Fréttablaðið - 02.10.2014, Blaðsíða 74
2. október 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 62
FÓTBOLTI Fyrir rétt rúmum tíu
árum tók Heimir Guðjónsson við
Íslandsbikarnum fyrstur FH-inga
eftir að FH vann 2-1 sigur á KA
á Akureyri í lokaumferð úrvals-
deildar karla 2004 en aðeins tveim-
ur dögum fyrr höfðu Stjörnumenn
fallið niður í C-deildina eftir 1-6
skell á móti HK.
FH hefur ekki hafnað neðar en í
öðru sæti síðan þá og á sama tíma
hafa Stjörnumenn byggt upp lið
frá því að keppa í 2. deildinni í að
vera einum leik frá fyrsta Íslands-
meistaratitlinum í sögu félagsins.
22 sæti á milli liðanna 2005
Nú tíu árum síðar er framundan
hreinn úrslitaleikur um Íslands-
meistaratitilinn á milli FH og
Stjörnunnar, tveggja liða sem
meira en tuttugu sæti skildu að í
töflunni sumarið 2005 þegar FH
lék í úrvalsdeildinni en Stjarnan
í 2. deild.
Það er því magnað að bera
saman gengi nágrannafélaganna
sem horfa hvort til annars yfir
hraunið á milli Garðabæjar og
Hafnarfjarðar.
Á sama tíma og FH-ingar hafa
unnið sex Íslandsmeistaratitla
og endurskrifað íslensku knatt-
spyrnusöguna hvað varðar stöðug-
leika á toppnum hafa Stjörnumenn
stigið hvert risastóra skrefið á
eftir öðru í sögu síns félags. Fyrsti
bikarúrslitaleikurinn, fyrsti Evr-
ópuleikurinn og fyrsta verðlauna-
sætið standa vissulega upp úr í dag
en á laugardaginn er tækifæri til
að stíga langstærsta skrefið með
því að koma með Íslandsbikarinn
í fyrsta sinn í Garðabæinn.
Heimir með öll árin
Heimir Guðjónsson er eini FH-
ingurinn sem hefur tekið þátt í
öllum þessum tólf verðlaunatíma-
bilum FH-liðsins (frá 2003), fyrst
sem fyrirliði (þrjú sumur), þá sem
aðstoðarþjálfari (tvö sumur) og
loks sem aðalþjálfari liðsins und-
anfarin sjö sumur. Heimir varð
á dögunum fyrsti þjálfarinn til
að vinna hundrað leiki með sama
félagi í efstu deild og á nú mögu-
leika á því að gera FH-inga að
Íslandsmeisturum í fjórða sinn.
Liðið vann þrjá fyrstu titlana
undir stjórn Ólafs Jóhannessonar
en undir stjórn Heimis hefur liðið
haldið sér á toppnum.
Atlarnir lengi að
Atlarnir, Atli Viðar og Atli Guðna,
hafa verið viðloðandi FH-liðið
allan þennan tíma en Atli Viðar
Björnsson hefur tekið þátt í öllum
Íslandsmeistaratitlum FH-liðsins
og getur því unnið sinn sjöunda
Íslandsmeistaratitil um helgina.
Atli Guðnason spilaði einn leik
titilsumarið 2004 en var í láni hjá
Fjölni þegar FH vann titilinn 2005.
Atli Guðnason hefur verið algjör
lykilmaður á bak við síðustu tvo
titla Hafnarfjarðarliðsins.
Það hafa fleiri þjálfarar komið
að uppgangi Stjörnumanna en upp-
haf velgengninnar má rekja til
þess þegar Bjarni Jóhannsson tók
við liðinu haustið 2007. Stjarnan
hafði þá endað í 9. sæti í 1. deild-
inni og hefði fallið í 2. deildina
ef ekki hefði verið fjölgað í efstu
tveimur deildunum. Bjarni fór
upp með Stjörnuna á fyrsta ári og
liðið endaði í 7. sæti á fyrsta ári í
Pepsi-deildinni eftir sannkallaða
spútnikbyrjun.
