Fréttablaðið - 02.10.2014, Blaðsíða 78
2. október 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 66
FIMMTUDAGSLAGIÐ
„Walking on Thin Ice“ með Yoko
Ono. Endurhljóðblandað af Jason
Pierce. Ég tengi óþægilega mikið
við það lag.
Björn Teitsson, fjölmiðlafulltrúi Rauða
krossins á Íslandi.
„Við erum búnir að þekkjast lengi,
erum góðir vinir og höfum verið
að leika okkur að spila saman tón-
list í einhvern tíma. En þetta er
svona í fyrsta sinn sem við gerum
eitthvað af alvöru,“ segir Birgir
Steinn Stefánsson, nemi og tónlist-
armaður. Hann, ásamt vini sínum
Eyþóri Úlfari Þórissyni, gaf út
lagið All I Need á þriðjudaginn.
Birgir á ekki langt að sækja tón-
listarhæfileikana en hann er sonur
tónlistarmannsins Stefáns Hilm-
arssonar. Hann segir þá félaga
hafa lítið lært í tónlist.
„Ég var aðeins á trommum og
Eyþór var að læra á gítar.“ Þeir
félagarnir segjast hafa samið
lagið alveg sjálfir og Birgir seg-
ist ekki hafa neina hjálp þegið frá
föður sínum. „Það er hálffyndið að
segja frá því, hann var sá eini sem
hefði getað hjálpað okkur mjög
mikið, en hann gerði það ekki.
Pabbi Eyþórs, tónlistarmaðurinn
Þórir Úlfarsson, mixaði lagið fyrir
okkur og félagi okkar, Stefán Ernir
Valmundarson, masteraði það. Við
fengum svo aðstoð frá flottum tón-
listarmönnum við undirspil, en
Gulli Briem var á trommum og
Pálmi Gunnarsson var á bassa,“
segir Birgir.
„Þeim fannst þetta spennandi
verkefni og leist vel á lagið svo
þeir slógu til.“ Birgir og Eyþór
skipa dúettinn September, en
sagan á bak við nafnið er nokkuð
skemmtileg.
„Við vorum að vandræðast með
nafn á bandinu. Okkur langaði að
hafa það bæði grípandi og alþjóð-
legt. Pabbi stakk þá upp á nafn-
inu September, en við Eyþór erum
báðir fæddir í þeim mánuði,“
segir Birgir. „Og ekki nóg með
það heldur eru allir aðrir sem að
laginu komu fæddir í september,
svo nafnið gæti ekki átt betur við.“
En hvað er svo fram undan hjá
þessum ungu hæfileikaríku strák-
um? „Við stefnum að því að gera
meiri tónlist og komumst vonandi
bara í stúdíó á næstunni að vinna
í lagi sem komið er í vinnslu. Svo
erum við smám saman að safna í
gott band til að spila með okkur.
Þá getum við vonandi bara farið að
spila á sem flestum stöðum,“ segir
Birgir. adda@frettabladid.is
Fetar í fótspor föður
síns í tónlistinni
Sonur tónlistarmannsins Stefáns Hilmarssonar, Birgir Steinn, og vinur hans,
Eyþór Úlfar, gefa út nýtt lag á Youtube. Saman skipa þeir dúettinn September.
SEPTEMBER það verður spennandi að fylgjast með þeim félögum Eyþóri Úlfari og Birgi Steini í framtíðinni.
MYND/ANTON BJARNI ALFREÐSSON
„Meiriháttar matargat ... glæsileg
matreiðslubók og að mörgu leyti nýstárleg, þótt
slegið sé á klassíska strengi ... fjörlegir og litríkir réttir ... Það eru
einhverjir duldir töfrar í þessari litlu bók!“
SVAVAR HALLDÓRSSON, REYKJAVÍK VIKUBLAÐI
THE MORE YOU USE IT
THE BETTER IT LOOKS
Hann var sá eini
sem hefði getað hjálpað
okkur mjög mikið, en
hann gerði það ekki.
