Fréttablaðið - 02.10.2014, Síða 4

Fréttablaðið - 02.10.2014, Síða 4
2. október 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 ALÞINGI Búið er að leggja fram 182 mál á Alþingi í haust. Af þeim á stjórnarandstaðan 112. Stjórnarandstaðan hefur lagt fram 14 lagafrumvörp, 23 þingsályktanir og 75 fyrirspurn- ir. „Á meðan sú hefð ríkir á Alþingi að þingmannafrumvörp stjórnarandstöðunnar eru nán- ast aldrei samþykkt sjá Píratar ekki tilgang í að leggja þau fram, enda þingflokkurinn fámenn- ur. Mér finnst hrein tímasóun að eyða tíma í að semja frum- vörp,“ segir Birgitta Jónsdóttir þingmaður og bætir við að þó að Píratar leggi ekki mikið upp úr því að leggja fram frumvörp þá leggi þingmenn Pírata áherslu á að leggja fram tillögur að laga- breytingum á þeim frumvörpum sem Alþingi hefur til meðferðar á hverjum tíma. Píratar hafa það sem af er þingi lagt fram þrjár þings- ályktunartillögur. „Við leggjum áherslu á að leggja fram vand- aðar þingsályktunartillögur og leggjum mikla vinnu í þær. Það eru mun meiri líkur á að stjórn- arandstaðan fái þingsályktunar- tillögur samþykktar heldur en lagafrumvörp,“ segir Birgitta. Píratar hafa lagt fram fjölda fyrirspurna á þingi í haust. „Ég hef fengið mjög gagnleg- ar upplýsingar um hin ýmsu mál með því að leggja fram fyrir- spurnir. Upplýsingar sem ég hefði ekki fengið að öðrum kosti. Fyrirspurnir eru góð leið fyrir þingmenn til að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu. Þær eru líka góð leið til að hreyfa við málum,“ segir hún og bætir við að almenningur eigi oft á tíðum erfitt með að fá upplýsingar úr stjórnsýslunni. Því hafi hún og flokkssystkini hennar lagt fram fyrirspurnir fyrir fólk sem hafi komið fram með vel rökstuddar beiðnir þar að lútandi. „Við er u m með mörg mál í gangi sem eiga eftir að l íta dagsins ljós á næstu dögum,“ s e g i r G u ð - mundur Steingrímsson, formað- ur Bjartrar framtíðar, og nefnir að Björt framtíð ætli að leggja fram frumvarp um uppljóstrara og réttindi þeirra, þá sé frum- varp um breytingar á manna- nafnalögum á leiðinni og annað um mannréttindamál. „Við ætlum líka að endurflytja frumvarp til laga um breyting- ar á frídögum frá fyrra þingi og þingsályktunartillaga um að taka upp sumar- og vetrartíma verður líka endurflutt,“ segir Guðmundur og boðar auk þess þingsályktun um landbúnaðar- kerfið. Hvað varðar fáar fyrirspurn- ir á þingi segir Guðmundur að Björt framtíð hafi lagt fram margar fyrirspurnir á síðasta þingi og það verði farið að dæla þeim inn að lokinni kjördæma- viku en henni lýkur nú um helgina. „Við förum að spýta í lófana hvað þetta varðar,“ segir hann. Guðmundur minnir á að ein- ungis séu þrjár vikur liðnar síðan þing kom saman. Björt framtíð sé á leið inn í þingið með mörg mál. Hann segir að á síð- asta löggjafarþingi hafi flokkur- inn náð fjórum málum í gegnum þingið sem sé mjög góður árang- ur hjá stjórnarandstöðuflokki. Stefnt sé að því ná fleiri málum í gegn á þessu þingi. johanna@frettabladid.is Frumvörp eru tóm tímasóun Píratar segja að það sé tilgangslaust fyrir stjórnarandstöðu að leggja fram lagafrumvörp. Þeir leggja áherslu á fyrirspurnir. Björt framtíð hefur komið fram með fá mál það sem af er en boðar fjölda nýrra þingmála. ● Frumvarp til laga er drög að nýjum lögum eða lagabreytingu sem lagt er fyrir löggjafann til umræðu og samþykktar. Þegar lagafrumvarp hefur verið samþykkt af löggjafanum þarf að bera það undir forseta til stað- festingar. ● Þingsályktun er samþykkt Alþingis sem ekki þarfnast staðfestingar forseta Íslands, ólíkt almennum lögum. Þær geta haft þýðingu sem réttarheimild. Þingsályktunartillögur eru eins konar viljayfirlýsing af hálfu löggjafarvaldsins. ● Fyrirspurn. Þingmaður getur lagt fram skriflega fyrirspurn til ráðherra um opinbert málefni og er henni annaðhvort svarað munnlega á fyrir- spurnafundi eða ráðherra veitir skriflegt svar við henni. Frumvarp, þingsályktun og fyrspurn FJÖLDI FRUMVARPA, ÁLYKTANA OG FYRIRSPURNA ÞINGSÁLYKTUNARTILLÖGUR FYRIRSPURNIRFRUMVÖRP SAMFYLK- INGIN VINSTRI GRÆNIR PÍRATAR BJÖRT FRAMTÍÐ 29 3 7 6 34 7 3 26 1 5 1 7 6 21 6 9 27 42 9 Alls Þing- menn Á meðan sú hefð ríkir á Alþingi að þingmanna- frumvörp stjórnarand- stöðunnar eru nánast aldrei samþykkt sjá Píratar ekki tilgang í að leggja þau fram. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ GUÐMUNDUR STEINGRÍMSSON Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá KÓLNAR Í VEÐRI Lítið lát er á lægðagangi og í dag má víða búast við strekkingi eða allhvössum vindi. Rigning S- og A-til og síðdegis má búast við rigningu eða slyddu norðantil. Á morgun léttir til sunnanlands og lægir töluvert um miðjan daginn. 3° 8 m/s 5° 9 m/s 7° 10 m/s 11° 16 m/s Víða strekk- ingur eða allhvasst í fyrstu en lægir síðdegis. Yfi rleitt fremur hægur vindur. Gildistími korta er um hádegi 21° 30° 16° 23° 27° 14° 19° 15° 15° 27° 20° 26° 26° 26° 23° 20° 16° 21° 9° 10 m/s 10° 13 m/s 8° 5 m/s 7° 6 m/s 6° 4 m/s 6° 11 m/s 4° 7 m/s 5° 5° 1° 1° 5° 3° 6° 3° 4° 2° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur LAUGARDAGUR Á MORGUN FLÓTTAMENN Samkvæmt skýrslu Alþjóðafólksflutningastofnunar- innar, sem nýverið kom út, hafa að minnsta kosti 40.000 flóttamenn eða innflytjendur látist frá árinu 2000. Samkvæmt skýrslunni voru um það bil 22.000 þeirra að reyna að komast til meginlands Evrópu. Þó er talið að 4.000 manns hafi látist á leið sinni til Evrópu frá árs- byrjun 2013. Þá eru 6.000 manns taldir hafa látist á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna frá árinu 2000. Á hverjum degi leggur fjöldi flóttamanna af stað í leit að betra lífi en mannréttindasamtökin Amnesty International hafa sagt í skýrslu að um 2.500 flóttamenn hafi látist í leið sinni að betra lífi eingöngu á Miðjarðarhafinu á þessu ári. - glp Fjöldi flóttamanna látinn: 40.000 látnir frá árinu 2000 AFGANISTAN Tvöföld sjálfsmorðsárás Sjö fórust og 21 særðist í sjálfs- morðsárásum tveggja talíbana í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í gær. Árásirnar voru gerðar í tveimur rútum með afganska hermenn um borð. Deginum áður skrifuðu bandarísk og afgönsk stjórnvöld undir samning um að bandarískt herlið verði í landinu lengur en til loka þessa árs. LEKAMÁLIÐ Frávísunarkrafa Gísla Freys Valdórssonar í lekamálini var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Gísli Freyr er ákærður fyrir brot gegn þagnarskyldu í opin- beru starfi en hann er grunaður um að hafa látið óviðkomandi í té efni samantektar sem bar yfirskriftina „Minnisblað varðandi Tony Omos“, eins og segir í ákæru. Við málflutninginn í gærmorgun spannst nokkur umræða um þann hluta frávísunarkröfunnar sem snýr að hlutlægnisskyldu. Verjandi Gísla Freys, Ólafur Garðarsson hæstarétt- arlögmaður, sagði rannsóknaraðila hafa einblínt á það sem gæti bent til sektar umbjóðanda síns en leitt hjá sér öll atriði sem ýtt gætu undir sak- leysi hans. Þá sagði verjandinn sak- sóknara jafnframt vera vanhæfan í málinu vegna þess að hann hafði „lækað“ við færslu á Facebook eftir Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Kjarn- ans. Hann lýsti þar skoðun sinni á sam særis kenn ingu um leka málið. Helgi Magnús Gunn ars son, vara- rík is sak sókn ari og sak sókn ari í mál- inu, setti „læk“ við umrædda færslu og sagði verjandi það sýna að hann væri ekki hlutlaus í málinu. Verjandi Gísla fór þar að auki fram á að málinu yrði vísað frá vegna þriggja annarra atriða. Í fyrsta lagi var farið fram á frávísun vegna þess hve ákæran væri óskýr, í öðru lagi vegna brots gegn meðalhófsreglu og í þriðja lagi fyrir brot gegn jafnræðis- reglu. Saksóknari hafnaði þessu öllu og fór fram á að málið yrði tekið til efnislegrar meðferðar. - skh, glp Frávísunarkrafa Gísla Freys Valdórssonar í lekamálinu var tekin fyrir í gær: Saksóknari sagður vanhæfur LEIÐRÉTTING Farið var rangt með föðurnafn Kristínar Kalmansdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- sviðs Ríkisendurskoðunar, í Frétta- blaðinu á þriðjudaginn. Var hún sögð Halldórsdóttir. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum. 1,4 milljónir gesta sóttu kvikmyndahús á Íslandi árið 2012. það jafngildir því að hver lands- maður hafi sótt kvikmyndasýningu 4,5 sinnum. Tólf prósent færri fóru þó í bíó árið 2012 en árið 2009. ÓSÆTTI Gísli Freyr og verjandi hans telja „læk“ á Facebook-færslu gera sak- sóknara óhæfan. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÁSTAND Talið er að um 2.500 flótta- menn hafi látist á Miðjarðarhafinu á þessu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP VINNUVERNDehf Vinnuvernd ehf. Brautarholt 28 105 Reykjavík s: 5780800 www.vinnuvernd.is vinnuvernd@vinnuvernd.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.