Fréttablaðið - 02.10.2014, Side 2

Fréttablaðið - 02.10.2014, Side 2
2. október 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 HEILBRIGÐISMÁL „Ég er búin að starfa við þetta síðan 1998 og ég er alltaf að berjast við þessar vind- myllur. Þessar rannsóknir sem er verið að vitna í eru gallaðar. Þær eru gerðar af kristilegum sjúkra- húsum og kristilegum skólum og er ætlað að sýna fram á ákveðnar niðurstöður,“ segir Helga Sól Ólafs- dóttir, félagsráðgjafi á kvennadeild Landspítalans, um ummæli Siri Didriksen, eins skipuleggjenda Kristsdags, um fóstureyðingar. Á Kristsdegi sem haldinn var í Hörpu þann 27. september síðast- liðinn var sérstaklega beðið fyrir breyttum viðhorfum til fóstureyð- inga. Í viðtali við Fréttablaðið síðast- liðinn mánudag sagði Siri að konum sem færu tvisvar og oftar í fóstur- eyðingu um ævina, „liði virkilega illa“ á efri árum og sagði hún máli sínu til stuðnings að rannsóknir sýndu fram á þá niðurstöðu. Vildi Siri meina að samfélagið setti þrýsting á margar ungar konur til að láta eyða fóstri og að konur not- uðu fóstureyðingar eins og getnað- arvörn. Helga Sól segist ekki hafa orðið vör við slíkt í sínu starfi. „Þetta er auðvitað alltaf erfið ákvörð- un. Það koma engar konur hingað af því að þær langar til þess. Þær koma vegna þess að aðstæður eru þannig að þær sjá ekki fram á að þetta gæti hreinlega gengið. Það er þeirra eigið mat á eigin aðstæð- um. Þær vilja geta gefið barni gott líf þegar þar að kemur. Mér finnst leiðinlegt að heyra tal um að konur noti þetta úrræði sem getnaðar- vörn. Eftir öll mín ár í starfi hef ég ekki enn hitt þá konu.“ Helga Sól bendir á að þær konur sem nýti sér fóstureyðingu sem úrræði séu langflestar undir 24 ára aldri og að 70 prósent af fóstureyð- ingum séu framkvæmd undir níu vikum. Hún bendir á að fjöldi fóst- ureyðinga hafi staðið í stað í fjölda ára en þeim fari í raun fækkandi. Helga Sól bendir á að þvert á móti fullyrðingum Siri sýni aðrar rannsóknir frá virtum rannsókn- arhópum ekki fram á að fóstureyð- ingar valdi konum andlegri van- líðan. Hún bendir á yfirlitsgrein frá 2008 sem mun vera sú grein sem mest er vitnað í á þessu sviði. Greinin tekur saman 21 rannsókn á áhrifum fóstureyðinga á andlega heilsu og segir að þar komi ekki fram nein neikvæð áhrif hjá þeim hópi sem farið hefur í fóstureyð- ingu umfram þann sem ekki hefur gert það. Varðandi málflutning Siri segir Helga hann vera meiðandi fyrir þær konur sem hafa valið að láta eyða fóstri. „Þetta er svo mikil dómharka. Það er í raun og veru verið að ýta undir að þú eigir að skammast þín. Þér á að líða illa. Ef þér líður ekki illa er eitthvað að þér. Ég skil ekki hvernig mann- eskja sem talar um náungakær- leika getur sagt þetta við kynsyst- ur sínar.“ hannarut@frettabladid.is Bæn um fóstureyð- ingar meiðandi Félagsráðgjafi á kvennadeild segir rannsóknir sýna að fóstureyðing valdi konum ekki vanlíðan. Segir bæn á Kristsdegi um breytt viðhorf til fóstureyðinga ýta undir skömm. Verður ekki vör við þrýsting frá samfélaginu á fóstureyðingar. FÉLAGSRÁÐGJAFI Helga Sól Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á Kvennadeild Landspítalans, segir dómhörku einkenna tal eins skipuleggjenda Kristsdags um fóstureyðingar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Þorsteinn, er þetta á tæru með tæringuna? „Þetta er á kristaltæru.“ Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir málmtæringu vandamál í langdregnu eldgosi. NATÓ Norðmaðurinn Jens Stoltenberg hefur tekið við starfi framkvæmda- stjóra Nató af Dananum Anders Fogh Rasmussen. Stoltenberg fundaði í fyrsta sinn með Norðuratlantshafsráðinu í höfuðstöðvum þess í Brussel í gær og sagði það vera mikinn heiður að taka við embættinu sem hann lýsti sem krefjandi starfi á krefjandi tímum. Stoltenberg sagðist hafa fundið fyrir miklum stuðningi frá öllum banda- lagsríkjum. Hann sagði jafnframt að öll bandalagsríkin yrðu að axla ábyrgð og að bandalagið yrði að geta tekið ákvarðanir á hættutímum þar sem aðstæður breytast fljótt. Stoltenberg, sem steig fyrst fram á alþjóðlega sjónarsviðið eftir að hryðjuverkaárásirnar voru gerðar í Noregi í júlí 2011, sagðist vilja heim- sækja öll bandalagsríkin og hefur skipulagt ferðir til Póllands og Tyrk- lands á næstu dögum. - glp Jens Stoltenberg er orðinn framkvæmdastjóri Nató: Vill heimsækja öll aðildarríkin STOLTUR Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, er orðinn fram- kvæmdastjóri Nató. NORDICPHOTOS/AP HONG KONG, AP Leiðtogar mótmæl- enda í Hong Kong vöruðu við því