Fréttablaðið - 02.10.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.10.2014, Blaðsíða 6
2. október 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hvað eru íslensku mörkin orðin mörg í norsku úrvalsdeildinni í ár? 2. Hvaða fyrirtæki sameinast í CP Reykjavík? 3. Hvaða átaki hrinti Ævar Þór Bene- diktsson af stað í grunnskólum? SVÖR: 1. 62 . 2. Congress Reykjavík og Practical. 3. Lestrarátaki. NÁTTÚRA Vísbendingar eru um að breytingar á efnasamsetningu grunnvatns á jarðskjálftasvæðum hafi forspárgildi um stóra jarð- skjálfta og geti aukið skilning á breytingum í jarðskorpunni sem verða fyrir slíka skjálfta. Niður- stöðurnar gefa fyrirheit um að hægt sé að nota rannsóknir á grunnvatni til að segja fyrir um stóra atburði í náttúrunni. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem vísindamenn frá Stokkhólmsháskóla, Háskólanum á Akureyri, Háskóla Íslands, King Abdullah University of Science and Technology í Sádi-Arabíu , Gautaborgarháskóla, Landsvirkj- un og Karolínsku stofnuninni í Stokkhólmi, standa að. Fjallað er um rannsóknina í hinu virta vís- indariti Nature Geoscience. Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, vísindamaður við Jarðvísinda- stofnun, er meðal aðstandenda rannsóknarinnar. Hún segir að niðurstöðurnar byggi á rannsókn- um á heitu grunnvatni úr borholu á Hafralæk skammt frá Húsavík. Rannsóknartíminn er mun lengri en í fyrri rannsóknum af svipuð- um toga, en á þessu tímabili urðu nokkrir stórir skjálftar á Húsa- víkur–Flateyjar brotabeltinu og á brotabelti kenndu við Grímsey. Að sögn Árnýjar sýna rannsókn- irnar að tveimur til sex mánuðum fyrir stóra jarðskjálfta tók að bera á breytingum í jarðhitavatninu í Hafralæk og náðu þær hámarki fyrir stærstu skjálftana. Árný segir að ekkert sé fullyrt um að niðurstöður rannsóknarinn- ar hafi ótvírætt forspárgildi um stóra jarðskjálfta, en breytingarn- ar í efnafræði vatnsins sem sagt er frá í greininni séu hins vegar vissulega marktækar. „Það sem vekur áhuga er að þessar niðurstöður gætu nýst í samhengi við aðrar rannsóknir við að spá fyrir um stóra atburði. Þarna gæti verið komið eitt, og jafnvel mikilvægt, púsl í að rann- saka breytingar sem verða í jarð- skorpunni fyrir stóra skjálfta.“ Annars staðar í heiminum hafa verið stundaðar áþekkar rann- sóknir, en sérstaða rannsókna við Hafralæk felst í því hversu lengi þær stóðu yfir, eða frá árinu 2008 til 2013. Allt þetta tímabil voru sýni tekin úr borholunni vikulega. Spurð um framhald rannsóknar- innar segir Árný: „Sýnasöfnun er enn í gangi og það verður áhuga- vert að skoða gögnin okkar með tilliti til jarðhræringanna í Bárð- arbungu. Það verður mjög spenn- andi viðbót við öll önnur jarðvís- indaleg gögn sem eru að safnast upp þessa dagana.“ svavar@frettabladid.is Grunnvatn gæti sagt fyrir um jarðskjálfta Rannsóknir á grunnvatni benda til að efnabreytingar í því geti haft forspárgildi um stóra jarðskjálfta. Gæti nýst vel með öðrum rannsóknum sem lúta að því sama. Vísindamenn rannsaka gögnin nú í samhengi við eldgosið í Holuhrauni. HOLUHRAUN Rannsóknirnar geta bætt við forvitnilegum fróðleik um yfirstandandi hræringar. FRÉTTABLAÐIÐ/EGILL Sýnasöfn- un er enn í gangi og það verður áhuga- vert að skoða gögnin okkar með tilliti til jarðhræringanna í Bárðarbungu. Árný Erla Sveinbjörnsdóttir NÁTTÚRA Ekki eru miklar líkur á því að vatnalíf og fiskur skaðist vegna mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni, er mat Veiðimálastofn- unar með þeim fyrirvara að í eld- gosum