Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.08.2014, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 08.08.2014, Qupperneq 10
8. ágúst 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 ÚTSALA 25-60% afsláttur ÍRAK Herskáir íslamistar úr samtök- unum Íslamska ríkið hafa síðustu dagana herjað á íbúa í norðvestan- verðu Írak. Meðal annars hafa þeir náð Karakosh, stærstu borg krist- inna Íraka, á sitt vald, og sömuleið- is borginni Sindsjar, helstu borg Jasída-þjóðflokksins, sem aðhyllist ævaforn trúarbrögð. Íbúarnir hafa flúið tugþúsund- um saman upp á fjallið Sindsjar, sem er heilagt fjall í augum Jasída. Allt að 50 þúsund Jasídar eru tald- ir vera fastir uppi á fjallinu, matar- og vatnslitlir, og hafa bæði börn og veikburða gamalmenni látist af næringarskorti. Bandarísk stjórnvöld skoða nú hvort varpa eigi matvælum og öðrum nauðsynjum niður til fólks- ins úr flugvélum. Íslamistarnir virðast einnig hafa náð Mosulstíflunni, stærstu stíflu landsins, á sitt vald, en hún er skammt frá borginni Mosul. Stíflan gegnir mikilvægu hlutverki við að útvega íbúum landsins bæði vatn og rafmagn, en er jafnframt hættuleg öllum sem búa fyrir neðan hana taki uppreisnarmenn upp á því að eyði- leggja hana. Stíflan hefur lengi verið veik- burða og það eitt að hætta nauðsyn- legu viðhaldi gæti þýtt að hún brysti með þeim afleiðingum að vatnsflóð mikið þeyttist niður yfir byggðina. Næststærsta stífla landsins, Hadithastíflan, hefur einnig nokkr- um sinnum fallið í hendur hinna herskáu íslamista. Þá gerðu íslamistar sjálfsvígs- árás í höfuðborginni Bagdad í gær, og kostaði hún hátt á annan tug manna lífið. Einnig sprengdu þeir tvær bílasprengjur í Kirkuk, höfuð- borg Kúrdahéraðsins í norðanverðu Írak, með þeim afleiðingum að hátt á annan tug manna létu þar einnig lífið. Samtökin Íslamskt ríki hafa á síðustu mánuðum náð stórum hluta Íraks á sitt vald, en einnig hafa þeir nokkuð stór svæði í Sýrlandi á sínu valdi. gudsteinn@frettabladid.is Tugir þúsunda sitja fastir á helgu fjalli Herskáir íslamistar hafa náð nokkrum borgum og þorpum í norðvestanverðu Írak á sitt vald. Íbúarnir hafa flúið tugþúsundum saman og hafast margir við uppi á Sindsjarfjalli, þar sem lítið er um vatn og næringu, og komast hvergi. FLÚNAR AÐ HEIMAN Jasídakonur bíða átekta í bænum Dohuk, en þær flúðu frá borginni Sindsjar eftir að uppreisnarmenn náðu henni á sitt vald. NORDIPHOTOS/AFP SAGA „Það var alveg magnað að standa í skyttuturninum og hafa 360 gráðu sýn. Magnað,“ segir Hjálmar Árnason, framkvæmda- stjóri Keilis, sem varð þeirrar ánægju aðnjótandi í gær að sitja um borð í annarri af tveimur sprengjuflugvélum af Lancaster- gerð sem til eru í flughæfu ástandi í heiminum. „Manni verður ósjálfrátt hugs- að til styrjaldarinnar og setur sig í spor mannanna sem lögðu mikið á sig um borð í þessum fljúgandi virkjum. Yfir þrjú þúsund voru skotnar niður með tilheyrandi mannfórnum,“ bætir Hjálmar við spurður vistina um borð. Lancaster-vélin hafði hér við- komu í gær á ferð sinni yfir Atl- antshafið frá Kanada til Bretlands. Ferðin er til að heiðra minningu breskra hermanna sem létu lífið í síðari heimsstyrjöldinni. Það er ekki ofsagt að Lancaster- vélarnar hafi gegnt lykilhlutverki í hernaði Breta eftir 1941. Sú saga á sér þó tvær hliðar, fórnir flug- liðanna en ekki síður skuggahlið sprengjuárása bandamanna á Þýskaland sem hafa frá stríðslok- um verið gagnrýndar. - shá Fræg herflugvél hafði viðkomu á Íslandi: Flug til heiðurs her- mönnum sem féllu FLÝGUR ENN Útsýnið úr byssuturni vélarinnar er tilkomumikið. MYND/HJÁLMAR ÁRNASON STJÓRNSÝSLA Ragnar Aðalsteins- son, lögmaður Cardew-fjölskyld- unnar, hefur sent greinargerð til innanríkisráðneytisins vegna ákvörðunar Þjóðskrár Íslands um að synja Harriet Cardew um vegabréf. Foreldrar Harrietar kærðu