Birgir Steinn Stefánsson
„Ég fékk símtal frá einum sem
grét bara, þetta er eins og trúar-
brögð,“ segir Stefán Magnússon,
framkvæmdastjóri rokkhátíðar-
innar Eistnaflugs, en í gær var til-
kynnt að iðnaðarrokksdúóið God-
flesh muni troða upp á hátíðinni,
sem fer fram í Neskaupstað 10.
til 12. júlí. „Ég var mjög ánægður
með það símtal, hann bókstaflega
grét af hamingju.“
Godflesh og annar forsprakki
sveitarinnar, Justin Broadrick,
eru gríðarlega áhrifamikil nöfn í
jaðartónlistarsenunni en Broad-
rick hefur verið meðlimur í fjöld-
anum öllum af hljómsveitum svo
sem Napalm Death, Jesu og Techno
Animal.
Auk Godflesh voru ellefu aðrar
hljómsveitir kynntar til leiks,
meðal annars gríska gotamálms-
sveitin Rotting Christ og sænska
sveitin In Solitude en platan þeirra
Sister
var kosin
fjórða besta
þunga-
málms-
platan
a f R o l l -
ing Stone í
fyrra.
Tónleik-
arnir verða
ha ldnir í
íþrótta-
húsinu
í Nes kaupstað í fyrsta skipti í
sögu hátíðarinnar en því verður
breytt í allsherjar tónleikastað
að sögn Stefáns. „Það verður nóg
pláss fyrir alla en það kláraðist í
fyrra,“ segir hann.
Þá er mottó hátíð-
arinnar: „Ekki vera
fáviti“, auðvitað enn
þá í gildi. „Ef þú ert
fáviti þá skaltu alveg
spara þér þennan
pening. Síðan eru
svo margir sem
hafa mætt svo oft að
þeir halda eiginlega
hátíðina með okkur
og passa upp á allt
og alla.“ - þij
„Þetta er eins og trúarbrögð“
Fyrstu hljómsveitirnar kynntar á Eistnafl ug. Mörg þekkt nöfn í jaðartónlist komin.
„Það er bara alltaf að aukast spenn-
an eftir því sem nær líður, við
ætlum að róta öllu draslinu niður
eftir í kvöld og æfa þar,“ segir
Frosti Jón Runólfsson, tromm-
ari Stóns sem er tribjúthljómsveit
hinnar goðsagnakenndu The Roll-
ing Stones. „Höfum aldrei verið
betri líka,“ segir Frosti en kapparn-
ir troða upp í Háskólabíói á laugar-
dagskvöld klukkan 20.00.
„Háskólabíó er kannski ekki
fyrsti valkostur fyrir marga en ef
maður skoðar tónleikastaðina sem
Stones voru að spila á á sjöunda ára-
tugnum þá var það allt í einhverj-
um félagsheimilum og bíóum. Við
erum að vonast eftir að fá þannig
fíling, smá tímavél,“ segir Frosti
en mikið er lagt upp úr sýningunni
með ljósasýningu, búningum, auka-
söngkonum og fleiru.
Lagalistinn verður tekinn í tíma-
röð. „Við byrjum á fyrsta „hittaran-
um“ þeirra en þetta eru 30 lög allt
í allt. Fyrir hlé er það „‘60s“, allt
svarthvítt. Svo eftir hlé er kominn
svitinn, dópið og sækadelían.
„Annars held ég að ég tali fyrir
alla, að sem sjálflærðir tónlistar-
menn þá höfum við allir þróast og
fágast ótrúlega mikið sem tónlist-
armenn,“ segir Frosti og bætir við
að hann sé orðinn mikið færari á
trommurnar af því að fylgjast með
Charlie Watts og herma eftir. - þij
Hafa lært ótrúlega mikið af Stones
Stóns treður upp í Háskólabíói á laugardaginn. Lögin verða tekin í tímaröð.
HAFA ALDREI VERIÐ BETRI Stóns-liðar
lofa sannkallaðri tímavél.
Það er bara alltaf að
aukast spennan eftir því
sem líður nær, við ætlum
að róta öllu draslinu niður
eftir í kvöld og æfa þar
Frosti Jón Runólfsson, trommari Stóns
GODFLESH Ein
áhrifamesta
sveitin í
jaðartónlist.