Fréttablaðið - 02.10.2014, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 02.10.2014, Blaðsíða 68
2. október 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 56 „Bærinn er engu líkur, ég hlakka mikið til að koma aftur,“ segir bresk-kanadíski tónlistarmaður- inn Tim Crabtree, einnig þekktur sem Paper Beat Scissors. Hann er á leiðinni til landsins í annað sinn en hann kemur fram á tónleikum á Cafe Rosenberg á föstudaginn. „Ég er að reyna að læra meiri íslensku. „Þú ert fallegur,“ er það eina sem ég kann í augnablikinu,“ segir Tim og hlær. Tim er Breti sem búið hefur í Halifax í Kanada undanfarinn ára- tug. Tim segist spila dýnamíska tónlist og leikur sér mikið með tónstyrkinn en þetta er í grunn- inn indí-þjóðlagatónlist. Hann er í kreðsunni í kringum hljómsveit- ina Arcade Fire en Jeremy Gara, trommari sveitarinnar, hljóðbland- aði seinustu plötu Tims. Ný plata frá Paper Beat Scissors kemur út í apríl á næsta ári en Tim mun spila ný lög af plötunni í bland við gam- alt efni. Að sögn Tims mun hann nýta dvöl sína á landinu til að vinna í tónlist fyrir sinfóníutónleika í Halifax þar sem hann mun semja útsetningarnar. „Mig langar að fá innblástur á meðan ég er á Íslandi,“ segir hann. Tónleikarnir á Rósenberg verða seinasti áfanginn á Evróputúr hans þar sem hann spilaði á 30 stöðum víðs vegar um Evrópu en síðustu tónleikar hans voru haldn- ir í grískri rétttrúnaðarkirkju í Augsburg í Þýskalandi og var upp- selt. „Þetta hefur verið ótrúlegt tónleikaferðalag. Ég væri samt til í að halda áfram,“ segir Tim. Tónleikarnir á föstudag hefj- ast klukkan 21.00 og kostar 2.000 krónur inn. Ásamt Paper Beat Scissors koma fram Sísí Ey og Svavar Knútur. - þij Vill fá innblástur fyrir nýja sinfóníu Paper Beat Scissors spilar á landinu í annað sinn á föstudag. VILL HALDA ÁFRAM TIM er ekki orðinn þreyttur á ferðalögum. 109.900 FULLT VERÐ 139. 900 69.900 FULLT VERÐ 79.9 00 79.900 FULLT VERÐ 99.9 00 149.900 FULLT VERÐ 169. 900 „Þetta er verk í vinnslu. Hugmynd- in er að gera ljóðræna heimildar- mynd þar sem tilraunir verða gerð- ar og unnið er með formið. Verkið ætti að verða tilbúið í janúar, en við stefnum að því að sýna hana á hátíðinni í Pompidou í Frakklandi í janúar,“ segir Erna Ómarsdóttir dansari, danshöfundur og listrænn ráðgjafi Íslenska dansflokksins. Hún, Valdimar Jóhannsson tónlist- armaður og fleiri skipa listahóp- inn Shalala. Þau munu sýna brot úr ljóðrænni heimildarmynd sinni á RIFF, en myndin hefur verið í vinnslu upp á síðkastið og teng- ist efni sem hefur verið í brenni- depli hjá Shalala. „Við erum búin að vera að vinna mikið með hug- myndir um „borderline musicals“ eða jaðarsöngleiki. Áhorfandinn mun á föstudaginn fá að kynn- ast því aðeins hvað jaðarsöngleik- ur er, ásamt alls kyns innsetning- um, uppfinningum og elementum úr smiðjum Shalala,“ segir Erna. „Okkur langaði að prófa okkur áfram með formið, vinna bæði með tvívídd og þrívídd og blanda því svolítið saman. Shalala starfar oftast sem sviðslistahópur en hefur þó komið víða við, og með þessu verkefni er hugmyndin að