Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.10.2014, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 02.10.2014, Qupperneq 22
2. október 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 22 Heyrnar- og ta lmeinastöð Íslands (HTÍ) varar heyrnar- skerta við því að kaupa heyrnar- tæki án ráðgjafar frá fagaðilum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Kristján Sverrisson, for- stjóri HTÍ, sendi fjölmiðla í gær. Kristján segir að borið hafi á því að einstaklingar auglýsi stíft til aldraðra heyrnartæki til sölu. Auglýsingum hefur verið komið fyrir í sambýlum aldraðra, born- ar út í póstkassa á elliheimilum, dvalarheimilum og víðar. Kristján segir að þau tæki sem HTÍ hafi fengið að skoða séu kínversk framleiðsla og í þeim séu einfaldir hljóðmagn- arar sem settir eru inn í hlust- ir viðkomandi. Tækin sé ekki hægt að aðlaga sérstaklega að heyrnarskerðingu viðkomandi einstaklings. „Þetta er einfald- ur magnari sem bara hækkar öll hljóð inn í hlust, en þegar þú tapar heyrn þá gagnast það lítið,“ segir Kristján í samtali við Fréttablaðið. „Ég efast um að þetta henti mjög mörgum sem lausn,“ segir Kristján. Þessi umræddu heyrnartæki sem HTÍ varar við kosta innan við 30 þúsund krónur. Þau tæki sem HTÍ býður til sölu geta hins vegar kostað yfir 300 þúsund krónur, eða tífalt meira en þessi heyrnartæki sem Kristján varar við. Kristján segir í samtali við Fréttablaðið að auglýsingum um þessi kínversku tæki hafi verið dreift um nokkurt skeið. „Það kom inn fatlaður maður og eiginkona hans í gær og höfðu fengið auglýsingar um helgina þannig að hann heldur áfram markaðsstarfsemi,“ segir Krist- ján. Fréttablaðið náði tali af Þóri Gunnlaugssyni, sem flytur umrædd tæki inn. Hann líkir innflutningi og sölu á tækjunum við sölu á ódýrum gleraugum í versluninni Tiger. Þórir segir athugasemdir HTÍ byggðar á misskilningi. „Þeir vilja ekki að það komi neinn inn á þenn- an bisness þeirra, enda skiljan- legt,“ segir Þórir. Hann segist lána fólki tækið í eina viku gegn 2.000 króna greiðslu. „Síðan tekur fólk ákvörðun um það hvort það hefur not fyrir það eða ekki,“ segir hann. Í reglugerð um sölu heyrnar- tækja segir að til sölu þeirra þurfi rekstrarleyfi ráðherra. Áður en ráðherra veitir rekstr- arleyfi skuli hann óska eftir umsögn landlæknis um það annars vegar hvort þau heyrn- artæki, sem rekstrarleyfishafi hyggst selja, og önnur lækninga- tæki, sem hann hyggst nota, upp- fylli kröfur samkvæmt lögum um lækningatæki og hins vegar hvort umsækjandi sé fær um að veita nauðsynlega fagþjónustu. jonhakon@frettabladid.is Þetta er einfaldur magnari sem bara hækkar hljóð inn í hlust. En þegar þú tapar heyrn þá gagnast það lítið. Kristján Sverrisson, forstjóri Heyrnar- og talmeinarstöðvarinnar Bestu kaupin eru það að kaupa mig inn í Búseta, segir séra Hildur Eir Bolladóttir. Hún flutti til Akureyrar fyrir fjórum árum þegar hún fékk starf sóknarprests þar. Hún segist aldrei hafa keypt íbúð heldur leigt þegar hún bjó í Reykjavík. „En svo þegar ég kom hingað norður þá keypti ég mig inn í Búseta og þess vegna bý ég í fínni íbúð, borga ákveðna leigu og það er öll þjónusta,“ segir Hildur Eir. Þar sé meðal annars slegið í kringum húsið á sumrin, snjómokstur á veturna, ef rafmagnstæki bili þá séu þau endurnýjuð. „Þetta hefur verulega minnkað áhyggjur mínar. Þetta einfaldar lífið. Og ég er alltaf glöð þegar ég get einfaldað líf mitt,“ segir hún. Hildur Eir segir að verstu kaupin séu rósóttar leggingsbuxur sem hún keypti í Vero Moda fyrir tveimur árum. „Ég hélt að þær myndu fara mér vel af því að þetta var í tísku þá. En komst svo að því þegar ég var búin að klæða mig í þær að ég var eins og þægilegur sumarbústaðasófi úr IKEA. Þannig að ég fór bara einu sinni í þær án þess að leyfa nokkrum að sjá. Þær eru enn þá inni í skáp og ef einhver vill fá svona leggingsbuxur í stærð large þá má hann fá þær endur- gjaldslaust,“ segir Hildur Eir. Hún segist hafa gleymt því um stund að hún væri komin vel á fertugsaldurinn og væri ekki lengur með spóaleggi. „Og var bara svo spennt af því að þær voru á góðu verði og þetta var rosa í tísku þá. Þegar ég var komin í þær áttaði ég mig á því að maður þarf stundum að kaupa sér föt sem klæða mann frekar en að velja það sem er í tísku,“ segir Hildur Eir. NEYTANDINN Hildur Eir Bolladóttir Búsetaréttur er bestu kaupin Varar heyrnarskerta við ódýrum heyrnartækjum Heyrnar- og talmeinastöð Íslands varar heyrnarskert fólk við því að kaupa heyrnartæki án þess að leita sér fyrst ráðgjafar frá fagaðilum. Sölumaður sem selur slík tæki segir athugasemdirnar byggðar á misskilningi. MIKILVÆG TÆKI Tæki sem Heyrnar- og talmeinastöðin selur geta kost- að hundruð þúsunda. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM Heyrnarmælingu, þ.e. loft- og beinleiðnimælingu, þrýstingsmælingar, talþröskulds mælingar, talgreiningu og ef nauðsyn krefur mælingu á óþægindamörkum, sem framkvæmd er af heyrnarfræðingi eða háls-, nef- og eyrnalækni með viður kenndum búnaði. Læknisskoðun sem framkvæmd er af háls-, nef- og eyrnalækni. Faglega aðstoð við val á heyrnartækjum og stillingar á þeim og eftirfylgni við notkun tækisins ef þörf krefur ásamt leiðbeiningum um umhirðu og viðhald tækis. Rekstrarleyfishafi skal tryggja viðgerðar- og viðhaldsþjónustu vegna þeirra heyrnartækja sem hann selur samkvæmt reglugerð þessari. Um ábyrgð á heyrnartækjum fer skv. lögum um lausafjárkaup nema samið sé um betri rétt. Landlæknir getur gefið út leiðbeiningar um verklag við veitingu þeirrar þjónustu sem um getur í a-lið 1. mgr. ➜ Þessa þjónustu þurfa söluaðilar að veita Verðmunur á æfingagjöldum hjá fimleikafélög- unum er allt að 131 prósent, samkvæmt niður- stöðum Verðlagseftirlits ASÍ. Tekið var saman hvað kostar að æfa fimleika fyrir 8-10 ára börn nú í haust í fjórar klukkustundir á viku í fjóra mánuði. Dýrast er að æfa hjá Gerplu í Kópavogi eða 57.308 krónur en ódýrast hjá Fimleikafélag- inu Rán á 24.840 krónur. Þetta er 32.468 króna verðmunur eða 131 prósent. Samkvæmt niðurstöðum Verðlagseftirlitsins hefur gjaldskrá félaganna staðið í stað hjá þrem- ur félögum af 15 frá því í fyrra, en þau félög eru Afturelding, Keflavík og Fimleikafélagið Rán. Hin félögin hafa hækkað gjaldskrána um 2-17%. Mesta hækkunin er hjá Íþróttafélaginu Hamri, sem hækkaði gjaldið úr 24.000 krónum í 28.000 krónur, eða um 17%. Fimleikafélag Akureyrar og Fimleikafélag Akraness hafa hækkað um 14%, Grótta um 11% og Ungmennafélagið Sel- foss um 10%. Verðlagseftirlitið bar saman gjaldskrá fyrir 8-10 ára börn sem æfa um það bil fjórar klukku- stundir á viku. Tekinn er saman æfingakostnað- ur fram að jólum, eða í fjóra mánuði. - jhh Tólf fimleikafélög af fimmtán hækkuðu æfingagjöld frá síðastliðnum vetri: Allt að 131 prósent verðmunur FIMLEIKAR Verðlagseftirlit ASÍ hefur tekið saman hvað kostar að æfa fimleika. FRÉTTIR/VILHELM Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um innköllun vegna vanmerkingar á ofnæmis- og óþolsvaldi í pasta. Það er svokall- að PASTAÄLGAR FULLKORN heilhveitipasta og PASTAÄLGAR hveitipasta, sem selt hefur verið í sænska matarhorninu. Ástæða innköllunarinnar er að varan inniheldur mögulega soja, sem er ofnæmisvaldur. Ekkert kemur fram um soja í innihalds- lýsingu. - jhh IKEA-pasta inniheldur Soja: Verslunin IKEA innkallar pasta Húsasmiðjan hefur ákveðið að lækka verð á nokkrum vörum sem bera vörugjöld til ára- móta. Eins og fram hefur komið stendur til að leggja vörugjöld af, að mestu leyti, um áramótin. Einungis fastaviðskiptavinir, eða svokallaðir kjaraklúbbsmeðlimir, munu fá afsláttinn. Afslættirnir eru á bilinu 13-17%, en fyrirtækið segir að með þessu vilji það koma í veg fyrir að neyt- endur fresti framkvæmdum og innkaupum á vörum sem bera vörugjöld fram yfir áramót. - jhh Innkaupum verði ekki frestað: Vörugjöldin afnumin strax Verðhjöðnun í september er fyrst og fremst rakin til metlækkunar fargjalda í millilandaflugi. Þau lækkuðu um tæp 29 prósent í mánuðinum. Flugfargjöld innan- lands hækkuðu aftur á móti um 13 prósent. Breytingin er frá fyrri mánuði, en ekki milli ára, því tölur frá fyrri árum eru ekki samanburð- arhæfar. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni er líklegt að tilboð í mánuðinum hafi haft áhrif á lækkunina. Greining Íslands- banka sagði þó í Morgunkorni nýverið að ólíklegt væri að þessi lækkun gengi að fullu til baka í október. - jhh Verðhjöðnun vegna fargjalda: Lægra verð á fargjöldum HÚSASMIÐJAN Forsvarsmenn fyrir- tækisins vilja hindra að neytendur geri hlé á innkaupum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.