Fréttablaðið - 07.08.2014, Side 50

Fréttablaðið - 07.08.2014, Side 50
7. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 42 FÓTBOLTI Mist Edvardsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður Vals, greindist með krabbamein í eitlum fyrr á árinu en hefur ekki látið það stoppa sig í boltanum því hún hefur náð að spila og æfa á fullu meðfram því að vera í lyfjameðferð. Mist hefur spilað 814 af 990 mögulegum mín- útum í boði hjá Valsliðinu í Pepsi- deildinni í sumar og var aðeins búin að missa úr 24 mínútur þegar hún fékk rautt spjald í leik á móti Þór/KA á dögunum. „Ég hafði náð að spila alla leiki þangað til að Garðar Örn tók sig til og sendi mig í bann,“ segir Mist í léttum tón en það var Rauði baróninn Garðar Örn Hinriksson sem gaf henni rauða spjaldið á 28. mínútu í leiknum við norðanstúlk- ur. Mist missti þar með af sínum fyrsta deildarleik í síðustu umferð þegar hún tók út leikbann í leik á móti Aftureldingu. Spilar og æfir á fullu „Mér hefur tekist að spila og æfa á fullu. Ég finn aðeins fyrir þessu þegar þetta er orðið erfiðara en ég er heppin að vera miðvörður og þurfa ekki að hlaupa eins mikið og miðjumennirnir. Ég finn helst mun á því að formið er aðeins verra,“ segir Mist. Hún er á fullu í lyfjameðferð og fram undan er fyrsta vísbending um það hvernig gengur. „Þetta gengur þokkalega. Ég er búin með fjórar lyfjagjafir af sextán og er að fara aftur út til Danmerkur í jáeindaskönnun númer tvö sem er fyrsta myndataka eftir að ég byrj- aði í lyfjagjöfinni. Ég fer í það í næstu viku og þá kemur í ljós hver staðan er á þessu því þá fær maður að vita það svart á hvítu hvernig það gengur allt,“ sagði Mist um stöðu mála hjá sér. Heppin ef hún gæti æft Það að dómarinn hafi stoppað hana en ekki lyfjagjöfin er til marks um hinn mikla viljastyrk og ákveðni sem þessi öflugi leikmaður býr yfir. „Mér var sagt áður en ég byrjaði í lyfjameðferðinni að ég yrði heppin ef ég gæti æft og ég yrði örugglega að hætta að spila strax. Ég hef ekki ennþá fundið neitt þannig fyrir því. Ég æfi á fullu og spila bara. Það er algjör snilld. Þrjóskan hjálpar samt örugglega til,“ viðurkennir Mist. Skönnun í Danmörku Mist þarf að fara til Danmerkur í næstu viku og missir hugsanlega af einum leik vegna þess. „Ég fer í þriggja daga ferð til að fara í skönnunina og kem heim sama dag og við spilum á móti Blikum. Ég veit ekki hvort ég verð með í þeim leik en eins og staðan er núna þá tek ég þetta bara einn dag í einu. Ég ætla samt að vera með þangað til líkaminn segir stopp og vonandi gerir hann það ekkert,“ segir hún. Mist hefur ekki misst af leikj- um eða mörgum æfingum en hárið þurfti hins vegar að fjúka. „Það var farið að þynnast svo rosalega á mér hárið. Ég fór að finna fyrir því fyrir tveimur til þremur vikum að hárið var farið að losna rosalega mikið. Það var orðin algjör pína að fara í sturtu því það komu bara hárboltar úr burstanum þegar ég var að greiða mér,“ segir Mist sem lét taka hárið í byrjun vikunnar. „Ég gerði samning við sjálfa mig um að þrauka fram yfir versl- unarmannahelgi og pantaði svo bara tíma hjá vinkonu minni í klippingu í fyrsta tíma eftir versl- unarmannahelgi,“ segir Mist. Fær stuðning úr öllum áttum Hún hefur alltaf verið tilbúin að ræða baráttu sína opinberlega og hún hefur fengið góð viðbrögð við