Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.09.2014, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 11.09.2014, Qupperneq 32
11. september 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 32 Ófremdarástand ríkir í miðborg Reykjavíkur. Ferðamenn streyma til landsins og gista á hót- elum og gistiheimilum í miðborginni. Þeir vilja sjá Ísland og kaupa sér dags- ferðir til að sjá alla þessa stórmerkilegu staði sem Íslendingar eiga og kynn- ast þannig náttúrunni örlít- ið. Ökuleiðsögumenn og bílstjórar keyra um mið- borgina til að taka þessa ferðamenn upp á morgnana eða skila þeim á hótel að ferð lokinni. En íbúar miðborgarinnar eru bull- andi óánægðir því bílstjórarnir verða stundum að hleypa út fólki eða taka upp á miðri götu. Þetta er vandamálið í hnotskurn. Nýlega birtist grein á Vísi (http:// www.visir.is/rutur-stifla-gotur-i- midborginni/article/2014140909549 og síðar http: //www.visir.is/ rutur-i-midborginni--oll-spjot- beinast-ad-borgaryfirvoldum/ article/2014140909159) þar sem fjallað var um óánægju borgarbúa með umferðina um miðborgina á kvöldin og um nætur þegar verið er að koma heim með fólk. Harkalega var deilt á ökumenn ferðaþjónustu- bíla og það ónæði sem af fólksflutn- ingunum hlýst. Um það er þetta að segja: Bílarnir hafa yfirleitt góðan öryggisbúnað. Sumir eru þannig búnir að þeir pípa þegar bakkað er. Yfirleitt er lítið ónæði af þess- um tækjum og auðvitað má koma þeim tilmælum til eigendanna að aftengja bökkunarpípið. Það myndi þá væntanlega koma niður á örygg- ismálunum en það verður ekki bæði sleppt og haldið. Hótel í hnapp Í sömu grein segist samgöngudeild borgarinnar hafa komið fyrir nokkrum rútustæðum í miðborginni. En betur má ef duga skal. Nánast hvergi er gert ráð fyrir að jeppar og stærri eða minni rútur geti stoppað og alveg klár- lega ekki á strætóbiðstöðv- um eins og staðan er í dag. Samt hafa borgaryfirvöld óhikað veitt hótelum og gistihúsum starfsleyfi tvist og bast um miðborgina, stundum jafnvel mörgum hótelum á sömu torfunni án þess að gera ráð fyrir að ferðaþjónustan geti stoppað nokkurs staðar nærri. Dæmi um þetta er Hlemmur. Þar eru að minnsta kosti þrjú hótel í hnapp, Hlemmur Square, Guest- house 101 og 4th floor hotel auk þess sem nokkur hótel eru örlítið ofan og neðan við Hlemm. Hvergi er hægt að stoppa á þessu svæði og samt eru þar stundum tveir til þrír minni bílar að sækja fólk af sama hótelinu á sama tíma. Þetta veldur miklum vandræðum og getur orðið tilefni hnútukasts svo ekki sé meira sagt. Hvað er til ráða? Strætóbílstjórar flauta. Ökuleiðsögumenn og rútu- bílstjórar eru í klemmu. Viðbrögðin eru þau að bíða færis og reyna að stoppa þar sem nokkur möguleiki er á, stundum uppi á stétt, stundum á miðri götu og reyna að greiða úr hlutunum eins hratt og örugglega og hægt er. En íbúarnir steyta samt hnefann og hnýta hátt og skýrt í bílstjórana, lýsa því fjálglega fyrir börnunum sínum hversu miklir aumingjar og ræflar þeir eru. Tæklum þetta jákvætt Ökuleiðsögumenn og bílstjórar aka ekki um göturnar í miðborg- inni að gamni sínu. Þeir eru í vinnu og verða að geta unnið sína vinnu. Þjóðin byggir afkomu sína meðal annars á erlendum ferða- mönnum. Ferðaþjónustan hefur komið til móts við íbúana og getur örugglega gert betur. Sama gildir um borgaryfirvöld og íbúa. Öku- menn á rútum og jeppum forðast eftir fremsta megni að keyra um miðborgina á kvöldin. Ferðamenn geta nú valið um það hvort þeir kaupa skutl alveg upp að dyrum eða draga ferðatöskurnar sínar um göturnar í miðbænum. Stórar rútur fara ekki um litlu göturnar lengur. Útskýrt er fyrir fólki að rútur megi ekki fara um miðborgina og því sé fólk beðið um að labba. Þessu taka ferðamenn