðskuld- aða athygli enda er einstaklega gaman að klæðast peysu sem hönnuð er og prjónuð af mörgum góðum vinkonum.“ Þessi kjarni hittist þrisvar í viku og hleypur saman. „Þar vegur félagsskap- urinn þungt. Hlaupin eru holl og góð útivera og við hlaupum í hvaða veðri sem er. Þau veita svo sannarlega góða hvíld frá hvers- dagslegu amstri.“ HLAUPAGARPAR PRJÓNA PEYSUR SKEMMTILEG HEFÐ Konurnar í Snælandsskokkhópnum prjóna lopapeysu handa meðlimum sem verða sextugir. Hver peysa hefur sérstakt útlit. Victoria Beckham ætlar að selja yfir 600 flíkur til styrktar hjálparsamtökunum Mothers2mothers. Þær verða boðnar upp á sölusíðunni The Outnet frá 20.-25. ágúst með stuðningi uppboðsfyrirtækis- ins Christie’s Mothers2mothers-samtökin vinna með HIV-smituðum mæðrum í Suður- Afríku með það að markmiði að draga úr líkum á áframhaldandi smiti, og þá sérstaklega til barna þeirra. Victoria heimsótti konurnar fyrr á þessu ári og varð fyrir miklum áhrifum. „Í kjölfarið ákvað ég að leggja mitt af mörkum til að styrkja samtökin.“ Victoria hefur að undanförnu farið gaumgæfilega í gegnum fataskápinn. „Ég hef velst um af hlátri enda vekja margar flíkurnar upp skemmtilegar minningar. Margar þeirra hafa verið sérstaklega hann- aðar fyrir mig og ég hef notið þess að klæðast þeim. Nú finnst mér hins vegar kominn tími til að aðrir fái að njóta þeirra,“ segir Victoria. „Við völdum að fara í samstarf við The Outnet enda hefur síðan gríðarlega útbreiðslu um allan heim sem er jafnframt frábær leið til að vekja athygli á Mothers2mothers.“ Victoria mun bæði selja fatnað og fylgi- hluti. Þarna verða kjólar, kápur, dragtir, hattar, skór, töskur, skíðaföt og skart. Þeir sem vilja taka þátt í uppboðinu þurfa að skrá sig á theoutnet.com/vbcharitysale. VICTORIA OPNAR FATASKÁPINN Tískugyðjan Victoria Beckham ætlar að selja yfir 600 flíkur úr eigin fataskáp til styrktar hjálparsamtökunum Mothers2mothers. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is ÚTSALAN í fullum gangi enn meiri verðlækkun 50% afsláttur af öllum útsöluvörum (reiknast af upphaflegu verði) Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 Útsalan í fullum gangi enn meiri verðlækkun 50% afsláttur af öllum útsöluvörum (reiknast af upphaflegu verði) Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 my style Stærðir 38-52 Opið virka daga kl . 11–18. Opið laugardaga k l. 10–15. Kí ki ð á m yn di r o g ve rð á F ac eb oo k Laugavegi 178 (Bolholtsmegin) | Sími 555 1516 Verð áður: Verð nú: Pils 6.900 kr. 3.450 kr. Pils 13.900 kr. 6.950 kr. Buxur 6.900 kr. 3.450 kr. „Pleðurbuxur“ 8.900 kr. 4.450 kr. Kjóll 7.900 kr. 3.950 kr. Kjóll 11.900 kr. 5.950 kr. Flíspeysa 8.900 kr. 4.450 kr. Kvarterma bolur 4.900 kr. 2.450 kr. Peysujakki 11.900 kr. 5.950 kr. Toppur 3.900 kr. 1.950 kr. Gerið góð kaup á góðum fatnaði á MJÖG góðu verði.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.