Fréttablaðið - 07.08.2014, Page 36

Fréttablaðið - 07.08.2014, Page 36
7. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 28 „Ég þekkti ekkert til verka Guðrún- ar fyrr en fyrir þremur árum þegar ég var fenginn til að halda erindi um Dalalíf á málþingi um hana í Ketilási,“ segir Hallgrímur Helga- son rithöfundur spurður hvern- ig það hafi komið til að hann varð nokkurs konar talsmaður Guðrún- ar frá Lundi. Í nýrri endurútgáfu á skáldsögu hennar, Afdalabarni, skrifar Hallgrímur eftirmála og mynd hans af Guðrúnu prýðir for- síðuna. Hann segir áhugann á verk- um hennar hafa vaknað eftir lestur Dalalífs. „Það var mjög ánægjuleg reynsla sem kom mér á óvart og opnaði nýjan heim fyrir mér. Hún er æðislegur höfundur og vanmetin enn í dag, því miður.“ Spurður hvað það sé sem geri verk Guðrúnar góð er Hallgrímur fljótur að svara. „Hún nær alltaf heljartökum á lesandanum, maður getur ekki hætt að lesa. Svo er þetta náttúrulega mjög dýrmæt innsýn í gamlan tíma fyrir utan það að hún er meistari í persónusköpun. Persónurnar tala hver sitt tungu- mál og hún nær að skapa fólk sem er eftirminnilegt. Umfjöllunarefn- in eru klassísk; ástir, sorgir, inni- lokunarkenndin í dalnum og þráin eftir að komast burt en hræðslan við nútímann heldur aftur af fólki. Allt umfjöllunarefni sem standast tímans tönn.“ Hallgrímur segir í eftirmála sínum að Afdalabarni að sagan sé nánast tilbúið handrit að kvikmynd. „Þessi bók er ólík Dalalífi að því leyti að hún er mjög stutt og hnit- miðuð, frekar vel upp byggð og það er áberandi hvað klisjan um Guð- rúnu sem höfund sem teygir lopann er röng. Hún þvert á móti fer gífur- lega hratt yfir og framvindan hjá henni er eins og skilvinda sem hún stendur við og snýr og snýr þannig að lesandinn þeytist áfram.“ Bækur Guðrúnar frá Lundi hafa lengi verið nánast ófáanlegar og bið eftir þeim á bókasöfnum ansi löng. Hallgrímur segist því fagna því að farið sé að gefa verk henn- ar út aftur. „Þegar ég var að fara að lesa Dalalíf reyndi ég að fá hana á bókasafni en þar voru óralangir biðlistar þannig að lokum fann ég hana á svörtum markaði. Það var eins og ég væri að kaupa dóp. Maðurinn sem seldi mér org- inal-útgáfuna sagðist verða á hvít- um sendibíl og bað mig að hitta sig fyrir utan Snælandsvídeó með greiðsluna í reiðufé. Það er gott dæmi um hversu erfitt hefur verið að nálgast bækur hennar og þess vegna er mjög gaman að það skuli verið að endurútgefa fleiri bækur hennar en Dalalíf. Maður var hræddur um að hinar bækurn- ar væru lélegar en það kom mér ánægjulega á óvart hvað Afdala- barn er góð.“ fridrikab@frettabladid.is Eins og að kaupa dóp Skáldsaga Guðrúnar frá Lundi, Afdalabarn, hefur verið endurútgefi n. Mynd af skáldkonunni eft ir Hallgrím Helgason prýðir forsíðuna auk þess sem hann skrifar eft irmála. Hvað er það sem hrífur hann við verk Guðrúnar? HALLGRÍMUR HELGASON: „Hún er æðislegur höfundur og vanmetin enn í dag, því miður.