Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.08.2014, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 15.08.2014, Qupperneq 34
KYNNING − AUGLÝSINGGleraugu & sjónmælingar FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 20144 HEILRÆÐI FRÁ BÖRNUM Börn sem nota gleraugu tóku saman heilræði handa öðrum börnum sem nú þurfa að nota gleraugu í fyrsta sinn. ● Ekki hafa áhyggjur af útlitinu þótt þú þurfir að ganga með gler- augu. Það er alltaf hægt að finna gleraugu sem klæða þig vel. ● Settu gleraugun þín alltaf á sama stað svo það sé auðvelt að finna þau. ● Ekki geyma gleraugun nærri smábörnum og gæludýrum. ● Settu gleraugun aldrei í vasann né leggðu þau frá þér á götuna. Þá getur einhver stigið á þau eða þau brotnað í vasanum. ● Geymdu gleraugun alltaf í gleraugnahúsi til að verja þau skemmdum. ● Hreinsaðu gleraugun á hverjum degi. Þá sérðu strax betur út. ● Ekki taka stríðni annarra krakka nærri þér. Láttu þá heyra að það sé ljótt að stríða og segðu þeim að þú notir gleraugu til að sjá betur. Þú getur líka útskýrt fyrir þeim að fleiri en eitt af hverjum tíu grunnskólabörnum þurfi að nota gleraugu og að margt frægt fólk noti gleraugu eða linsur til að sjá betur. Þú þarft heldur ekki að nota gleraugu alla ævi því skipta má yfir í linsur þegar þú eldist. EINSTÖK EINGLYRNI Einglyrni voru einkar vinsæl á meðal herforingja og kapítalista á 19. öld en eru nú smátt og smátt aftur að komast í tísku. Allt frá kaffihúsum Berlínar, írskum knæpum í Dyflinni og fínum veitingastöðum New York má sjá herramenn með einglyrni á lofti og sömuleiðis í auglýs- ingum og tískutímaritum. Einglyrni koma sér vel fyrir nærsýna en eru ekki síst yfir- lýsing nútímaherramanna sem vilja skapa sér sérstöðu og setja punktinn yfir i-ið í klæðaburði. Tískumógúlar kalla þá „hina nýju aðalsmenn“; stælgæja sem skreyta sig með einglyrni við sér- saumuð tvídföt og þröng stígvél. Aðrir ganga lengra og bera með sér gamaldags sjónauka úr látúni í hliðartöskum. Tískusveiflan er merki um upp- götvun og nýja upphefð gamals handverks og hafa einglyrni til að mynda verið vinsæl á meðal kokka sem þurfa að sjá betur á uppskriftabók- ina og næla því í svuntuna sína. Þá er matargestum sem sjá illa á matseðilinn boðið ein- glyrni til að auðvelda lesturinn. SÉRÐU STAFINA? Stafaspjald þekkja velflestir sem nota gleraugu. Stafaspjöld geyma bókstafi, tölustafi eða tákn sem sýnd eru í mislöngum röðum og byrja efst í einum stórum staf en birtast svo í minnkandi letri niður eftir spjaldinu. Til að prófa megi næmi augans eru þeir sem gangast undir sjónmælingu látnir bera kennsl á bók- eða tölustafi spjaldsins. Stafaspjöld fyrir ung börn og ólæsa fullorðna eru með einföldum myndum eða mynstrum. Önnur eru eingöngu með bókstafnum E sem er snúið í ólíkar áttir og þá segir sjúklingurinn til um í hvaða átt E-ið snýr. C-kort hafa svipaða þýðingu og draga úr möguleika á að sjúklingar giski á myndirnar. Stafaspjöld eru vanalega hönnuð til sjónprófa í sex metra fjarlægð en oft og tíðum er þörf á sjónprófum sjúklinga í skemmri fjarlægð og hafa til þess verið hönnuð sérstök stafaspjöld.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.