Fréttablaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 2
11. september 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 STJÓRNMÁL Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mun í dag leggja fram frum- varp um breytingar á áfengislöggjöf sem felur í sér að leyfilegt verður að selja áfengi í mat- vöruverslunum. Vilhjálmur gerir ráð fyrir átökum um málið en þingmenn allra flokka, ef frátaldir eru Vinstri grænir, eru meðflutnings- menn hans. Þetta er í sjöunda skiptið sem frumvarp sem þetta er lagt fram. Tuttugu og níu þingmenn hafa verið meðflutningsmenn í þessi skipti, alltaf hafa verið meðflutningsmenn úr Samfylk- ingu, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Ellefu þessara þingmanna eru á þingi í dag og allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, ef frá er talin Hanna Birna Krist- jánsdóttir, sem er ný á þingi, hafa flutt málið. Það ætti því að blása byrlega fyrir Vilhjálmi. Samkvæmt heimildum blaðs- ins er um að ræða framsóknar- þingmennina Karl Garðarsson, Willum Þór Þórsson og Harald Ein- arsson, auk Jóns Þórs Ólafssonar úr Pírötum, Bjartar Ólafsdóttur úr Bjartri framtíð og svo sex til sjö þingmanna Sjálfstæðis- flokks. Vilhjálmur telur víst að í það minnsta 30 þingmenn muni styðja frumvarpið sem þýðir að mjótt verður á munum þegar til atkvæða- greiðslu kemur. „Og svo þegar þetta kemur til meðferðar þingsins koma inn umsagn- ir og annað og ég hef fulla trú á því að þá muni fleiri þingmenn bætast í hópinn,“ segir Vilhjálmur. - jbg Frumvarp sem heimilar sölu áfengis í matvöruverslunum lagt fram á Alþingi í dag: Bjartsýnn á meirihluta fyrir vínfrumvarpi VILHJÁLMUR ÁRNASON Leggur fram frumvarp um breytingar á áfengislöggjöf sem felur í sér að leyfilegt verður að selja áfengi í matvöruverslunum. HVALVEIÐAR Alls höfðu í gær 116 langreyðar verið veiddar síðan hvalveiðitímabilið hófst 15. júní síðastliðinn. Fjögur dýr voru dregin að landi í Hvalstöðinni í Hvalfirði í gær. Leyfi er fyrir veiðum á 154 langreyðum á þriggja mánaða tímabili, sem lýkur á mánudag- inn. Veiðarnar hafa farið fram fyrir austan Surtsey en þar hefur ekki verið veitt undanfarin ár. Um 150 manns sinna störfum sem tengjast veiðunum. Níutíu eru í vinnslunni í Hvalfirði, auk hvalveiðimanna og þeirra sem starfa á Akranesi og í Hafnar- firði. Allt hvalkjötið sem veiðist er selt á Japansmarkað. - fb Nóg að gera í Hvalstöðinni: 116 langreyðar verið veiddar SAMFÉLAG Átaksverkefnið Göng- um í skólann var sett í áttunda skipti í gær og fór setningarhá- tíðin fram í Laugarnesskóla í Reykjavík. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, og Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri fluttu stutt ávörp og hvöttu nemendur til þess að ganga, hjóla eða nota annan virkan ferðamáta á leið sinni í skólann. Að því loknu kom Solla stirða í heimsókn og tók nokkr- ar léttar æfingar í morgunsárið auk þess að láta borgarstjóra dansa ballett við mikla kátínu nemenda jafnt sem starfsfólks. - fb Göngum í skólann sett: Borgarstjóri dansaði ballett REYKJAVÍK Glipnir verktakar standa í framkvæmdum fyrir Reykja- víkurborg í miðbæ Reykjavíkur. Verið er að leggja snjóbræðslukerfi í kringum strætóskýli við Lækjargötuna svo biðin eftir strætisvagnin- um verði notalegri þegar snjórinn lætur sjá sig. Hundurinn Bobbi fylgist grannt með framkvæmdunum en hann fer á hverjum degi með eiganda sínum, sem starfar hjá Glipni, í vinnuna. - ebg Vegavinnuhundurinn Bobbi fylgist með framkvæmdum: Verið að gera klárt fyrir veturinn HUNDUR Í VINNU Bobbi fer á hverjum degi með eiganda sínum í vinnu við alls kyns vegaframkvæmdir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HEILBRIGÐISMÁL „Við munum klárlega skoða þetta og geri ég fastlega ráð fyrir að þetta verði tekið upp í mótun nýrrar geðheilbrigðisstefnu,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra þegar hann er spurður um viðbrögð stjórnvalda við mikilli umræðu síðastliðna daga um sjálfsvíg. Fréttablaðið, ásamt öðrum miðlum, hefur fjallað um sjálfsvíg, rætt við fagaðila, eftirlifendur og þá sem reynt hafa að fremja sjálfsvíg. Allir eru sam- mála um að umræðan þurfi að opnast með aukinni fræðslu um geðheilbrigði og stuðningur þurfi að vera meiri. Einnig hefur verið bent á að sálfræðiþjónusta á Íslandi sé of dýr og því hafi ekki allir jafnt aðgengi að aðstoð þegar bera fer á vanlíðan. „Við erum að þreifa okkur áfram varðandi sálfræði- þjónustu, til dæmis að hún verði teymisvinna í heilsu- gæslunni,“ segir Kristján og bendir á að fjármunir séu veittir í málaflokkinn með þjónustu á Land spítala og hjá heilsugæslunni. „Það má hins vegar alltaf gera betur.