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ➜ Kápumyndin á Afdala- barni er hluti af málverki af Guðrúnu sem Hall- grímur málaði. GUÐRÚN FRÁ LUNDI Óperukórinn og Söngskólinn í Reykja- vík efna til óperutónleika í Hörpu 6. og 7. september næstkomandi en þá verð- ur La traviata eftir Giuseppe Verdi flutt í konsertformi. La traviata er ein af þremur vinsæl- ustu óperum sögunnar og er byggð á skáldsögunni um Kamelíufrúna eftir Alexandre Dumas yngri. Kamelíufrú- in Marie Du plessis, sem heitir Violetta í óperunni, hafði verið ástkona Dumas. Verdi sá Kamelíufrúna leikna í París vorið 1852 og fáeinum mánuðum síðar hafði hann samið óperuna La traviata og var hún frumsýnd í Feneyjum 1853. Flytjendur La traviata nú eru Óperu- kórinn í Reykjavík ásamt einsöngvur- um og sinfóníuhljómsveit undir stjórn Garðars Cortes. Í aðalhlutverkum eru Þóra Einarsdóttir sem er Kamel- íufrúin Violetta, Garðar Thór Cortes er ástmaður hennar, Al fredo, Berg- þór Pálsson er Giorgio Germont, faðir Alfredos, og Viðar Gunnarsson er Grenville, læknir Violettu. „La trav- iata er afar heillandi verk og við erum mjög stolt af að setja það upp með sannkölluðu stórliði óperusöngvara í Hörpu. Það er spennandi að setja La traviata upp í konsertformi og það er mikil tilhlökkun hjá tónlistarfólkinu. Tilefnið er ekki síst 40 ára afmælis- gleðskapur Söngskólans í Reykjavík og Óperukórsins,“ segir Garðar Cortes, stjórnandi sýningarinnar. - fsb Stórlið óperusöngvara í La traviata Garðar Cortes stjórnar hópi af stórsöngvurum í konsertuppfærslu á hinni vinsælu óperu. „Við þekkjumst allar og komumst að því að við deilum áhuga á að hætta að henda hlutum og að finna þeim nýtt hlutverk. Þegar ein okkar, Halldóra Björg Sævarsdóttir, stakk upp á að halda sýningu þar sem endurhönnun væri í fyrirrúmi þá fannst okkur það upplagt,“ segir Eygló Antonsdóttir, ein af fimm konum sem sýna í Amtsbóka- safninu við Brekkugötu 17 á Akureyri út þennan mánuð. Hinar eru Halla Birgis dóttir, Helga Björg Jónasardóttir, Jónborg Sigurðardóttir og fyrrnefnd Halldóra Björg. Fjórar eru myndlistarskólagengnar, ein einnig hönnuður og ein hefur lært mósaíkgerð á Ítalíu. Eygló segir sýninguna fjölbreytta. Sjálf er hún þar með drauma- fangara og teiknimyndasögur og er beðin að skýra þá list fyrir les- endum. „Indíánar fældu burtu vonda drauma með draumaföngurum úr skinnum, fjöðrum og fleiru en ég nota afganga af gluggatjöldum, blúndum, perlum og ýmsu sem ég er að endurnýta. Teiknimyndasög- urnar eru klippur úr gömlum teiknimyndabókum sem ég flétta saman á nýjan hátt og set í ramma. Þar er allavega fólk með ólík svipbrigði eins og í lífinu sjálfu.“ Sýningin stendur til 31. ágúst og er opin á afgreiðslutíma safnsins frá 10 til 19 alla virka daga. gun@frettabladid.is Gaman að nýta gamla hluti á nýjan máta Á Amtsbókasafninu á Akureyri sýna fi mm konur hvernig notaðir hlutir, föt og umbúðir geta breyst í list og nytjahluti. Eygló Antonsdóttir er ein kvennanna. LISTAKONA Eygló innan um draumafangara sem bærast létt í glugganum. MYND/AUÐUNN NÍELSSON MÓSAÍK Hér er borðbúnaður kominn í nýjan búning. M YN D /Ó PERU KÓ RIN N GUÐRÚN FRÁ LUNDI Kápumyndin er hluti af málverki sem Hallgrímur málaði af Guðrúnu. MENNING

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.