Fréttablaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 86
11. september 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 66 „Ég get ekki svarað fyrir ráðuneyt- ið, eða tjáð mig um hvaða aðstæð- ur liggja að baki, en ég get staðfest það að framleiðendur myndarinnar Noah, sem tekin var upp hér á landi sumarið 2012, hafi ekki enn feng- ið þá 20 prósenta endurgreiðslu frá atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytinu sem þeim ber að fá,“ segir Helga Margrét Reykdal, hjá íslenska framleiðslufyrirtækinu Truenorth, en fyrirtækið þjónu- staði kvikmyndaverið Paramount Pictures við að skjóta stóran hluta myndarinnar hér á landi. „Að sjálfsögðu kemur þetta sér ekki vel. Allar tafir eru slæmar og það geta verið misjafnar ástæð- ur fyrir því af hverju greiðslunum seinkar en það sem skiptir öllu máli er að vinnsluhraðinn hjá ráðuneyt- inu sé góður. Hann hefur ekki alltaf verið það,“ segir hún jafnframt. Helga Margrét er ekki sú fyrsta úr kvikmyndageiranum á Íslandi sem tjáir sig um seinagang stjórn- valda. Atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið endurgreiðir erlendum framleiðendum sem taka kvikmynd- ir og sjónvarpsþætti hér á landi 20 prósent af framleiðslukostnaði, en í viðtali við Vísi í janúar síðastliðn- um nefndi leikstjórinn Baltasar Kormákur dæmi um seinagang við endurgreiðslur vegna myndarinnar Oblivion sem tekin var upp á Íslandi árið 2012 og skartaði Tom Cruise í aðalhlutverki. Baltasar nefndi í sama viðtali að endurgreiðslurnar væru mjög mikil- vægur þáttur í ferlinu að trekkja erlend kvikmyndaverkefni til lands- ins. Hann lagði mikla áherslu á að lánafyrirtækin sem leggja út fyrir 20 prósentunum yrðu að geta treyst því að fá endurgreitt. Baltasar bætti við að þó mikið af erlendum stórmyndum hefði verið tekið hér á landi undan- farið væri í flestum tilfellum um fjallatökur að ræða. Hann sagði nauðsynlegt að erlendir fram- leiðendur hefðu traust á íslenska kerfinu og þá myndu hugsanlega koma hingað til lands verkefni í heilu lagi. „Við getum ekki endalaust skot- ið sama fjallið. Það verður að vera vit í þessu peningalega. Við erum með sendinefndir þegar kemur að álverum. Það vantar einhverja til að liðka fyrir til að menn hafi traust á kerfinu, þó Íslandsstofa standi sig ágætlega. Ég er ekki að ásaka neinn um klúður heldur að benda á að kerfið er ekki nógu vakandi. Það er pirrandi að fara með 60 milljón doll- ara verkefni til Ítalíu þegar ég gæti tekið það hér,“ bætti Baltasar við, og átti þá við tökur á nýjustu kvikmynd sinni, Everest. Hilmar Sigurðsson, formaður Samtaka íslenskra kvikmyndafram- leiðenda, tekur undir þessi orð Balt- asars og segir endurgreiðslurnar frá ráðuneytinu eitt af þremur lykil- atriðum sem miði að því að trekkja erlend verkefni til Íslands. „Hluti af því að erlendar myndir eru tekn- ar hér á landi er auðvitað náttúr- an og umhverf- ið, og starfs- fólkið okkar, og svo þetta endur- greiðslukerfi. Styrkurinn í íslenska kerfinu er einfaldleiki þess, það á að vera tiltölulega þægilegt og gagn- sætt. Það er náttúrulega áhyggju- efni ef greiðslur eru að dragast of lengi, en við þurfum líka að átta okkur á því að um er að ræða greiðslur úr ríkissjóði sem lúta lög- málum ríkisreiknings og eðlilegr- ar meðferðar opinbers fjár. Maður skilur að það sé ekki bein ávísun um leið og öllum gögnum hefur verið skilað, en það verður að gera þær kröfur að svona kerfi virki eins og þeim er lýst.“ Endurgreiðslur á borð við þær sem greiddar eru á Íslandi tíðk- ast um allan heim. „Hagræn áhrif þeirra hafa verið reiknuð út, marg- sinnis, og þjóðfélagið hefur hag af þessu, til dæmis út af vinnusköttum. Þróunin í þessu í nágrannalöndum okkar er sú að ráðuneytin eru að hækka þessar endurgreiðslur. Í Bretlandi hafa þær hækkað upp í 25-30 prósent, á Írlandi er endurgreiðslan í 28 prósent- um en stendur til að hækka hana upp í 32 %. Í Kanada, sem er kannski heldur óvenjulegt, er hægt að fara í yfir 50 prósent undir ákveðnum skilyrðum.