Fréttablaðið - 08.08.2014, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 8. ágúst 2014 | SKOÐUN | 15
Grein Silju Daggar Gunnarsdótt-
ur, þingkonu Framsóknarflokksins,
„Áfengi er engin venjuleg söluvara“,
var alls ekki slæm. Silja Dögg gerir
til dæmis ekki tilraun til að halda
því fram, eins og margir, að verðið
muni stórhækka og dreifingin versna
við afnám ríkiseinokunar. Ef hvort
tveggja væri satt ættu áhugamenn
um minni neyslu auðvitað að fagna
þessum tillögum því hærra verð og
verri dreifing ættu að minnka neyslu.
Nei, rök Silju Daggar eru skárri.
„Frjáls sala mun þýða betri dreif-
ingu. Betri dreifing mun þýða meiri
neyslu. Meiri neysla mun þýða meira
ofbeldi. Heildaráhrifin eru því skað-
leg.“ Silja Dögg kemst svo að þeirri
niðurstöðu að við eigum að vera
öðrum þjóðum fyrirmynd og halda í
einkaleyfi ríkisins á áfengissölu.
Ísland sem fyrirmynd?
En hversu góð fyrirmynd erum við?
Því er stundum réttilega haldið fram
að heildaráfengisneysla Íslendinga sé
lítil. En það segir ekki alla söguna.
Það er munur á því að drekka einn
bjór annan hvern dag eða 14 bjóra
einu sinni í mánuði.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
WHO reiknar sérstakt skor sem
mælir það hve hættulegt drykkju-
mynstur þjóða er. Skorið, sem er á
kvarðanum 1 til 5, er reiknað út frá
nokkrum þáttum, meðal annars því
hversu oft menn drekka til að verða
fullir, við hvaða aðstæður menn
drekka, hversu stórt hlutfall fólks
neytir áfengis nánast daglega o.s.frv.
Eftirfarandi Evrópuþjóðir eru með
skorið 1. Þetta eru þjóðirnar með
áhættuminnstu drykkjuhegðunina:
Spánn, Portúgal, Holland, Belgía,
Lúxemborg, Þýskaland, Frakkland,
Sviss, Austurríki, Ítalía, Malta og
Kýpur.
Þjóðirnar með áhættumestu
drykkjuhegðunina, 5, eru m.a. Rúss-
land og Úkraína.
Af Norðurlöndunum fengu Nor-
egur og Finnland skorið 3 (miðlungs
áhætta), en Danmörk, Svíþjóð og
Ísland skorið 2 (nokkur áhætta).
Það er auðvitað margt sem ræður
neyslumynstri fólks annað en lög-
gjöf. En í engu þessara ríkja þar
sem WHO telur að áfengisnotkun sé
áhættuminnst sér ríkið um smásölu
áfengis. Í mörgum þessara ríkja búa
miklar vínþjóðir. Öll þessi ríki hafa
vitanlega fullt af lagalegum leiðum
til að stýra aðgengi að áfengi: Aldurs-
takmörk, verðlagsstefnu og stundum
lög um afgreiðslutíma. En ekkert
þessara ríkja er með ríkiseinokun á
áfengi.
Stundum mætti halda að við
Íslendingar, og hinar Norðurlanda-
þjóðirnar nema Danmörk, værum
öðrum þjóðum óumdeild fyrirmynd
þegar kemur að áfengisstefnunni.
Það er ekki. Enda er ekki eins og
árangurinn sé jafn glæsilegur og
sumir vilja vera láta. Við drekkum
lítið en erum samt oft full.
Áfengisverslun Ítalíu?
Ítalía er eitt þessara ríkja í áhættu-
minnsta flokknum. Þar hefur neysla
áfengis verið að minnka hægt og bít-
andi seinasta aldarfjórðung án þess
þó að veruleg breyting hafi orðið á
áfengislöggjöf landsins á þeim tíma.
Frá 1990 hefur neyslan minnkað um
40% og er nú svipuð því sem gerist
á Íslandi.
Segjum nú að einhver stjórnmála-
maður á Ítalíu hefði áhyggjur af
áfengisneyslu þar í landi og legði til
að Ítalir tækju sér Ísland til fyrir-
myndar, settu á fót ítalskt ÁTVR,
hækkuðu áfengiskaupaaldur upp í 20
ár og svo framvegis. Andstæðingar
þessara hugmynda myndu fljótt
benda á að ekkert benti til að Íslend-
ingum hefði tekist betur til en Ítöl-
um við mótun sinnar áfengisstefnu:
Árleg heildarvínandaneysla væri
svipuð: 6,7 lítrar á Ítalíu – 7,1 lítri á
Íslandi. En þegar kæmi að neyslu-
mynstri væri munurinn sláandi. Á
Ítalíu verða 4,7% þjóðarinnar full að
minnsta kosti einu sinni í mánuði. Á
Íslandi er talan 22,7%.
