Fréttablaðið - 15.08.2014, Síða 2

Fréttablaðið - 15.08.2014, Síða 2
15. ágúst 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 UMFERÐ „Jafnan hafa mun fleiri verið teknir vegna ölvunar við akstur heldur en aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna, en bilið hefur minnkað síðustu ár og ef fram heldur sem horfir stefn- ir í að í árslok verði þessu öfugt farið í fyrsta sinn,“ segir Snorri Örn Árnason, félagsfræðingur hjá upplýsinga- og áætlanadeild lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Guðbrandur Sigurðsson, yfir- maður umferðardeildar lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu, segir þetta þó ekki bestu mæli- stikuna til að meta fjölda þeirra sem aka undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Til þess væri betra að líta til fjölda þeirra umferðar- óhappa þar sem ávana- og fíkni- efni koma við sögu. Þar er Bakk- us reyndar fyrirferðarmeiri enn sem komið er en þeim tilfellum þar sem ávana- og fíkniefni koma við sögu í umferðarslysum fjölg- ar ört. Reyndar eru þau meira en helmingi fleiri á fyrri helmingi þessa árs en á sama tíma í fyrra. Þróunin virðist því blasa við og þau á Samgöngustofu hafa vissu- lega áhyggjur af henni. Það er þó ekki vandalaust að blása til átaks enda getur það valdið undrun ef fólk, sem þegar er að brjóta lög í þeim tilfellum þegar um fíkniefni er að ræða, er beðið um að sýna skynsemi og aka ekki. „Fíkni- efnaneysla er í sjálfu sér ólöglegt athæfi sem vandi hefur reynst að bregðast við, hvað þá þegar akstur undir áhrifum bætist við,“ segir Þórhildur Elínardóttir, upp- lýsingafulltrúi á Samgöngustofu. „Í þeim tilgangi að sporna gegn þessari óheillaþróun vill Sam- göngustofa leggja aukna áherslu á samvinnu um þetta málefni, sérstaklega við til að mynda lög- reglu og landlækni en einnig safna gögnum og upplýsingum um þær aðferðir sem reyndar hafa verið hjá öðrum þjóðum.“ jse@frettabladid.is Fleiri teknir dópaðir en ölvaðir við stýrið Það sem af er ári hafa fleiri ökumenn verið teknir undir áhrifum ávana- og fíkni- efna en ölvaðir á höfuðborgarsvæðinu. Samgöngustofu er vandi á höndum. Þeim tilfellum fjölgar ört þar sem ávana- og fíkniefni koma við sögu í umferðarslysum. BLÁSIÐ Í ÁFENGISMÆLINN Ölvunarakstur hefur verið eitt mesta áhyggjuefni umferðarlögreglu en nú virðist ekki síður algengt að menn aki undir áhrifum ávana- og fíkniefna. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Teknir undir áhrifum ávana- og fíkniefna Teknir ölvaðir 2011 338 475 2012 435 491 2013 428 514 2014 628 509 Umferðaróhöpp þar sem ávana- og fíkniefni koma við sögu vs. ölvun 2011 33 68 2012 36 69 2013 20 71 2014 48 56 Umferðaróhöpp fyrri helming ársins í ár: 231 Tölur fyrir fyrri helming áranna. Heimild: Afbrotatölfræði 2014. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Undir áhrifum í umferðinni Jóhannes, er þetta kúvending? „Það er ekki hægt að neyta/neita því.“ Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna, viðraði ýmis viðbrögð vegna þess að fimmtungur af nautakjöti á markaði er innfluttur. ATVINNUMÁL Ljóst mátti vera frá því í vor að rof yrði hjá Kalkþör- ungaverksmiðjunni á Bíldudal segir Þórður Guðmundsson, for- stjóri Landsnets, en framkvæmda- stjóri Kalkþörungaverksmiðjunn- ar gagnrýndi að hann vissi með tveggja vikna fyrirvara að flutn- ingur til verksmiðjunnar yrði skertur svo vélar standa straum- lausar yfir daginn. „Landsnet gefur út ársáætlun 1. mars um viðhald ársins sem send er öllum viðskiptavinum Lands- nets,“ segir Þórður. „En Kalkþör- ungavinnslan er ekki í þeim hópi, heldur er hún viðskiptavinur Orku- bús Vestfjarða.“ Halldór Magnússon, fram- kvæmdastjóri veitusviðs hjá Orku- búi Vestfjarða, segir að undanfarin ár hafi þurft að koma til skammt- ana eins og þessarar vegna við- gerða. Hann segir að eflaust megi bæta upplýsingaflæði milli allra aðila. „Ég mun leggja það til að allir aðilar fundi að vori svo að allt svona liggi fyrir,“ segir hann. - jse Landsnet segir að orkubú verði að upplýsa viðskiptavini um straumrof: Stendur ekki upp á Landsnet FRÁ ORKUBÚI VESTFJARÐA Forsvars- menn Orkubúsins, Landsnets og Kalk- þörungaverksmiðjunnar eru sammála um að auka samvinnu og upplýsinga- flæði sín á milli. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR BANDARÍKIN Bandaríski leikarinn Robin Williams, sem fyrirfór sér fyrr í vikunni, var með Parkin- sons-sjúkdóminn á frumstigi. Þessu greindi Susan Schneider, ekkja Williams, frá í gær. Schneider sagði jafnframt að Williams hefði verið allsgáður þegar hann fyrirfór sér en hann hefði þjáðst af þunglyndi og kvíða um langa hríð. Hún vonar að sviplegt fráfall Williams verði til þess að fólk leiti sér hjálpar í erfiðleikum - ih Þjáðist af þunglyndi og kvíða: Williams var með Parkinsons BANDARÍKIN Edward Snowden segir að bandaríska þjóðarörygg- isstofnunin (NSA) hafi valdið því að netsambandslaust varð í Sýr- landi um tveggja daga skeið árið 2012. Hingað til hefur verið talið að annaðhvort stjórn Assads Sýr- landsforseta eða uppreisnarmenn hafi borið ábyrgð á netleysinu. Snowden fullyrðir hins vegar að starfsmenn NSA hafi reynt að koma fyrir hugbúnaði sem gert hefði þeim kleift að fylgjast með megninu af netsamskiptum í Sýrlandi. Aðgerðin hafi farið úr böndunum með fyrrgreindum afleiðingum. - ih Sýrland missti netsamband: Segir NSA hafa valdið netleysi „Við erum sátt með þetta fyrirkomulag,“ segir Eiríkur Kristinn Jónsson, einn íbúa við Grettisgötu. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur ákveðið að 106 ára silfurreynir, sem til stóð að fella vegna hótelbyggingar á Laugavegi, fái að standa. Borgaryfirvöld samþykktu í vikunni málamiðlunartillögu sem eigendur lóðarinnar sem tréð stendur á höfðu lagt fram. Borgin mun finna tveimur friðuðum húsum á lóðinni nýjan samastað og tréð fær að standa óáreitt. Í staðinn verður hluti nýbyggingarinnar við Laugaveg hækkaður um eina hæð. „Það hefur svo sem ekki bein áhrif á skuggavarp á okkar svæði,“ segir Eiríkur. „Ekki eins og það hefði gert að færa þessi tvö hús fram fyrir.“ - bá Borgaryfirvöld samþykktu málamiðlun í deilu á Grettisgötu: Silfurreynirinn fær að standa SILFURREYNIRINN ER FRÁ 1908 Nú liggur fyrir að þetta glæsilega tré, sem stend- ur við Grettisgötu, verður ekki fellt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EFNAHAGSMÁL 732 milljóna króna halli var á rekstri ríkissjóðs árið 2013 sem er mun betri afkoma en gert var ráð fyrir. Reiknað hafði verið með halla upp á 19,7 milljarða króna en virðisaukning á hlut ríkisins í Landsbankanum gerði það að verkum að tekjur ríkissjóðs urðu mun meiri en búist var við. Þetta er meðal þess sem fram kemur í uppgjöri ríkisreiknings fyrir árið 2013 sem birt er á vef fjár- málaráðuneytisins. Ríkisreikningur fyrir árið 2012 sýndi tekjuhalla að upphæð 35,8 milljarðar króna. Tekjurnar árið 2013 voru 31,7 milljörðum króna hærri en gert var ráð fyrir og gjöldin 12,8 milljörð- um króna hærri. Frumjöfnuður ársins er jákvæð- ur um 57,2 milljarða króna en gert var ráð fyrir að hann yrði jákvæður um rúma 36 milljarða króna. Þessi frávik frá áætlunum skýrast að stórum hluta af óreglulegum liðum þar sem munar mest um 24,9 milljarða króna tekjufærslu vegna virðisaukn- ingar á eignarhluta ríkissjóðs í Landsbankanum hf. og 11,9 milljarða hærri afskriftir skattkrafna en gert hafði verið ráð fyrir. Árið 2013 var lánsfjárþörf upp á 1,7% af lands- framleiðslu samanborið við 3,6% árið á undan. - ktd Sjö hundruð milljóna króna halli var á rekstri ríkissjóðs á árinu 2013: Vænlegri staða en búist var við FJÁRMÁLARÁÐHERRA Bjarni Benediktsson hafði ástæðu til að gleðjast yfir ríkisreikningi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÍRAK Nouri al-Malíki, forsætis- ráðherra Íraks, hefur ákveð- ið að víkja fyrir Haider al-Abad sem taka mun við embætti hans á mánudag. Þetta var tilkynnt í íraska ríkissjónvarpinu í gær- kvöldi. Eftirmaðurinn hefur þá, sam- kvæmt stjórnarskrá landsins, mánuð til þess að mynda nýja ríkisstjórn. Mikið hefur mætt á Malíki og stjórn hans en hún á í höggi við her Íslamska ríkisins sem hefur lagt undir sig mestan norðurhluta landsins. Forsætisráðherrann fráfarandi hefur verið undir þrýstingi um nokkurn tíma að stíga til hliðar. - jse Forsætisráðherra Íraks fer: Malíki víkur SPURNING DAGSINS 20% afsláttur Fæst án lyfseðils. Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vandlega fyrir notkun.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.