því. „Það hjálpar mér bara í þessari baráttu og ég er fyrir vikið að fá stuðning úr öllum áttum,“ segir Mist að lokum. Næsti leikur Valsliðsins er á móti ÍA í kvöld sem verður fyrsti leikur miðvarðarins með nýju klippinguna sína. ooj@frettabladid.is. Dómarinn stöðvaði Mist en ekki lyfj agjöfi n Mist Edvardsdóttir hefur aðeins misst af einum leik þrátt fyrir að vera í lyfj ameðferð vegna eitlakrabba- meins og það var vegna leikbanns. Hárið varð að fj úka en Mist er staðráðin í því að klára tímabilið. HÁRIÐ FARIÐ Mist Edvardsdóttir sýndi nýju hárgreiðsluna sína á Fésbókinni í vikunni. MYND/ÚR EINKASAFNI FÓTBOLTI „Þessu fylgir alltaf sama góða tilfinningin – það er því miður bara alltof langt síðan ég upplifði þetta,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Kristianstad í sænsku úrvalsdeild- inni í fótbolta, við Fréttablaðið um bikarúrslitaleikinn gegn Linköp- ing í kvöld. „Ég hef ekki verið mikið í úrslitaleikjunum síðan ég flutti til Svíþjóðar,“ segir hún og hlær við, en Elísabet bjó til nær ósigrandi Valslið sem varð Íslandsmeistari þrisvar í röð og tvisvar til viðbót- ar undir stjórn aðstoðarþjálfara hennar, Freys Alexanderssonar, eftir að hún fór út. „Það eru alveg átta ár síðan ég vann bikarúrslitaleik þannig að það er tími til kominn,“ bætir hún við. Kristianstad mætir sem fyrr segir Linköping, sem er fyrir fram talið sterkari aðilinn. Leið Kristian stad í úrslitin hefur þó verið flott, en það vann næstbesta lið deildarinnar, KIF Örebro, í undanúrslitum. „Við erum lítið félag á sænskan mælikvarða og þetta er stærsti leikur sem okkar félag hefur spil- að. Örebro vann Rosengård í átta liða úrslitum, en við áttum góðan leik í undanúrslitum og unnum þær. Það er alltaf skemmtilegra að komast í úrslit með því að vinna góð lið á leiðinni,“ segir Elísa- bet. Hvernig metur hún möguleika sinna stúlkna? „Bikarúrslitaleikur er alltaf bikarúrslitaleikur. Mín upplifun er að leik- menn gefa alltaf meira en þeir eiga í þannig leik þannig að mögu- leikarnir hljóta að teljast jafnir fyrir bæði lið. Linköping er samt sterkara á pappírnum.“ Sif Atladótt- ir, Elísa Við- arsdóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir eru á mála hjá Kristianstad og leika lykilhlut- verk hjá liðinu. Þá var markavél- in Margrét Lára Viðarsdóttir í her- búðum Kristian- stad áður en hún tók sér frí vegna barneigna. „Þær eru allar búnar að standa sig mjög vel. Við erum að spila varnarleikinn vel og halda hreinu í helmingi leikjanna í deildinni. En eftir að við misstum Margréti erum við að skora of lítið. Sif verður svo ekki með í bikarúrslit- unum vegna meiðsla. Það er nánast öruggt,“ segir Elísabet. Svíar hafa lengi þótt sérstakir þegar kemur að móta- fyrirkomulagi og engin breyting er á því þegar kemur að bikarúrslita- leiknum á morg- un. Hann fer nefni- lega fram á heimavelli Linköping. Ástæðan? „Þetta er þannig að liðið sem hefur spilað færri heima- leiki á leiðinni í úrslit- in fær heimaleik. Liðin spiluðu jafn- marga heimaleiki þannig að það var kastað upp á þetta,“ segir Elísabet, en Linköping er um fjög- urra tíma keyrsla frá Kristianstad. „Þetta er svolítið kjánalegt. Við reiknum því miður ekki með neitt mörgum frá okkur á leiknum, en vonumst eftir svona 100 manns.