Stjörnumenn buðu alltaf upp
á mikla skemmtun í tíð Bjarna,
hver man ekki eftir öllum fögnun-
um sem fóru sigurför um netheima
eða öllum markaleikjunum þar
sem áhættusamur leikur Garðbæ-
inga kom margoft í bakið á þeim.
Logi þétti vörnina
Logi Ólafsson náði að fylla í götin í
varnarleiknum á sínu eina tímabil
og var líka fyrsti þjálfarinn sem
kom liðinu í Evrópukeppni. Rúnar
Páll Sigmundsson aðstoðaði Loga
í fyrra og honum hefur síðan tek-
ist að byggja ofan á það góða verk.
Það hafði samt örugglega enginn
Stjörnumaður búist fyrirfram við
Ævintýrasumrinu 2014. Evrópu-
keppnin kom liðinu í heimspress-
una og liðið er nú enn taplaust eftir
21 umferð í Pepsi-deildinni. Einn
sigur í viðbót og Íslandsmeistara-
titillinn er Garðbæinga.
Í Stjörnuliðinu í dag er einn leik-
maður sem upplifði það að falla
með liðinu í 2. deild fyrir tíu árum.
Daníel Laxdal var þá aðeins 18 ára
en spilaði fimm leiki með Stjörnu-
liðinu í 1. deildinni. Daníel var
ekki með meistaraflokknum sum-
arið eftir en hefur verið fastamað-
ur í liðinu frá og með 2006-tíma-
bilinu. Daníel hefur spilað 129 af
131 leik Stjörnuliðsins síðan liðið
kom upp í Pepsi-deildina 2009.
Stjörnuliðið hefur þegar gert
þetta að einstöku sumri í sögu
Garðabæjarfélagsins og nú reyn-
ir á hvort Stjörnumenn séu sadd-
ir eða hvort þeir verði tilbúnir að
mæta sigurhefð FH-liðsins af full-
um krafti í Krikanum. FH-Mafí-
an, Silfurskeiðin og aðrir íslensk-
ir knattspyrnuáhugamenn bíða
spenntir. Það lætur sig enginn
vanta þegar úrslitin ráðast í Pepsi-
deildinni 2014. ooj@frettabladid.is
Hittast á toppnum eft ir ólíkan áratug
FH og Stjarnan mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika á laugardaginn en gengi liðanna síðasta áratuginn
hefur verið eins ólíkt og hugsast getur. FH hefur verið við toppinn allan tímann en Stjarnan farið úr 2. deild inn í leik um titilinn.
Óskar Ó.
Jónsson
ooj@frettabladid.is
SÍÐASTI ÁRATUGUR FH OG STJÖRNUNNAR
Breiðablik KR1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
1
2
3
4
5
Valur
Ú
R
VA
LS
D
EI
LD
K
A
R
LA
1.
D
EI
LD
K
A
R
LA
2.
D
EI
LD
Bjarni Jóh.
tekur við
liði Stjörn-
unnar og
kemur lið-
inu upp á
fyrsta ári
Stjarnan fellur
í 2. deild eftir
1-6 tap á móti
HK í lokaleik
Fyrsti
Íslands-
meistaratitill
FH-inga frá
upphafi
Heimir
Guðjónsson
spilar sinn
síðasta leik
fyrir FH
Heimir
Guðjónsson
tekur við
sem nýr
þjálfari FH
4. október
2014
Úrslita-
leikur um
titilinn
2008 2009 2010 2011 2012 2013 20142004 2005 2006 2007Sæti Sæti
Stjarnan endar í
„hefðbundnu“ fallsæti en
heldur sætinu af því að
það fjölgar í deildinni
Stjarnan fer
upp í fyrstu
deild á ný
Logi Ólafsson
kemur Stjörnunni
í Evrópukeppni
Þriðji
Íslands-
meistaratitil
FH -liðsins
í röð
FÓTBOLTI Besta lið ensku
úrvalsdeildarinnar síðustu
ár hefur ekki verið nógu gott
fyrir Meistaradeildina og ljós-
bláu mönnunum frá Manchest-
er gengur enn illa að breyta
þeirri hefð.