Sé litið einungis til þeirra sem á
annað borð neyta áfengis er munur-
inn enn meiri. Tölurnar eru: Ítalía:
6,2%, Ísland 34,9%.
Árangur án einokunar
Þeir sem vilja halda í óbreytt kerfi
nota gjarnan það slagorð að áfengi
sé engin „venjuleg“ söluvara. Það
eru sígarettur, rítalín og byssur held-
ur ekki en samt látum við einkaaðila
selja þær vörur. Sé litið á kort yfir
þær þjóðir sem neyta áfengis liggur
fyrir að vel er hægt að ná sambæri-
legum árangri og Ísland, eða betri,
jafnvel þótt aðrir en opinberir starfs-
menn afgreiði bjórinn.
Heimildir: http://apps.who.int/gho/data/?-
sh wonly=GISAH&theme=main-euro
Með bestu drykkjumennina?
Í DAG
Pawel Bartoszek
stærðfræðingur
Því er stundum
réttilega haldið fram
að heildaráfengisneysla
Íslendinga sé lítil. En það
segir ekki alla söguna.
Í síðustu viku skipaði
utanríkisráðherra tvo
nýja sendiherra, þá Geir
H. Haarde og Árna Þór
Sigurðsson. Talsvert
hefur verið fjallað um
málið í fjölmiðlum og skip-
un þeirra Geirs og Árna
verið gagnrýnd, en báðir
eru sem kunnugt er fyrr-
verandi/núverandi stjórn-
málamenn og koma ekki
úr röðum starfsmanna
utanríkisráðuneytisins. Í fjölmiðl-
um hefur auk þess verið fjallað
um möguleikann á að auglýsa
starfið líkt og önnur störf emb-
ættismanna og bent hefur verið á
að töluvert halli á kvenfólk í skip-
unum í embætti sendiherra.
Í gegnum tíðina hefur í reynd
verið framgangskerfi í utanríkis-
þjónustunni, þ.e. starfsmenn hafa
átt þess kost að vinna sig upp eftir
hinum diplómatísku stöðuheitum
og orðið loks sendiherrar. Er það
fyrirkomulag í samræmi við venju
í flestum nágrannaríkjum okkar.
Gallinn við framkvæmdina í
þessu kerfi hefur hins vegar verið
sá að utanríkisráðherrann hverju
sinni hefur haft um það alræð-
isvald að skipa sendiherra, og
hefur í þeim efnum ekki þurft að
styðjast við mat á hæfni, árangri,
starfsreynslu eða öðrum viðmið-
unum. Með skipun þeirra Geirs og
Árna í embætti sendiherra er aug-
ljóslega verið að takmarka mögu-
leika núverandi starfsmanna utan-
ríkisráðuneytisins til starfsframa,
auk þess sem verið er að endur-
vekja gamla siði með því að skipa
stjórnmálamenn í slíkar stöður.
Reynsla og rannsóknir
Bent hefur verið á þá leið að aug-
lýsa stöður sendiherra, þar sem
þeir teljist embættismenn sam-
kvæmt skilgreiningu starfs-
mannalaganna svokölluðu um
réttindi og skyldur opinberra
starfsmanna. Það tel ég hins
vegar ekki vera góða leið. Um er
að ræða tæplega fjörutíu stöðu-
gildi innan sama ráðuneytis. Ætti
þá t.d. að auglýsa sendiherrastöð-
urnar í Washington og Moskvu
sérstaklega? Auk þess teljast
sendifulltrúar í utanríkisþjón-
ustunni til embættismanna sam-
kvæmt starfsmannalögunum. Ætti
þá einnig að auglýsa störf þeirra
laus til umsóknar? Hætt er við því
að það dragi úr stöðugleika innan
stjórnsýslunnar ef auglýsa þarf
opinberlega störf á öllum stigum
innan utanríkisþjónustunnar, auk
þess sem starfsmönnum yrði þá
ekki gefinn kostur á að vaxa og
dafna í starfi án þess að sækja
stöðugt um ný störf á sama vinnu-
stað.
