Fréttablaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 65
FIMMTUDAGUR 11. september 2014 | MENNING | 45 „Hátíðin hefur alltaf verið að stækka og ég er viss um að hátíðin í ár verður sú flottasta hingað til,“ segir Ísak Rúnarsson, formaður Stúdentaráðs, en í kvöld hefst Októ- berfest með pompi og prakt á svæði Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni. Hátíðin, sem haldin er af Stúdenta- ráði HÍ, fer nú fram í ellefta sinn og verður boðið upp á mikla tónleika- veislu. „Við gerum smá breytingar frá því í fyrra og verðum með tvö stór tjöld í ár í stað þess að hafa eitt stórt og tvö lítil,“ segir Ísak. Í báðum tjöldunum fara fram tónleikar en í nýja tjaldinu verða plötusnúð- ar í forgrunni. Alls koma um tuttugu hljómsveitir fram á hátíðinni. Auk þess að bjóða upp á tónleika verður á staðn- um fallturn og talsvert framboð af matvælum. „Það verður gaman að sjá hvernig fólk tekur í fallturninn þegar það er komið í gott stuð,“ bætir Ísak við. Hátíðin fer fram í kvöld, föstudagskvöld og laugardagskvöld. „Við verðum með búningakeppni á föstudagskvöld og það verða veitt verðlaun fyrir flottasta búning karla og kvenna. Einnig verðlaunum við þann aðila sem er með flottustu mott- una.“ Húllumhæið hefst klukkan 20.00 í kvöld í Vatnsmýrinni og er sala á miði.is og við innganginn. - glp Fallturn og festival í Vatnsmýrinni Fjöldi listamanna kemur fram Októberfest Stúdentaráðs hefst í kvöld. HÁTÍÐARSKAP Ísak Rúnarsson formaður Stúdentaráðs HÍ lofar miklu stuði í Vatnsmýrinni. ■ Agent Fresco ■ Mamm´´ut ■ Vök ■ Kiriyama Family ■ Ourlives ■ Emmsjé Gauti ■ Reykjavíkurdætur ■ Úlfur Úlfur ■ Dikta ■ Jón Jónsson ■ Ojba Rasta ■ Hinemoa ■ Páll Óskar ■ Steindi ■ Bent ■ Friðrik Dór ■ Amabadama FRAM KOMA MEÐAL ANNARS Fæst í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum www.gengurvel.is BELLAVISTA náttúrulegt efni fyrir augun, ríkt af lúteini og bláberjum ÞREYTT AUGU 2.000 kr. afsláttur af áskriftarkortum Borgarleikhússins Vildarþjónusta Tilboðið gildir til 20. september islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook Íslandsbanki býður viðskiptavinum í Vildarþjónustu 2.000 kr. afslátt af áskriftarkortum Borgarleikhússins. Í vændum er kröftugt og töfrandi leikár hjá Borgarleikhúsinu sem þú getur kynnt þér á borgarleikhus.is. Íslandsbanki er stoltur bakhjarl Borgarleikhússins. Tilboð á áskriftarkortum Almennt verð 14.500 kr. Vildarþjónustuverð 12.500 kr. Áskriftarkort fyrir 25 ára og yngri Almennt verð 9.900 kr. Vildarþjónustuverð 7.900 kr. Áskriftarkortið gildir á fjórar sýningar að eigin vali. „Í raun hófst þetta verkefni fyrir 12 árum án okkar vitundar þegar ég hitti Óskar í fyrsta skipti í London. Það var eins og við hefð- um spilað saman í mörg ár og að hann vissi allt um grúvið og sálina í brasilískri tónlist en þó þannig að hann bætti einhverju mjög sérstöku við hana. Tveim árum síðar var ég á Íslandi að spila með Óskari og fleiri íslensk- um tónlistarmönnum. Tilfinning- in varð enn þá sterkari. Ég hafði fundið nýja leið til að spila tón- listina sem ég elska,“ segir bras- ilíski söngvarinn og gítarleik- arinn Ife Tolentino sem kemur nú til Íslands 12. árið í röð til að leika með Óskari Guðjónssyni saxófónleikara í Mengi í kvöld klukkan 21.00. Leiðir þeirra lágu saman í London er Óskar var búsettur þar. Eitt af markmiðum Óskars var að kynnast brasilísk- um gítarleikara og söngvara til að nema þá fögru list sem þetta einstaklega hjartahlýja fólk hefur gefið umheiminum. Bossa nova og samba eru bara þekktustu stíl- ar þessarar margslungnu tónlist- ar sem Ife og Óskar munu leika. Það má segja að þetta hafi verið ást við fyrsta tón. Vinátta Ife og Óskars hefur getið af sér geisla- diskinn VOCÊ PASSOU AQUI. Ife hefur um árabil verið búsett- ur í London og er vel þekktur innan brasilískrar tónlistarsenu þar í borg. Hlaut hann nýverið verðlaun, Brazilian International Press Awards. - glp Leiða saman hesta sína GOTT TEYMI Óskar Guðjónsson og Ife Tolentino koma fram í Mengi í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.