Fréttablaðið - 11.09.2014, Síða 12

Fréttablaðið - 11.09.2014, Síða 12
11. september 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 SVÍÞJÓÐ Þrátt fyrir töluverða vel- gengni í efnahagslífi Svíþjóðar þau átta ár sem Fredrik Reinfeldt hefur verið forsætisráðherra virð- ast Svíar ekki ætla að flykkjast að baki honum í þingkosningunum, sem haldnar verða á sunnudag- inn. Samkvæmt skoðanakönnun- um hefur lengi stefnt í að hægri flokkarnir missi töluvert fylgi, en stjórnarandstöðuflokkarnir bæti við sig. Bilið hefur þó verið að minnka verulega nú á allra síð- ustu dögum. Nokkur fylgisaukning myndi þó varla duga vinstri flokkunum til þess að ná meirihluta á þingi, og þar munar mest um Svíþjóðar- demókratana sem hafa halað inn fylgi út á útlendingahræðslu sína og stefna nú í að fá tíu prósent atkvæða. Enginn annar flokkur vill sjá Svíþjóðardemókratana með sér í stjórn, þannig að þessi tíu prósent yrðu fyrst og fremst til þess að torvelda meirihlutamyndun bæði til hægri eða vinstri. „Við vöxum á því að fólk fái að koma inn í samfélagið okkar,“ sagði Reinfeldt forsætisráðherra í sjónvarpskappræðum í gær. Hann ítrekaði þá afstöðu sína að inn- flytjendur auðgi Svíþjóð og fjöl- menning geri Svíþjóð að betra landi, en uppskar eins og vænta mátti hörð viðbrögð frá Jimmie Åkesson, leiðtoga Svíþjóðar- demókratanna: „Þetta spennandi samfélag sem Fredrik Reinfeldt talar um einkennist af óeirðum og ýmsum öðrum grófum brotum.“ Åkesson er þar samt alger- lega einn á báti meðal flokksleið- toganna, þannig að vart verður mynduð hægri eða vinstri stjórn að loknum kosningum nema sem minnihlutastjórn með stuðningi eins eða fleiri flokka af hinum vængnum. Stjórn Reinfeldts hefur reynd- ar verið minnihlutastjórn seinni- hluta kjörtímabilsins, þar sem tvö þingsæti vantar upp á að hún hafi þingmeirihluta. Fari svo, sem skoðanakannanir spá, yrði minnihluti hægri stjórn- arinnar enn minni, en lítið myndi vanta upp á stjórnarmeirihluta vinstra megin. Þar gæti hið nýja Femínista- frumkvæði komið til bjargar. Gudrun Schyman, sem var leið- togi sænska Vinstriflokksins á árunum 1993 til 2003, stofnaði flokkinn árið 2005 og gæti nú í fyrsta sinn átt möguleika á því að ná manni á þing. 3,6% munar nú á fylgi vinstri og hægri blokkanna samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum Göran Hägglund Kristilegir Annie Lööf Miðflokk- urinn Jan Björklund Frjálslyndir Jonas Sjöstedt Vinstri- flokkur- inn Åsa Romson Græn- ingjar Fredrik Reinfeldt Hægrifl. Stefan Löfven Jafnaðar- menn Gudrun Schyman Femín- istar Jimmie Åkesson Svíþjóð- ardemó- kratar ford.is Ford Explorer 4WD 7 manna 3,5 TiVCT V6 290 hö bensín, 6 þrepa sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 12,4 l/100 km. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16 KOMDU OG PRÓFAÐU FORD EXPLORER 3,5 V6 290 HESTÖFL 9.350.000 KR.FRÁ 6 ÞREPA SJÁLFSKIPTUR 4WD 7 MANNA Ford Explorer 7 manna lúxusjeppi Reinfeldt hefur sótt í sig veðrið Svíar kjósa sér nýtt þing á sunnudaginn. Hægri stjórn Fredriks Reinfeldt hefur mælst með lítið fylgi í allt sumar, en hefur verið að styrkjast núna á lokasprettinum. Velgengni hægri þjóðernissinna virðist samt geta torveldað mjög alla stjórnarmyndun eftir kosningar. Kosningaúrslit 2010 Skoðanakannanir Hægri blokkin Þingsæti Hlutfall apríl 2014 sept. 2014 Hægriflokkurinn (Moderata samlingspartiet) 107 30,1 24,6 21,8 Frjálslyndir (Folkpartiet liberalerna) 24 7,1 5,4 7,7 Miðflokkurinn (Centerpartiet) 23 6,6 3,6 7,1 Kristilegir demókratar (Kristdemokraterna) 19 5,6 3,0 5,0 Samtals 173 49,3 36,6 41,6 Vinstri blokkin Jafnaðarmenn (Socialdemokraterna) 112 30,7 33,1 29,8 Vinstriflokkurinn (Vänsterpartiet) 19 5,6 9,4 6,5 Græningjar (Miljöpartiet) 25 7,3 9,9 8,9 Samtals 156 43,6 52,5 45,2 Femínistafrumkvæðið (Feminstiskt initiativ) _ _ 2,3 3,4 Svíþjóðardemókratarnir 20 5,7 7,6 9,5 Staða sænsku stjórnmálaflokkanna KEPPINAUTARNIR Stefan Löfven, leiðtogi Sósíaldemókrata, virðist eiga einhverja möguleika á að fella hægri stjórn Fredriks Reinfeldt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Guðsteinn Bjarnason guðsteinn@frettabladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.