úrskurð Þjóðskrár fyrr í sumar. Í greinargerðinni segir að í lögum nr. 136/1998 sé kveðið á um að hver Íslendingur eigi rétt á að fá útgefið vegabréf. Þjóðskrá hafi því ekki haft lagaheimild til að neita Harriet um vegabréf og þar með svipta hana ferðafrelsi. Jafnframt segir að nöfn manna séu hluti af sjálfsmynd þeirra sem vernduð sé með ákvæðum stjórnarskrár um friðhelgi og mannréttindasáttmála Evrópu sem Ísland er aðili að. Þar kemur einnig fram að útlendingar geti fengið íslenskt ríkisfang og þá haldið nöfnum sínum. Að neita Harriet um vega- bréf sé því brot á jafnræðisreglu stjórnarskrá. Í greinargerðinni er fullyrt að ákvörðun mannanafnanefnd- ar um að hafna nafninu Harriet eigi sér ekki lagastoð. Nafnið taki bæði eignarfallsendingu og eigi sér tæplega aldarlanga sögu hér á landi en nafnið var fyrst skráð hér á landi árið 1928. Innanríkisráðuneytið mun úrskurða um hvort ákvörðun Þjóðskrár hafi staðist lög en ekki hafa fengist upplýsingar um hve- nær málið verður tekið fyrir. -ih Ragnar Aðalsteinsson telur Þjóðskrá ekki mega neita Harriet um vegabréf: Segir Þjóðskrá brjóta stjórnarskrá BJÖRGUN Harriet fékk breskt neyðar- vegabréf svo fjölskyldan kæmist í frí til Frakklands fyrr í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bæjarráð Fjallabyggðar ályktaði fyrr í vikunni að gera þyrfti átak vegna neyslu og sölu fíkniefna í Fjallabyggð svo bæjarfélagið yrði ekki „griðastaður fyrir fíkniefna- sala“. Daníel Guðjónsson, yfirlög- regluþjónn á Akureyri, segir: „Við höfum fengið kvartanir frá íbúum yfir ákveðnum einstaklingum á svæðinu. Við munum koma til með að skoða það. Á þessu svæði er fólk sem hefur áður komið við sögu lög- reglu og við þekkjum til.“ - skó Bæjarráð vill losna við dóp: Áhyggjur vegna fíkniefnasölu LÖGREGLUMÁL Ökumaður bifhjóls mældist á 220 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarks- hraði er 90 kílómetrar á klukku- stund á Jökuldal í gær. Hann féll af hjólinu og var sjúkraflutn- ingabíll kallaður á vettvang sem flutti hann á Heilbrigðisstofnun Austur lands á Egilsstöðum. Maðurinn reyndist lítið slas- aður og var að lokinni skoðun fluttur á lögreglustöðina á Egils- stöðum þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. - rkr Sviptur ökuréttindum: Féll af bifhjóli á miklum hraða LÖGREGLUMÁL Tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um 41 prósent í júlí miðað við sama tímabil síðustu þriggja ára. Átta kynferðisbrot voru tilkynnt til lögreglu í mánuðinum. Þá hefur fíkniefnabrotum fjölg- að um 44 prósent samanborið við sama tímabil síðustu þriggja ára, en fíkniefnabrot í júlí voru 122. Þetta kemur fram í nýútkom- inni skýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um helstu afbrot sem tilkynnt hafa verið til lögreglu. - rkr Fíkniefnabrotum fjölgar: Færri tilkynnt kynferðisbrot DÝRALÍF Hrefnuveiðimenn hafa ekkert haft sig í frammi við að knýja á um veiðileyfi á hnúfubaki eins og rætt var um í fyrrasumar. „Ef þessi umræða kemur upp þá auðvitað tökum við þátt í henni en mér skilst að það sé engin vinna í gangi,“ segir Gunn- ar Jónsson, framkvæmdastjóri Hrefnuveiðimanna. „Menn eru líklega ekkert spenntir fyrir því að rugga þess- um báti,“ segir Gunnar. - jse Hrefnuveiðimenn doka við: Hnúfubaksveið- ar settar í súr HNÚFUBAKUR VEIFAR SPORÐI Þessi virðist vera að fagna því að umræðan um hnúfubaksveiðar skuli vera sett í súr. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÍNA Andófsmaður látinn laus Einn þekktasti mannréttindalögmaður Kínverja, Gao Zhisheng, var látinn laus úr fangelsi í gær en yfirvöld þar í landi eru talin fylgjast áfram grannt með honum. Gao hefur oft gagnrýnt ríkisstjórn Kína fyrir mannréttindabrot. Hann var tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels árið 2008.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.