Fréttablaðið - 15.08.2014, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 15.08.2014, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 15. ágúst 2014 | SKOÐUN | 15 Í DAG Pawel Bartoszek stærðfræðingur „Samsetning reiðhjóla er BÖNN- UÐ í flugstöðinni.“ Svona skila- boð blöstu við mér, þrykkt á hurð í komusal Leifsstöðvar þaðan sem von var á mínum „sérstæða“ farangri, innpökkuðu hjóli eldri sonarins sem ég hafði keypt ein- hvers staðar í Evrópusamband- inu. Ekki að til hafi staðið að draga fram skiptilykilinn, skrúfa fram- hjólið og pedalana á, rétta við stýrið og senda barnið hjólandi til höfuðborgarinnar en ég velti því samt fyrir mér hvort það væri ekki dálítið glatað að þetta færu fyrstu skilaboðin sem hjól- reiðamenn fengju við komuna til landsins. Ekki bara: „Vinsam- legast ekki skrúfa hjólin saman hérna í komusalnum, hér er lítið pláss.“ Nei: „Gjörvöll millilanda- flugstöðin er of lítil til að rúma þetta furðulega áhugamál ykkar. Verið úti.“ Hjól manns maki Þegar inn í flugrútuna var komið var mér tilkynnt að ég ætti eftir að greiða fyrir hjólið. Að flytja hjól sem var pakkað í kassa af stærð 140 x 80 x 20 cm, og komst inn í farangurshólfið án teljandi vandræða kostaði það sama og að flytja fullorðinn farþega í sæti. Nú ætla ég ekki gráta mörgum tárum yfir þessum tvöþúsund- kalli. Það er samkeppni á þess- ari leið og sem ábyrgur neyt- andi hefði maður kannski átt að ganga milli miðasölustanda og láta rútufyrirtækin bítast um að flytja hjólið manns á sem ódýr- astan máta. Hitt er svo annað að heimasíða Flybus þegir þunnu hljóði yfir þessum viðbótarkostn- aði og það virðist ekki vera hægt að panta flutning á hjóli á netinu. Dálítið ófagmannlegt. Alltaf rukkaðir Það er annars skondið hvað þetta handhæga farartæki sem sjálft er svo hjálplegt þegar kemur að því að flytja mann á milli staða er til trafala þegar það sjálft þarfn- ast flutnings. Það þarf að skrúfa það í sundur og pakka því í sér- stakan kassa og jafnvel þannig kostar stundum sitt að flytja það einn fluglegg. Ég las eitt sinn blogg, raun- ir manns sem ferðast hafði um heiminn með ferðareiðhjólið sitt. Hann var með ráðleggingar í ell- efu liðum. Fjórir af þeim ellefu liðum voru „Ekki hringja í flug- félagið!“ Ástæðan var þessi: Upplýs- ingarnar sem flugfélagið myndi veita myndu hvort sem er ekki standast og maður væri bara lát- inn borga eitthvað. Hans villta ráð var að mæta bara á staðinn og vona það besta. Annað ráðið var að flytja reið- hjólið í sem venjulegastri tösku og reyna að fela öll ummerki þess að um reiðhjól væri að ræða. Þannig var oft hægt að kom- ast hjá því að vera rukkaður um aukagjald. Ef flugvallastarfsfólk- ið spurði hvað væri í töskunni var svarið: „Reiðhjólapartar.