“ Kristján var á málþingi í gær vegna Alþjóðadags forvarna og varð djúpt snortinn af því sem hann varð vitni að þar. „Það þarf hugrekki til að standa upp og lýsa þeim gríðarlega tilfinningavendi sem menn verða fyrir þegar aðstandandi fremur sjálfsvíg og umræðan sem slík frásögn vekur er afar mikilvæg,“ segir Krist- ján og bætir við að fordómalaus umræða sé jafnvel mikilvægari en fjármagn í fagþjónustuna. - ebg Sjónum verður beint að sjálfsvígsforvörnum í nýrri geðheilbrigðisstefnu: Dáist að hugrekki eftirlifenda FAGNAR AUKINNI UMRÆÐU Kristján Þór Júlíusson heil- brigðisráðherra segir fordómalausa umræðu um sjálfsvíg vera mikilvægt skref í auknum stuðningi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Hreinn, er ríkisstjórnin á rangri leið? „Þeir eru allavega á villigötum.“ Í fjárlögum ársins 2015 er ekki gert ráð fyrir auknu fjármagni í viðhald vega. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri bendir á að við- haldsleysið komi niður á endingu veganna. SKIPULAGSMÁL „Slík stærð yrði afar umdeilanleg á þessum forna sögustað og myndi vart skapa frið um staðinn,“ segir hverfisráð Kjalarness sem leggst gegn því að Sri Chinmoy-miðstöðin fái að reisa þrettán metra háa styttu af Chinmoy við Esjuberg. Umhverf- is- og skipulagsráð Reykjavíkur hafnaði styttunni einnig í gær. Styttan á að verða manngengt listaverk tileinkað friði. Hún er hönnuð af Englendingnum Kaiv- aliya Torpy sem mun hafa gert margar styttur af Chinmoy víða um lönd. Indverski gúrúinn og kraftlyftingamaðurinn Chinmoy lést árið 2007. „Þetta á að verða vin í eyði- mörkinni frá daglegu stressi. Fólk mun fá aðgang þarna inn en alls ekki þannig að það trufli nágrann- ana,“ sagði Marteinn Arnar Mar- teinsson hjá Sri Chinmoy-miðstöð- inni í samtali við Fréttablaðið í maí. Einnig kom fram hjá Mar- teini að meðlimir Sri Chinmoy- miðstöðvarinnar ætluðu að planta trjám og útbúa tjarnir á lóðinni sem kaupa átti undir styttuna. Hverfisráð Kjalarness segist styðja gerð náttúrulegs garðs og plöntun trjáa í landi Esjubergs og hugmyndir um opið útivistar- svæði. „Hverfisráðið getur hins vegar ekki stutt það að svona stór minn- isvarði/stytta af Sri Chinmoy sé reist á staðnum,“ segir hverfisráð- ið og vísar í fyrri bókun sína þar sem fram kemur að Esjubergs sé getið í fornbókmenntum og að þar sé talið að fyrsta kirkja á Íslandi hafi staðið. „Í mörg ár hafa Kjalnesingar rætt um hvernig best sé að vekja athygli á sögu staðarins,“ segir hverfisráðið sem kveður sóknar- nefnd Brautarholtskirkju og Sögu- félagið Steina hafa staðið fyrir útimessum á Esjubergi undan- farin sumur. „Hugmyndir eru uppi meðal Kjalnesinga um að setja þar upp útialtari. Í þessu ljósi er bent á að nauðsynlegt er að taka til vand- legrar skoðunar hvaða mann- virki, byggingar eða listaverk munu setja svip á staðinn, sér í lagi ef þau koma til með að verða jafn áberandi í landslaginu og umrætt listaverk virðist munu verða,“ segir hverfisráðið og bætir við að Chinmoy-styttan yrði mjög áberandi í landslaginu undir Esju og skera sig úr. gar@frettabladid.is SPURNING DAGSINS Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 3 brennarar úr ryðfríu stáli Vilja ekki risavaxinn bronsjóga við Esjuna Fyrirætlanir áhangenda Sri Chinmoy heitins um að reisa þrettán metra styttu af jóg- anum við rætur Esju verða ekki að veruleika. Hverfisráð Kjalarness segir hæðina afar umdeilanlega á fornfrægum sögustað og ekki myndu skapa frið eins og ætlað væri. STYTTAN AF CHINMOY Bronsstyttan í landi Esjubergs átti að vera þrettán metrar á hæð. MYND/SRI CHIMNOY-MIÐSTÖÐIN Hugmyndir eru uppi meðal Kjalnesinga um að setja þar upp útialtari. Hverfisráð Kjalarness
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.