að ef æðsti yfirmaður Hong Kong segði ekki af sér í gær myndu þeir fjölga mótmælaaðgerðum sínum, þar á meðal leggja undir sig þó nokkrar mikilvægar byggingar stjórnvalda. Þar með eiga mótmælendur á hættu að lenda í átökum við lög- reglu því ólíklegt er að hún leyfi þeim að leggja undir sig bygging- arnar án fyrirhafnar. Með yfirlýsingu sinni hafa mót- mælendur einnig sett þrýsting á kínversk stjórnvöld. Þau hafa hingað til sagt mótmælaaðgerð- irnar vera ólöglegar og stutt til- raunir Leung Chun-ying, fram- kvæmdastjóra Hong Kong, til að binda enda á þær. Hann var við- staddur athöfn þar sem fáni var dreginn að húni í tilefni þjóðhá- tíðardags Kínverja í gær. Fyrir athöfnina hrópuðu nokkur hundr- uð mótmælendur á Chun-ying og kröfðust þess að hann segði af sér embætti. Þegar athöfnin hófst sneru þeir baki við því sem fram fór. Xi Jinping, forseti Kína, hefur hingað til verið harður í afstöðu sinni gegn öllum þeim sem ógna veldi kommúnistaflokksins. Í þjóðhátíðarræðu sinni hét hann því að tryggja hagsæld og stöðug- leika í Hong Kong. Aukinn fjöldi fólks tók þátt í mótmælunum í gær, enda var um frídag að ræða. Talið er að tugur þúsunda hafi verið á götum úti. - fb Ef æðsti maður segir ekki af sér munu mótmælendur leggja undir sig byggingar stjórnvalda: Mótmælendur hóta hertum aðgerðum AÐGERÐASINNI Einn þeirra sem hafa krafist lýðræðisumbóta í Hong Kong hrópar slagorð yfir hóp mótmælenda á götu skammt frá höfuðstöðvum stjórn- valda í Hong Kong. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLA Gylfi H. Gylfason, lög- reglufulltrúi hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra, er á leið í þriggja mánaða nám við lög- regluháskóla FBI í Quantico í Bandaríkjunum. Námið er ætlað stjórnendum lögreglu en helsta markmið þess er að auka þekk- ingu nemenda og gera þá betur í stakk búna til að takast á við flókin löggæsluverkefni. Gylfi er jafn- framt níundi íslenski lögreglu- maðurinn sem leggur stund á nám við skólann. Námið er í samvinnu við háskólann í Virginíufylki en lögregluháskóli FBI er þekktur á alþjóðavettvangi fyrir námið. - glp Hæfni lögreglumanna efld: Lögreglumaður í nám hjá FBI FJÖLMIÐLAR Samkomulag hefur náðst milli RÚV og Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins um frestun á afborgun af skuldabréfi að fjár- hæð 190 milljónir króna. Gjalddagi bréfsins var í gær en hefur verið frestað til 31. desember 2014. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Umfangsmiklar niðurskurðar- aðgerðir undanfarins árs hafa ekki dugað til að vega á móti nið- urskurði á þjónustutekjum og útlit er fyrir tap á rekstrarárinu 2013 til 2014. Viðræður standa yfir við stjórnvöld um að leysa úr þess- um langtímavanda, auk þess sem unnið er að sölu eigna RÚV, meðal annars lóða og fasteigna. Ingvi Hrafn Óskarsson formað- ur stjórnar RÚV er bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt skuldina eftir fjóra mánuði. „RÚV er nátt- úrulega með tekjur allan ársins hring, frá auglýsingasölu og öðru, auk þess sem það fær greiðslu frá ríkinu sem inn- heimtir útvarpsgjaldið. En þetta sýnir bara þá þröngu stöðu sem RÚV er í, það má ekkert út af bregða,“ segir hann. Ingvi segir að nú þegar hafi verið ráðist í umfangsmikl- ar niðurskurð- araðgerðir en segir að frek- ari uppsagnir séu ekki fyrir- hugaðar að svo stöddu. Hann segir að umfang vandans sem safnast hefur upp sé slíkt að fleira þurfi að koma ti l . Nauðsyn- legt sé að ræða fjárhagsgrund- völl félagsins í samhengi við margbrotin lögboðin verk- efni við stjórn- völd. - fbj Ríkisútvarpið ohf. er yfirskuldsett vegna gamalla lífeyrissjóðsskuldbindinga: RÚV getur ekki staðið í skilum Þetta sýnir bara þá þröngu stöðu sem RÚV er í, það má ekkert út af bregða. Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður stjórnar RÚV KJARAMÁL Már Guðmundsson seðla- bankastjóri segir ekki raunhæft að laun hækki um meira en 3,5 prósent á ársgrundvelli í komandi kjaravið- ræðum aðila vinnumarkaðarins. Seðlabankinn muni ella beita stýri- vöxtum til að draga úr áhrifum launahækkana á verðbólgu. Peningastefnunefnd Seðlabank- ans ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum en lýsti yfir áhyggjum af spennu á vinnumarkaði og gefið í skyn að vextir muni hækka næst af þeim sökum. Aðildarfélög ASÍ hafa gert stífa kröfu um launahækkanir í komandi kjaraviðræðum. - þþ Gætu þurft að hækka vexti: Laun megi ekki hækka mikið SPURNING DAGSINS Sturtusett Verð frá kr. 66.900 Gæði fara aldrei úr tísku

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.