Fréttablaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 68
11. september 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 48 Moose Allain @MooseAllain 9. sept. Ég hef þetta stutt, er að tísta úr iPhone, en verður raf- hlaðan betri #ip- hone6questions TechnicallyRon @TecnicallyRon 9. sept. Mun hann gera pabba stoltan af mér? #ip- hone6questions Muscle & Fitness @muscle_fitness 9. sept. Ég meina, lyftir hann einu sinni? #iphone6ques- tions Miranda Keeling @MirandaKeeling 9. sept. #iphone6ques- tions Er hann betri en súkkulaðikaka með ætu glimmeri? #iphone6answers Nei. The Sunday People @thesundaypeople 9. sept. Mun hann virka ef ég missi hann í klósettið? #ip- hone6questions VodkaVendettas @VodkaVendettas 9. sept. Er hann lífrænn? Er hann glútenfrír? #iphone6ques- tions Trend á Twitter Tístarar velta fyrir sér möguleikum iPhone 6 Kassamerkið #iPhone6questions varð verulega vinsælt á Twitter á þriðjudag þegar nýjustu útgáfur iPhone voru kynntar. Skiptar skoðanir eru um snjall- símann og veltu margir fyrir sér hvað hann gæti í raun og veru gert. LÍFIÐ ÁSTIN RÆÐUR FERÐINNI Upplifðu borg elskenda! Flestir sem þekkja til Rómeó og Júlíu vita að Veróna var borgin þar sem ástin þeirra kviknaði og lifir enn. Borgin er vinsæl fyrir sögulegar byggingar, falleg torg og brýr yfir Adige ánna. Verona er þekkt fyrir einstaka matargerð, bragðmikla osta og vínmenningu. Einstök ferð sem gleður og gerir vel við bragðlauka sem og önnur skynfæri. Takmarkaður fjöldi sæta er í boði. Upplifun sem að enginn má missa af. ÍTALÍA - VERONA Í BEINU FLUGI 31 október - 3 nóvember 2014 Flug, allir skattar og gjöld Allur akstur samkvæmt dagskrá Gisting á hóteli með morgunmat Úrval skoðunarferða í boði Íslensk fararstjórn Kynntu þér málið á transatlantic.is og í síma 588-8900 Botn 1 ½ bolli hveiti ¾ bolli muldar saltkringlur (mældar þegar búið að mylja niður) 1/3 bolli flórsykur ½ bolli bráðið smjör Fylling 2 bollar dökkir súkkulaðibitar 1 bolli hnetusmjör 1 bolli brytjaðar saltkringlur Hitið ofninn í 180 gráður. Klæðið litla bökunarplötu eða ferkantað form með bökunarpappír. ■ Botn: Þeytið hveiti, saltkringl- ur og sykur vel saman. Bætið smjörinu varlega saman við. Deigið á að vera mjúkt en ekki of blautt. Þrýstið deiginu í form- ið og bakið í 10-12 mínútur. ■ Fylling: Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Bætið hnetusmjörinu saman við og hrærið þar til mjúkt. Hellið súkkulaðiblöndunni yfir botn- inn og dreifið úr. Gott er að slá forminu í borðplötu til þess að losna við loftbólur sem kunna að myndast í súkkulaðinu. Strá- ið saltkringlunum yfir og setjið svo formið í frysti í um klukku- stund. Skerið bitana niður og berið fram, annaðhvort frosna eða við stofuhita. Uppskriftin er fengin af síðunni www.yummly.com. Gómsætir súkkulaði- og saltkringlubitar Einfaldir, skemmtilegir og gómsætir bitar sem fl jótlegt er að útbúa. UPPSKRIFT Súkkulaði- og saltkringlubitar sem standa undir nafni. MYND/YUMMLY Netöryggi hefur mikið verið rætt í fjölmiðlum upp á síðkastið. Mikið hefur borið á því undanfarið að íslenskar unglingsstúlkur noti samskiptamiðilinn Instagram til þess að tjá erfiðar tilfinningar. Instagram-síðurnar ganga þannig fyrir sig að notandinn deilir þar myndum að eigin vali, en getur ráðið hvort síðan er opin öðrum notendum eða hvort biðja þurfi sérstaklega um aðgang að henni. Svo virðist sem þær noti opna aðganginn til þess að setja upp eins konar fullkomna ímynd. Á lokaða aðganginum birta þær svo myndir sem eru kannski raunveru- legri eða sýna líf þeirra og líðan í réttu ljósi. Undir myndirnar skrifa þær athugasemdir á borð við „Ég hef alltaf verið ósátt með líkama minn“ eða „Vildi óska þess að ég myndaðist vel“. Stúlka á ferming- araldri setti inn mynd af sígarettu og skrifaði undir „tvær á dag koma skapinu í lag“. Fréttablaðið hafði samband við unglingsstúlku sem þekkir þetta vel og lýsti svona: „Þær setja allt þarna inn og setja viljandi ljótar myndir þarna í staðinn fyrir að setja það á opnu síðuna, því þar á allt að vera fullkomið. Þetta er eig- inlega eins og að eiga annað líf þar sem þær segja hvað allt sé ömur- legt og þær ömurlegar.“ Hrefna Hrund Pétursdóttur, sálfræðingur í Forvarna- og með- ferðarteymi barna hjá Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja, segir að mögulega sé þetta leið þessara unglingsstúlkna til að fá útrás fyrir erfiðar tilfinningar sem þær séu ekki tilbúnar að deila nema með útvöldum. Í sumum tilvikum gæti þetta hreinlega verið kall á hjálp. „Það er þekkt að sumir ein- staklingar, sem líður illa, setji upp grímu til þess að aðrir sjái ekki hversu illa þeim líður, en þeim líður í raun mjög illa. Þetta gæti verið birtingarmynd af því sem hefur þá færst á netið,“ segir Hrefna, og á þá við að opni aðgang- urinn sé líkur þeirri grímu sem fólk notar til að fela raunveruleg- ar tilfinningar sínar. - asi Lifa tvöföldu lífi á samfélagsmiðlum Hrefna Hrund Pétursdóttir sálfræðingur segir tvöfalt líf á samfélagsmiðlum mögulega leið ungmenna til að fá útrás fyrir erfi ðar tilfi nningar. HÉR MÁ SJÁ SKJÁSKOT af mynda- síðum nokkurra stúlknanna. SETJA UPP GRÍMU Í einhverjum tilvi- kum er þetta kall á hjálp, segir Hrefna Hrund Pétursdóttir, sálfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.