hefur skaði hlotist af eldgos- um. Fjarlægðir, ríkjandi vindáttir og magn gosefna frá eldstöðinni ráða hér mestu um. Vatnalíf skaðast af efnum frá gos- ösku sem losnar með úrkomu og fer í vötn. Þá getur aska sem fer í ár og vötn fyllt búsvæði vatnalífvera og valdið dauða. Þá eru ótalin flóð sem verða í ám vegna eldgosa undir jökli. Talsverður skaði varð vegna þessa í eldgosinu í Eyjafjallajökli og svo í Grímsvatnagosinu árið 2011. Askan frá Eyjafjallajökli var súr og olli súrnun í ám undir Eyjafjöllum en askan frá Grímsvötnum var basísk. Þá eru þekkt dæmi um dauða fiska vegna efnamengunar í öskufalli frá Heklu, til dæmis á húnvetnsku heið- unum bæði 1970 og 1980. Veiðimálastofnun bendir á að loft- borin brennisteinsmengun í miklu magni eða í langan tíma getur vald- ið skaða í vatni. Sá skaði er fyrst og fremst fólginn í að sýrustig lækk- ar og vatnið verður súrara. Á móti kemur að íslenskt vatn er yfirleitt basískt og þarf því meira til að slíkt vatn verði súrt. - shá Fjarlægðir, vindáttir og magn gosefna ráða mestu um áhrif á ferskvatnsfisk: Vatnalíf ætti ekki að skaðast MÝVATN Fjarlægðir, vindátt og magn gosefna ráða mestu um skaða vegna eldgosa. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SÝRLAND, AP Að minnsta kosti 22 fórust, þar af tíu börn, þegar tvær sprengjur sprungu skammt frá skóla í Sýrlandi í gær. Talið er að uppreisnarmenn hafi staðið á bak við árásirnar. Sprengjurnar sprungu í þann mund sem börn voru að fara heim eftir síðustu kennslustundina. Að minnsta kosti 56 manns til viðbótar særð- ust. Um var að ræða bílsprengju í bifreið sem lagt hafði verið við skólann og sjálfsmorðsárás úr bíl sem var ekið að skólanum. - fb Árás við skóla í Sýrlandi: 22 fórust í sprengingum DÓMSMÁL Tveir menn deildu fyrir dómstólum um eignarrétt á 67 ára gömlu mótorhjóli sem er ógangfært. Héraðsdómur Reykja- víkur komst að þeirri niðurstöðu á mánudaginn að engar sannan- ir væru fyrir því að eldri maður- inn, upphaflegur eigandi hjólsins, hefði gefið kunningja sínum hjól- ið eins og sá yngri hélt fram. Sá eldri tók hjólið af heimili yngri mannsins í apríl í fyrra og var í kjölfarið kærður fyrir þjófnað en sá yngri vill meina að hann sé eigandi hjólsins eftir að hafa fengið það í gjöf frá hinum þegar hann var fimmtán ára árið 1969. Eldri maðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði lánað þeim yngri hjólið þegar það bilaði gegn þeim skilyrðum að hann myndi gera við það. Maðurinn sem segist hafa fengið hjólið gefins segir að hinn hafi aldrei nefnt að hann ætti að gera við hjólið en það hafi verið óökuhæft. - sáp Tveir menn deildu um eignarréttinn á 67 ára gömlu mótorhjóli fyrir dómi: Lánaði mótorhjólið árið 1969 HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að engar sannarnir væru fyrir því að eldri maðurinn hefði gefið þeim yngri hjólið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VEISTU SVARIÐ? Ný tækni við göngu- greiningu Flexor notast við nýja tækni við göngugreiningu. Göngu- og hlaupa- brettið okkar býr yfir innbyggðum þrýstinemum sem skilar nákvæmum upplýsingum um göngulag. Fáðu góð ráð, faglega göngugreiningu og lausnir við stoðkerfisvandamálum hjá Flexor. Pantaðu tíma í síma 5173900 Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900 Kringlan 588 2300 Nýjar vörur vikulega Trefill 5.495 kr. Kjóll 7.495 kr. Merktu þitt TREND móment á Instagram um helgina og þú gætir unnið 10.000 kr. gjafa- kort í INDISKA - #trendindiska Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.