Reynsla og rannsóknir hafa
sýnt að erfitt getur verið að ráða
starfsmenn sem eiga að starfa í
alþjóðlegu umhverfi. Huga þarf
að þáttum eins og aðlögunarhæfni
viðkomandi starfsmanns og fjöl-
skyldu hans. Brottfall er gjarn-
an mikið meðal útsendra starfs-
manna og mikill kostnaður sem
hlýst af ef viðkomandi starfsmað-
ur vill koma heim fyrr en áætlað
er. Einnig er þekkt að starfsmenn
hætta gjarnan störfum eftir að
heim er komið af ýmsum ástæð-
um. En eins og flestum er kunnugt
felst starf sendiherra ekki bara í
vinnu erlendis heldur einnig hér
heima í ráðuneytinu.
Hæfni og árangur
Ef við lítum okkur nær og skoðum
utanaðkomandi ráðningar í störf
sendiherra hérlendis lítur út fyrir,
að þegar sendiherrar hafa verið
skipaðir í embætti án þess að hafa
unnið í utanríkisþjónustunni, þá
hafa þeir í flestum tilvikum farið
strax til starfa erlendis í um 4-8
ár en að þeim tíma liðnum farið
til starfa á öðrum vettvangi og
hætt í utanríkisþjónustunni. Þeir
hafa því hvorki verið að störfum
í ráðuneytinu í upphafi ráðningar
né þegar heim er komið.
Á Norðurlöndunum er þessu
þannig háttað að í flestum til-
fellum er um að ræða framgang
í starfi enda má ætla að starfs-
menn utanríkisþjónustunnar
hafi reynslu af því að starfa og
búa erlendis og ekki óalgengt að
starfandi sendiherra hafi starfað
og búið erlendis í nokkrum lönd-
um áður en viðkomandi kemur til
greina sem sendiherra. Starfs-
menn eru því búnir að gera það
upp við sig hvort þessi starfsgrein
og flutningar hentar þeim og fjöl-
skyldum þeirra.
Utanríkisþjónustan ætti að
standa að ráðningu starfsmanna
sinna með því að auglýsa stöður
sendiráðsritara, þar sem gerð væri
krafa um ákveðna menntun, þekk-
ingu og færni, auk þess sem jafn-
réttissjónarmið yrðu höfð til hlið-
sjónar við skipun í starfið. Eftir
það myndi það ráðast af reynslu,
hæfni og árangri í starfi hvort og
hversu fljótt starfsmenn ynnu sig
upp í það að verða sendiráðunaut-
ar, sendifulltrúar og síðan sendi-
herrar. Að því leyti væri ekki þörf
á því að huga sérstaklega að kynja-
sjónarmiðum við skipun sendi-
herra, enda hefðu starfsmenn
af báðum kynjum jafnan rétt og
möguleika til að vinna sig upp í
starfi og verða sendiherrar.
Til að auka fagmennsku í kring-
um skipan sendiherra væri hægt
að skipa sérstaka framgangsnefnd
innan utanríkisráðuneytisins sem
væri skipuð ráðuneytisstjóra,
mannauðsstjóra og skrifstofu-
stjórum þeirra þriggja skrifstofa
sem kynntar eru í skipuriti ráðu-
neytisins. Framgangsnefndin
hefði það hlutverk að gera tillögu
til utanríkisráðherra um skipun
embættis manna ráðuneytisins,
þ.e. sendifulltrúa og sendiherra, og
væri utanríkisráðherra bundinn af
því að skipa í embættin á grund-
velli tillagna nefndarinnar. Ef ekki
finnst einstaklingur með þá þekk-
ingu, færni og hæfni sem til þarf,
er sjálfsagt að leita utan veggja
ráðuneytisins, og myndi það vera
hlutverk framgangsnefndar að
leggja fram þá tillögu að undan-
gengnu mati.
Tilgangur framgangskerfis-
ins yrði þá fyrst og fremst sá að
starfsmenn og almenningur geti
treyst því að við skipun í æðstu
embætti utanríkisþjónustunn-
ar verði byggt á faglegu mati, og
að samhliða verði dregið úr póli-
tískum áhrifum varðandi þessar
skipanir.
Skipun sendiherra
➜Með skipun þeirra
Geirs og Árna í emb-
ætti sendiherra er
augljóslega verið að
takmarka möguleika
núverandi starfs-
manna utanríkisráðu-
neytisins til starfs-
frama, auk þess sem
verið er að endur-
vekja gamla siði með því
að skipa stjórnmálamenn í
slíkar stöður.
STJÓRNSÝSLA
Dr. Svala
Guðmundsdóttir
lektor
DRYKKJUMYNSTUR Í EVRÓPU
Áhætta tengd drykkju
Minnst
Nokkur
Miðlungs
Mikil
Mest
Heimild: Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunin
Save the Children á Íslandi