“ Fréttablaðið óskaði eftir upplýs- ingum um ástæður þess að endur- greiðslur úr ríkissjóði vegna kvikmyndarinnar Noah hefðu ekki verið greiddar framleiðand- anum. Þau svör fengust að ráðuneytið gæfi ekki upplýsing- ar um stöðu ein- stakra verkefna. olof@frettabladid.is „Ég er með allt í rugli sjálfur. Ég er hræðilegur fjármálagæi. Þannig að þetta verkefni er gott fyrir mig. Þess vegna er ég fenginn í þetta því ef ég skil þetta ekki gengur þetta ekki upp. Þetta er þáttur á manna- máli,“ segir leikstjórinn Baldvin Z. Hans nýjasta verkefni er að leik- stýra neytendaþætti á RÚV en stjórnandi þáttarins er Helgi Selj- an. Þættirnir eru í tökum núna og verða sýndir eftir áramót. „Ég á vin sem heitir Breki Karls- son. Fyrir þremur árum gerði ég með honum sjónvarpsseríu sem hét Ferð til fjár og fjallaði um fjármála- læsi. Hljómar mjög sexí og spenn- andi,“ segir Baldvin og hlær. „Nú ákvað Breki að gera sex nýja þætti og Helgi er með okkur í þeim. Upp- runalega var ég ráðinn í þetta verk- efni til að finna skemmtilega leið að þessu viðfangsefni. Það gekk mjög vel og því var ég fenginn til að gera þetta aftur. Það er bara gaman.“ Baldvin er hvað þekktastur fyrir að leikstýra kvikmyndunum Óróa og Vonarstræti. „Þetta verkefni er allt öðruvísi. Markmiðið er að breyta hugsun landsmanna örlítið og gera okkur að betri neytendum. Við sýndum til dæmis fram á að við verðum ekki rík á því að fá peninga heldur á því að spara í útgjöldum. Við berum nefnilega miklu meiri ábyrgð á því hvernig sölumenn haga sér gagn- vart okkur en við gerum okkur grein fyrir,“ segir Baldvin. - lkg Gerir landsmenn að betri neytendum Leikstjórinn Baldvin Z leikstýrir neytendaþætti. Talsvert öðru vísi en bíóbransinn segir hann en Baldvin er hvað þekktastur fyrir myndirnar Óróa og Vonarstræti. Sjálfur er Baldvin með allt í rugli. FJÖLHÆFUR Baldvin er nýkominn frá Toronto þar sem Vonarstræti var sýnd. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Pokémonserían er uppáhaldið mitt, þetta eru virkilega einstakir leikir sem geta verið eins einfaldir eða flóknir og þú vilt gera þá. Ég byrjaði á Pokémon Blue árið 2000 og var síðast að klára Pokémon X sem kom út í fyrra. Núna bíð ég spennt eftir Pokémon Omega Ruby & Alpha Sapphire sem koma út í nóvember.“ Júlía Hermannsdóttir, söngkona Oyama TÖLVULEIKURINN Hamskiptin ★★★★★ The Guardian ★★★★★ Sunday Express ★★★★★ Daily Mail ★★★★★ Daily Telegraph ★★★★★ What’s On Stage „Snilldarverk“ New York Times ★★★★★ The Australian Stage ★★★★★ Time Out Hong Kong eftir Franz Kafka í leikgerð Vesturports Rómuð sýning Vesturports snýr aftur eftir sigurgöngu um heiminn. Sýnt frá 17. september. Aðeins 9 sýningar. Tryggðu þér leikhúskort! WWW.LEIKHUSID.IS Kerfi ð verður að virka eins og því er lýst Tuttugu prósenta endurgreiðsla hefur ekki borist fyrir kvikmyndina Noah, í leik- stjórn Darrens Aronofsky, en hluti myndarinnar var tekinn hér á landi árið 2012. ÁHYGGJUEFNI EF GREIÐSLUR DRAGAST Hilmar Sigurðsson, formaður Samtaka íslenskra kvikmyndaframleiðenda, segir að það verði að gera kröfu um að kerfið virki. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR SKIPTIR MÁLI AÐ VINNSLUHRAÐINN SÉ GÓÐUR Helga Margrét Reykdal, hjá Truenorth, segir allar tafir í afgreiðslu endurgreiðslna mjög slæmar. AÐSEND MYND Að sjálfsögðu kemur þetta sér ekki vel. Allar tafir eru slæmar, og það geta verið misjafnar ástæður fyrir því af hverju um seinkun á greiðslunum er að ræða, en það sem skiptir öllu máli er að vinnsluhraðinn hjá ráðuneytinu sé góður. Hann hefur ekki alltaf verið það Helga Margrét Reykdal BALTASAR KORMÁKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.