Stjörnum prýtt lið Man-
chester City hefur unnið ensku
deildina tvisvar sinnum á síð-
ustu þremur tímabilum en á
sama tíma hefur ekkert gengið
í Evrópu. Það kemur því ekki á
óvart að knattspyrnuspekingar
skrifi og tali um mikla ráðgátu
í umfjöllun sinni um Meistara-
deildarútgáfu Man chester City.
Manchester City gerði 1-1
jafntefli á heimavelli í fyrra-
kvöld þegar ítalska liðið Roma
kom í heimsókn. City-liðið
er nú í hættu á að sitja eftir í
riðlakeppni Meistaradeildar-
innar í þriðja sinn á fjórum
árum.
„Þetta var mjög mikilvæg-
ur leikur og það er aldrei
gott að tapa tveimur stigum
á heimavelli. Við vorum að
mæta sterku liði og spiluðum
ekki nógu vel,“ sagði Manuel
Pellegrini, knattspyrnustjóri
Manchester City, á blaða-
mannafundi efir leikinn. „Ég
lofa því að við munum berj-
ast fyrir þeim tólf stigum
sem eru í boði hér eftir og svo
sjáum við bara hvaða lið kom-
ast áfram. Við berjumst allt til
enda,“ sagði Pellegrini.
Manchester City hefur
aðeins einu sinni náð þrem-
ur stigum út úr fyrstu tveim-
ur leikjum sínum í Meistara-
deildinni og það var einmitt
í fyrra þegar liðið komst í
fyrsta og eina skiptið upp úr
sínum riðli.
Leikmenn Manchester City
náðu heldur ekki að vinna
fyrsta heimaleikinn sinn í
Meistaradeildinni en það
hefur ekki tekist hjá þessu vel
mannaða liði á þessum fjórum
tímabilum liðsins í Meistara-
deildinni.
Manchester City hefur
aðeins náð í eitt stig af sex
mögulegum og er nú þremur
stigum á eftir Roma sem er í
öðru sætinu. Bayern München
er í góðum málum með fullt
hús á toppi riðilsins. „Við
erum samt bara þremur stig-
um á eftir Roma og nú verðum
við bara að fara til Rússlands
og vinna,“ sagði Pellegrini
Næstu tveir leikir Man-
chester City í Meistaradeild-
inni eru á móti CSKA Moskvu
og ekkert minna en sex stig
dugir fyrir lokabaráttuna við
Bayern München og Roma um
sæti í sextán liða úrslitunum.
- óój
Manchester City enn í vandræðum í Meistaradeildinni
Stjörnum prýtt lið Manchester City er bara með eitt stig eft ir tvo leiki í þriðja sinn á síðustu fj órum árum í Meistaradeild Evrópu.
FYRSTI HEIMALEIKUR MANCHESTER
CITY Í MEISTARADEILDINNI
2014-15 1-1 JAFNTEFLI VIÐ ROMA
2013-14 1-3 TAP FYRIR BAYERN MÜNCHEN
2012-13 1-1 JAFNTEFLI VIÐ BORUSSIA DORTMUND
2011-12 1-1 JAFNTEFLI VIÐ NAPOLI
SVEKKJANDI
Sergio Aguero og
félagar eru enn á
ný í vandræðum í
Meistaradeildinni.
STIG MAN.CITY Í FYRSTU TVEIMUR
LEIKJUNUM Í MEISTARADEILDINNI
2014-15 1 STIG AF 6 MÖGULEGUM (?)
2013-14 3 STIG AF 6 MÖGULEGUM (2. SÆTI Í RIÐLINUM
- KOMST ÁFRAM Í 16 LIÐA ÚRSLIT)
2012-13 1 STIG AF 6 MÖGULEGUM (4. SÆTI - ÚR LEIK)
2011-12 1 STIG AF 6 MÖGULEGUM (3. SÆTI - ÚR LEIK)
M
YN
D
/G
ET
TY
Stjarnan vinnur
þrjá fyrstu leikina
en tapar 5-1 fyrir
FH í fjórða leik
KR ?12
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12