Fréttablaðið - 15.08.2014, Page 28

Fréttablaðið - 15.08.2014, Page 28
FRÉTTABLAÐIÐ Nýjar Stelpur Augnablikið Líf ið mælir með. Jógaþon 10 spurningar Erna Ómars viðtalið Fataskápurinn Jet Korine Tískuvikan í Kaupmannahöfn 4 • LÍFIÐ 15. ÁGÚST 2014 „Við tökumst á við það neikvæða með hinu jákvæða og þess vegna völdum við jóga. Jóga er alltaf friður og ró,“ segir Salka Margrét Sigurðardóttir, formað- ur Ungmennaráðs UN Women sem stendur fyrir maraþoni í jóga á laugardaginn í Hljóm- skálagarðinum, eða svokölluðu jógaþoni. „Ofbeldi er aldrei friður. Við viljum senda þau skilaboð út í samfélagið að ofbeldi gegn konum eigi ekki að líðast.“ Verkefnið er samstarfsverk- efni ungmennaráðs UN Women og Pop Up Yoga Reykjavík. Jógaþonið lýsir sér þannig að þátttakendur gera 108 sólarhyll- ingar og senda þannig í sam- einingu friðarákall út í heiminn um afnám ofbeldis gegn konum. Þrír jógakennarar sjá um að leiða hópinn og skipta þeir á milli sín sólarhyllingunum. „Byrjendur geta alveg verið með eins og reyndir jógar,“ út- skýrir Salka. „Það verður hægt að hvíla sig á milli og þú átt ekki að ofreyna þig.“ Skráning fer fram á un- women.is og skráningargjald er 2.900 krónur, sem rennur óskipt til verkefna UN Women. Mikilvægt er að fólk skrái sig með fyrirvara og undirbúi sig bæði líkamlega og andlega. „Þetta er mikil andleg upplif- un. Það myndast svo mikill sam- takamáttur þegar margir hugsa það sama.“ Ungmennaráð UN Women var stofnað fyrir aðeins tveimur árum en þegar hefur ráðið hald- ið vel heppnaða viðburði. „Við viljum vekja athygli á málefnum kvenna og UN Women fyrir ungu fólki. Ungt fólk getur haft áhrif með vitundarvakningu og fram- lagi sínu til samfélagsins.“ HEILSA SENDA FRIÐARÁKALL ÚT Í HEIM MEÐ JÓGAÞONI „Jóga er alltaf friður og ró,“ segir formaður Ungmennaráðs UN Women. Jóga er ákaflega slakandi og styrkjandi íþrótt sem byggist á innri friði. MYND/POPUPYOGA 108 hefur í gegnum söguna og í hinum ýmsu trúarbrögðum verið talin heil- ög tala. Þegar gerðar eru 108 sólar- hyllingar er það talið til þess fallið að fagna breytingum eða til þess að boða frið, virðingu og skilning. Salka Margrét Sigurðardóttir 1. Þegar ég var ung hélt ég að … málgleðin í mér væri ein- ungis til skemmtunar og samkjaftaði því ekki allan daginn og gaf for- eldrunum aldrei frí. 2. Núna veit ég þó … að fullorðið fólk þarf stundum frið og ró, því dóttir mín er nákvæmlega sami karakter og ég var. 3. Ég mun eflaust aldrei skilja … við verðandi manninn minn því ég elska hann svo mikið. 4. Ég hef engan sérstakan áhuga á … að umgangast fólk sem kemur ekki til dyranna eins og það er klætt. Ég hef meiri áhuga á að umgangast fólk sem er heilt og heiðarlegt. 5. Karlmenn eru … alls konar fólk, eins og konur. 6. Ég hef lært að maður á alls ekki að … sitja á hugmynd- um sínum eða draumum – bara láta vaða. 7. Ég fæ samvisku- bit þegar ég … segist ætla að gera eitthvað sem ég stend ekki við, því reyni ég að láta það ekki koma fyrir. 8. Ég slekk á sjón- varpinu þegar … aðrir gleyma því, ég horfi eig- inlega aldrei á sjón- varp. 9. Um þessar mundir er ég upp- tekin af … verkefn- um haustsins sem eru mjög spennandi og skemmtileg. Einnig er ég að koma fjölskyld- unni fyrir á nýju heimili í nýju landi. 10. Ég vildi óska að fleiri vissu af … í augnablikinu mikilvægi þvottavélar (!) en mín bilaði nefnilega í vikunni og ég vissi það ekki fyrr en núna hvað ég þarfnast hennar mikið. Skrít- in ósk. 10 SPURNINGAR VIL UMGANGAST HEILT OG HEIÐARLEGT FÓLK ELÍSABET GUNNARSDÓTTIR, ANNAR EIGANDI TRENDNET.IS OG VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR Markaður, veitingar, and lits máln ing happ drætti og upp ákomur. Fjölskyldudagur á KEX til styrktar börnum í Palestínu KEX Hostel 17. ágúst frá 14–17 Allur peningur sem safnast rennur óskipt ur til hjálpar- starfs Rauða krossins. Frjáls framlög eru einnig vel þegin, hægt er að leggja inn á reikning 0140-05-071350, kt. 081288-2839.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.