alltaf vel. En ábyrgðin á að vera hjá þeim sem ábyrgðina eiga. Skipulagsyfirvöld og sam- gönguyfirvöld hafa ekki sinnt hlutverki sínu nægilega vel. Öku- tæki í ferðaþjónustunni verða að geta stoppað í miðborginni. Ég vil því hvetja til þess að við komum með tillögur um það hvernig leysa megi vandann í miðborginni frekar en að hnýta hvert í annað. Það er alveg ljóst að fjölga þarf stórlega svæðum þar sem jeppar og rútur geta stoppað við hótel. Það þarf að taka þessa umferð inn í skipu- lagninguna. Borgaryfirvöld þyrftu alltaf að gera ráð fyrir bílaumferð í kringum hótel og gististaði áður en og þegar þau veita starfsleyfi. Lausnin felst tæpast í því að úthýsa öllum hótelum og gististöð- um úr miðborginni. Tæklum þetta frekar jákvætt. Komum með tillög- ur að lausn. Umferðarkrísan í miðborginni Útvarpsstjóri sagðist fella niður morgunbæn og orð kvöldsins til að fá pláss fyrir annað efni á Rás 1. Skildist mér að nýja efnið væri fræðsla um trúar- brögð. Miðað við kröft- ug mótmæli hlustenda er greinilegt að útvarps- stjóri hefur ekki kynnt sér hversu margir eru árris- ulir og finnst gott að fara út í daginn eftir morgun- bæn útvarpsins og sofna út frá orði kvöldsins. Ólíklegt er að nýja efnið fái meiri hlustun en þessar 3 + 5 mínútur, sem skulu klipptar út fyrir almenna trúarbragðafræðslu. Annars hélt ég trúarbragðafræðsla vera hlutverk skóla. Líklegast er það misskilningur, því ekki má lengur gefa Nýja testamentið í barnaskólum, sem segir að ekki megi kenna kristinfræði í barna- skólum. Í 12 ára bekk gáfu Gídeon- félagar öllum Nýja testamentið og er ég þakklátur fyrir gjöfina. Útvarpsstjóri hætti við að fella niður þriggja mínútna morgun- bæn, en orð kvöldsins skal burt úr ríkis útvarpi allra landsmanna, sem flestir játa kristna trú og greiða RÚV skylduáskrift. Ég fletti dagskrá Rásar 1 upp og komst að því að ekki vantar pláss fyrir nýtt efni miðað við hversu mikið efni er endurflutt. Fimmtudagurinn 21. ágúst byrj- aði á bæn dagsins 06:36 til 06:39. Áfangastaður Ísland endurflutt frá 13:00 til 14:00. Steypiregn endur- flutt frá 16:05 til 17:00. Stund með KK endurflutt frá 20:50 til 21:30. Orð kvöldsins frumflutt frá 22:10 til 22:15. Segðu mér end- urflutt frá 22:15 til 23:00. Sjónmál endurflutt frá 23:00 til 24:00. Fyrstu fréttir voru kl. 07:00 og endurfluttar á klukku- stundar fresti svo til óbreyttar. Trúariðkun í 8 mínútur skal kippt út á sama tíma og nóg pláss er fyrir endurflutt efni í 5 klukkustundir! Daginn á undan var endurtekið efni einni klst. lengur. Greinilega er til nóg pláss til að bæta dagskrána. Fyrsta skrefið gæti verið að taka orð kvöldsins inn aftur og í stað endurtekningar frétta kl. 9:00 og 11:00 mætti end- urtaka bæn dagsins fyrir þá sem ekki voru komnir á ról kl. 06:36. Það fer ekki hjá því að maður velti fyrir sér rekstri RÚV sem í áratugi hefur verið rekið með tapi. Fyrri útvarpsstjóri, Páll Magn- ússon, reyndi að slá á tapið með fjöldauppsögnum þeirra, sem vinna á gólfinu. Sá nýi var rétt byrjaður, þegar hann rak alla stjórana og ætlar nú að bæta reksturinn með breyttri dagskrá og það í kjölfar þess að mikilli þekkingu hefur verið hent út. Skyldi ekki vera best fyrir rekst- ur RÚV, úr því sem komið er, að leggja alveg niður Rás 2 og vera með eina góða rás? Ríkisútvarpið og kristin gildiUMFERÐ Guðrún Helga Sigurðardóttir blaðamaður og ökuleiðsögumaður ➜ Hvað er til ráða? Strætó- bílstjórar fl auta. Ökuleið- sögumenn og rútubílstjórar eru í klemmu. RÚV Sigurður Oddsson byggingaverk- fræðingur ➜ Ég fl etti dagskrá Rásar 1 upp og komst að því að ekki vantar pláss fyrir nýtt efni miðað við hversu mikið efni er endur- fl utt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.