“ Hraðbrautin Á Reykjanesbrautinni rakst maður reyndar á einhverja ferðamenn sem greinilega höfðu ætlað sér að hjóla til Reykjavík- ur, sem var raunar ekki galin hugmynd enda var þetta um miðjan dag og veðrið ágætt. Það er draumur margra að banna mönnum að hjóla á Reykjanesbrautinni. Einhvern tímann voru meira að segja sett upp skilti sem bönnuðu hjólafólki að fara yfir mislægu gatnamót- in á leiðinni, án þess þó að neitt lægi fyrir um hvaða aðra leið ætti að fara í staðinn. Ég skil þennan hraðbrautar- draum svo sem ágætlega og til að gæta sanngirni þá eru hjól- reiðar á hraðbrautum almennt ekki leyfðar. Vandinn er bara sá að Reykjanesbrautin er enn sem komið er ekki hraðbraut og fólk sem vill fara þessa leið á hjóli hefur engan annan valkost. Ef menn ætla sér að banna fólki að hjóla á Reykjanes- brautinni þá þarf einfaldlega að leggja stíg meðfram henni. Sá stígur gæti að hluta til legið í vegstæði gamla Keflavíkur- vegarins og náð allavega að Vatnsleysustrandarveginum þaðan sem hjóla mætti til Voga og svo í gegnum Reykjanesbæ. Þetta myndi hugsanlega vera örlítið lengri leið en mun fjöl- skylduvænni upplifun en vegöxl Reykjanesbrautar. Ímyndum okkur Ég er ungur náttúruunnandi. Ég kem til landsins á hjóli. Labba út úr flugstöðinni. Við mér blasir skilti með merki af hjóli á bláum fleti ásamt ör og nokkrum vega- lengdum: Keflavík (5 km) Vogar (16 km) Hafnarfjörður (45 km) Reykjavík (55 km) Væru þetta ekki vingjarnlegri móttökur en „Viltu gjöra svo vel að vera úti með þetta hjól þitt“? Frá Leifsstöð á hjóli Ef menn ætla sér að banna fólki að hjóla á Reykjanesbrautinni þá þarf einfaldlega að leggja stíg meðfram henni. Gæðabílar á góðu verði Bílabúð Benna • Notaðir bílar Vagnhöfða 23 • 110 Reykjavík Sími: 590 2035 Bílabúð Benna Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 • 260 Reykjanesbæ Sími: 420 3330 Þú finnur rétta bílinn á benni.is Nýskráður í janúar 2013 | Ekinn 65.000 km Dísel | Sjálfskiptur VERÐ 4.690.000,- Nýskráður í júní 2012 | Ekinn 78.000 km Bensín | Beinskiptur VERÐ: 1.990.000,- Nýskráður í júní 2013 | Ekinn 76.000 km Bensín | Sjálfskiptur VERÐ: 1.990.000,- Nýskráður í júní 2012 | Ekinn 78.000 km Bensín | Sjálfskiptur VERÐ: 2.590.000,- Nýskráður í desember 2012 | Ekinn 51.000 km Bensín | Sjálfskiptur VERÐ: 2.150.000,- Nýskráður í apríl 2012 | Ekinn 80.000 km Bensín | Beinskiptur VERÐ: 1.390.000,- CHEVROLET AVEO LTZ CHEVROLET CAPTIVA LT CHEVROLET CRUZE LT CHEVROLET SPARK VW POLO COMFORTLINE VW GOLF TRENDLINE Svívirðileg hryðju- og níðingsverk Þessa daganna er verið að fremja svívirðileg hryðju- og níðingsverk á minnihlutahópum og fleirum í Írak. ISIS- samtökin ráðast meðal annars á kristið fólk, jasída og shia-mús- lima, allt vegna trúarskoðana. Þúsundir eru innikróaðir á flótta undan glæpamönnunum. ISIS-liðar hafa þegar framið fjöldamorð á kristnum, jasídum og shia-múslimum og nauðgað og selt kristnar konur í ánauð og stolið öllu. Hver eru viðbrögð hins svo- nefnda frjálsa heims? Dögum saman sat Obama Bandaríkjafor- seti aðgerðarlaus og það gerðu Cameron, Merkel, Hollande og aðrir Evrópuleiðtogar einnig. Svo var farið í takmarkaðar aðgerðir með hangandi hendi. jonmagnusson.blog.is Jón Magnússon Af netinu GEFÐU HÆNU gjofsemgefur.is 9O7 2OO3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.