“ Leikinn má sjá í beinni útsend- ingu á sænska ríkissjónvarpinu annað kvöld, en hann hefst klukk- an 17.00. tomas@365.is Spila úrslitaleik bikarkeppninnar á útivelli Íslendingaliðið Kristianstad spilar stærsta leikinn í sögu félagsins undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur. ÍSLENSKU STELPURN- AR Í KRISTIANSTAD ELÍSABET GUNNARSDÓTTIR 37 ára þjálfari Hefur þjálfað Kristianstad frá 2009. SIF ATLADÓTTIR 29 ára fyrirliði og varnarmaður 11 leikir í sænsku deildinni í sumar ELÍSA VIÐARSDÓTTIR 23 ára varnarmaður 11 leikir í sænsku deildinni í sumar GUÐNÝ BJÖRK ÓÐINSDÓTTIR 25 ára miðjumaður 8 leikir í sænsku deildinni í sumar VANN BIKARINN 2006 Elísabet Gunnarsdóttir gerði Valskonur einu sinni að bikar- meisturum. FÓTBOLTI Seinni leikur FH og Elfsborgar frá Svíþjóð í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar fer fram á Kaplakrikavelli í kvöld. Þrátt fyrir 4-1 tap í fyrri leikn- um ytra sér Heimir Guðjóns- son, þjálfari FH, sóknarfæri í leiknum: „Við spiluðum að mörgu leyti góðan leik úti í Svíþjóð, en við misstum einbeitinguna undir lokin og gerðum mistök sem þeir refsuðu okkur fyrir. Það eru ákveðnir veikleikar í varnar- leiknum hjá Elfsborg sem við þurfum að nýta okkur í kvöld og svo þurfum við að verjast mjög vel sem lið,“ sagði Heimir. Hann bætti við að FH-ingar gætu tekið ýmislegt jákvætt út úr fyrri leiknum, en FH-ingar höfðu í fullu tré við Svíana lengst af. Aðspurður hvort FH-ingar ætli að breyta uppleggi sínu fyrir leikinn í kvöld, í ljósi þess að þeir þurfa að skora a.m.k. þrjú mörk, sagði Heimir: „Við munum gera breyt- ingar á milli leikja. Það er alveg á hreinu.“ - iþs Heimir gerir breytingar MARKAHÆSTUR Atli Guðnason hefur bæði skorað flest Evrópumörk FH í sumar og í sögunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Guðmundur B. Ólafs- son, formaður HSÍ, og Davíð Gíslason, varaformaður HSÍ, sátu tveggja tíma fund með Hassan Moustafa, formanni Alþjóðahand- knattleikssambandsins, í höfuð- stöðvum IHF í Basel í gær. Vara- formaður IHF og mótastjóri sátu einnig fundinn. „Þau ætla að skoða það sín megin hvort hægt sé að finna lausn á einhverju af því sem við veltum upp. Það hefur verið í umræðunni að fjölga liðum á HM og svo kemur enn til greina að leysa úr þessum ágreiningi fyrir dómstólum,“ sagði Guðmundur við Fréttablaðið eftir fundinn. „Þau vildu skoða þetta en svöruðu okkur ekki af eða á. Við ætlum að gefa þeim nokkra daga til að svara okkur,“ sagði Guð- mundur B. Ólafsson. - tom Moustafa gaf engin svör FORMAÐURINN Guðmundur B. Ólafs- son sat fund með IHF. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SUND Jón Margeir Sverrisson (100 metra bringusund), Thelma Björg Björnsdóttir (50 metra skriðsund) og Kolbrún Alda Stef- ánsdóttir (100 metra bringusund) settu öll Íslandsmet þegar þau syntu í úrslitum á þriðja keppnis- degi á Evrópumeistaramóti fatl- aðra í sundi í Hollandi í gær. Thelma Björg og Kolbrún Alda settu líka Íslandsmet í undanrás- unum og Kolbrún Alda náði einn- ig að setja Íslandsmet með því að ná flottum millitíma í 50 metra bringusundi og setti því alls þrjú Íslandsmet í gær. Það féllu því alls sex Íslandsmet í gær. Jón Margeir náði aftur á móti besta árangri þeirra þriggja með því að ná fjórða sætinu í 100 metra bringusundi. - óój Öll settu met

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.