Fréttablaðið - 02.10.2014, Síða 52

Fréttablaðið - 02.10.2014, Síða 52
2. október 2014 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 40TÍMAMÓT Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SJÖFN ZOPHANÍASDÓTTIR leikskólakennari, lést laugardaginn 27. september. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 3. október kl. 13. Gunnar M. Steinsen Snorri Gunnarsson Hróðný Njarðardóttir Lilja Anna Gunnarsdóttir Kristrún Sjöfn Snorradóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BERNÓTUS KRISTJÁNSSON skipstjóri, Lækjasmára 4, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 29. september sl. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 9. október kl. 13.00. Ingunn Bernótusdóttir Guðmundur Skúli Viðarsson Kristján Þór Bernótusson Svava María Martinsdóttir Vilborg Lofts Ásgeir Ásgeirsson afabörn og langafabarn. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN ÞÓR HANSEN málarameistari, Hólavegi 11, Sauðárkróki, lést 30. september. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurbjörg Egilsdóttir börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSTA ÞÓRGUNNUR HALLDÓRSDÓTTIR ALEXANDER lést á heimili sínu í Skotlandi föstudaginn 12. september sl. Útförin hefur farið fram. John Alexander Dora Christine Howes Graham Howes Shirley Marie Stone David Stone Caroline, Amanda, Alexander og Rebecca. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HÖRÐUR HJARTARSON frá Seyðisfirði, til heimilis að Skipholti 43, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans 22. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þann 7. október kl. 13. Blóm og kransar eru afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Blindrafélagið í Reykjavík. Sigfríð Hallgrímsdóttir Bjarndís Harðardóttir Valur Harðarson Þuríður Höskuldsdóttir Hjörtur Harðarson Mimie Fríða Libongcogon Hallgrímur Harðarson Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir Helena Harðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður, faðir og afi, HILMAR ÁGÚSTSSON Miðvangi 102, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans 22. sept. sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Bryndís Ólafsdóttir Ágúst Hilmarsson Berglind Sigurðardóttir og barnabörn. Ástkær unnusti minn og faðir, sonur og tengdasonur, bróðir, barnabarn og vinur, GUÐMUNDUR SKÚLI GUÐMUNDSSON lést laugardaginn 27. september. Jarðarför verður auglýst síðar. Birna Björg Salómonsdóttir Baltasar Guðmundsson Salómon Viðar Reynisson Hanna Íris Guðmundsdóttir Þóra Lind Karlsdóttir Guðmundur Hjörtur Einarsson systkini, vinir og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi JÓNATAN SVEINSSON hæstaréttarlögmaður, Álfkonuhvarfi 59, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni mánudaginn 29. september. Nanna Jónasdóttir Hróbjartur Jónatansson Valgerður Jóhannesdóttir Sveinn Jónatansson Brynja Ólafsdóttir Jónas Jónatansson Anna Margrét Tómasdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LÁRA MARGRÉT BENEDIKTSDÓTTIR Eiðismýri 30, Seltjarnarnesi, lést 25. september. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 6. október kl. 11.00. Jón Karlsson Ingrid Karlsson Áslaug Lára Jónsdóttir Scott Lamb Axl, Lilý Birgitta Sif Jónsdóttir Bergþór Ásgeirsson Sóley Sif, Salka Sif Louise Karlsson Jónsdóttir Deisa G. Karlsdóttir Tommy Holl Hanna Närhi „Ég hef nóg að gera og er ekkert farinn að eldast,“ segir hinn sjö- tíu og fimm ára Sigurður Sigurðar- son dýralæknir hress. Hann er að leggja upp í ferð með glöðum hópi norður í land. „Við hjónin ætlum með hrútavinafélaginu Örvari norð- ur í Þistilfjörð. Erindið er að koma uppstoppaða sauðnum Gorba á for- ystufjársetrið á Svalbarði sem hann Daníel Hansen opnaði í sumar. Þetta er rútuferð og einir 25 þátttakend- ur. Þeir sem standa fyrir þessu eru Björn Ingi Bjarnason, formað- ur hrútavinafélagsins, og Guðni Ágústsson, en Gorbi er frá Brúna- stöðum eins og hann.“ Sigurður segir marga viðkomu- staði á leiðinni. „Fyrst verður stopp- að í Höfða þar sem leiðtoginn Gorb- atsjov mætti á sínum tíma. Þangað kemur, að mér er sagt, rússneski sendiherrann til að kveðja þennan höfðingja.“ Á Sauðárkróki hefur Sigurður grun um eitthvert sprell í tilefni afmælis hans en gist verður á sjálf- um Hólastað. Séra Sólveig Lára mun opna dómkirkjuna fyrir hrútavinum á morgun og þar ætlar Sigurður að kveða til dýrðar Hallgrími Péturs- syni úr Passíusálmunum, enda afmæl- isár hjá báðum. Hann býst við að Gorbi verði borinn inn á hverjum stað og stökkt á hann eilífu vatni. „Ætli ég fari ekki með vatn úr Maríubrunninum á Keldum? Það hefur lækningamátt og hver veit nema hægt verði að kveikja líf með því,“ segir dýralæknirinn andagt- ugur þó hláturinn kraumi undir niðri. Árleg hrútahátíð með uppboði og markaðsstemningu verður á Raufar- höfn um helgina og þangað stefnir flokkurinn, með Níels Árna Lund sem sérlegan leiðsögumann um Þingeyjar- sýslur. Þeir sem þekkja Sigurð vita að hann er söngelskur maður. „Ég hef enn gaman af að kveða og ætla hvar sem við komum að kenna mönnum að minnsta kosti eina stemmu,“ heit- ir hann. Annars er hann að ganga frá síð- ustu myndum í minningabókina Sig- urður dýralæknir númer 2. Hún á að koma út í afmælismánuðinum og enn er hægt að skrifa sig á heilla- óskalista. „En ég var of duglegur að skrifa og varð að henda út heilum kafla um presta sem var afskaplega slæmt því þeir eru mínir uppáhalds- menn,“ segir hann. „Hreindýrin lentu út í kuldanum líka.“ gun@frettabladid.is Ferðast norður í land í félagsskap hrútavina Sigurður Sigurðarson dýralæknir er sjötíu og fi mm ára í dag. Hann og kona hans halda upp á það með ferðalagi í hópi hrútavina áleiðis í Þistilfj örð með sauðinn Gorba á safn. AFMÆLIS- BARNIÐ OG FRÚIN „Ég hef verið alveg sérdeilis kvenheppinn um dagana,“ segir Sigurður dýra læknir sem hér er með seinni konu sinni, Ólöfu Erlu Halldórsdóttur. MYND/ÚR EINKASAFNI MERKISATBURÐIR 1786 Oddur Gíslason prestur á Miklabæ hverfur og er aftur- göngunni Miklabæjar-Solveigu kennt um. 1801 Konungur úrskurðar að landið skuli allt eitt biskupsdæmi og biskupsstóllinn á Hólum er lagður niður. 1940 Áfengisskömmtun er tekin upp á Íslandi og er skammt- ur karlmanns 4 hálfflöskur á mánuði af sterkum drykkjum en kvenna helmingur þess. 1960 Ísafjarðarflugvöllur er tekinn í notkun. 1996 Eldgos brýst út í Gjálp. 2007 Sjónvarpsstöðin ÍNN tekur til starfa. 2010 Héðinsfjarðargöng eru vígð. GORBI KLÁR Siggeir Ingólfsson og Magnús Ásgeirsson hjálpa Gorba af stað. MYND/BJÖRN INGI BJARNASON Ég hef enn gaman af að kveða og ætla hvar sem við komum að kenna mönnum að minnsta kosti eina stemmu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.