leggja enn meiri áherslu á myndbands- verk,“ segir Erna. Eins og áður sagði verða sýnd ólík brot úr verk- inu, sem tengjast þó öll innbyrðis. Sýningin mun hefjast á sjálfstæðu myndbandsverki sem þau Erna og Valdimar gerðu í samvinnu við myndlistarkonuna Gabríelu Frið- riksdóttur og ber nafnið Bloody Crepuscular Monstrous Rays. Verk Ernu og Valdimars, The Black Yoga Screaming Chamber eða öskurklefinn, kemur við sögu í heimildarmyndinni sem sýnd verður á RIFF. Nýlega afhenti Erna Alþingi einn slíkan klefa og hefur hann verið tekinn í varan- lega notkun á skrifstofu Bjartrar framtíðar, en þar geta allir alþing- ismenn komið og nýtt sér klefann og öskrað. Nú þegar hafa nokkrir alþingismenn öskrað í klefanum og munu öskur þeirra birtast í mynd- inni, ásamt því að þeir ræða upp- lifun sína af honum. Erna segir öskurklefann vera betrumbætandi fyrir mannsandann og að hann geti mögulega bjargað lífi fólks. „Við finnum stundum stað þar sem okkur finnst mikil þörf fyrir svona klefa og gefum þá eitt stykki. Mín von er að þetta geti til dæmis breytt pólitíska andrúmsloftinu og fólk geti átt öðru vísi samskipti,“ segir Erna. „Það er til dæmis gott að nota hann fyrir eða eftir fund og fá útrás þar einn í myrkrinu. Við það að öskra svona þá skýrast stundum hugsanir manns og menn geta oft fundið lausnir á hlutum sem virtust óleysanlegir áður. Eins og oft þá byrjaði þessi hugmynd í gríni, en öllu gríni fylgir nokkur alvara og oftast býr eitthvað dýpra þar að baki.“ Verkið verður sýnt föstudaginn 3. október í Norræna húsinu og er aðgangur ókeypis. adda@frettabladid.is Öskurklefi nn getur bjargað mannslífum Listahópurinn Shalala sýnir brot úr nýrri ljóðrænni heimildarmynd sinni á RIFF. Þar kemur öskurklefi nn á skrifstofu þingfl okks Bjartrar framtíðar við sögu. NÝ HEIMILDARMYND Valdimar Jónsson og Erna Ómarsdóttir eru ásamt fleirum í listahópnum Shalala. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Eins og oft þá byrjaði þessi hugmynd í gríni, en öllu gríni fylgir nokkur alvara. Erna Ómarsdóttir Mexíkóskar kjötbollur 600 g blandað nauta- og svínahakk 250 g rjómaostur 1 egg, hrært 50 g brauðrasp 4 beikonsneiðar, saxað 125 g rifinn cheddar-ostur 1/3 meðalstór laukur, fínsaxaður 3 hvítlauksrif, pressuð ½ tsk. chili-pipar 1 tsk. oreganókrydd ½ tsk. broddkúmen (cumin) sjávarsalt og nýmalaður pipar Setjið allt hráefnið saman í skál og blandið vel saman með höndunum. Kælið í 20-30 mínútur. Hitið ofninn í 220°C. Mótið bollur (u.þ.b. mat- skeið fyrir hverja bollu) úr hakkinu og raðið á pappírsklædda ofnplötu. Bakið í 15 mínútur og berið fram með jalapeño- sósunni. Jalapeño-sósa 3 msk. jalapeño, saxað 2 hvítlauksrif 1 tsk. hvítvínsedik 150 g sýrður rjómi 10% 150 ml létt ab-mjólk 2 msk. söxuð fersk steinselja sjávarsalt og nýmalaður pipar Setjið jalapeño og hvítlauk í matvinnsluvél ásamt edikinu og vinnið vel saman. Bætið afganginum af hráefninu saman við og kryddið með salti og pipar. Kælið þar til sósan er borin fram. Kjötbollur með jalapeño-sósu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.