Fréttablaðið - 02.10.2014, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.10.2014, Blaðsíða 12
2. október 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 MENNINGARMÁL Hverfisráð Laugar- dals segir að þótt Secret Solstice-tón- listarhátíðin í júní hafi almennt gengið vel hafi formlegar kvartanir borist frá nítján íbúum og að þær beri að taka alvarlega. „Skipulag tón- leikahaldara var gott, gestir ánægð- ir og engin meiri- háttar áföll komu upp meðal annars leitaði enginn til Neyðarmóttöku LSH vegna kynferðisbrota eftir þessa tónleikadaga,“ bendir hverfisráðið á sem þó nefnir ýmis atriði sem taka þurfi tillit til fari hátíðin aftur fram. Meðal annars vill hverfisráðið að tónleikahaldarar leggi fram áætl- un um hvernig þeir ætli að tryggja að hávaðamörk séu virt og að dreg- ið verði úr hávaða með því að fækka útisviðum um eitt. Flestar kvart- anir íbúa hafi komið frá Langholts- og Sunnuvegi og gæta verði þess að svið snúi ekki beint að þessum götum. Þá segir að ekki gangi upp að tónleikar í Skautahöllinni „svona nálægt íbúabyggð“ standi til klukkan fimm að morgni og að útitónleik- um verði að ljúka ekki síðar en hálf tólf að kvöldi. - gar Hverfisráð Laugardals gagnrýnir Secret Solstice: Hávaðamörk séu virt SUMAR Í LAUGARDAL Svo mikið fjör var á Secret Solstice að íbúum í nágrenninu þótti sumum nóg um. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SVEITARSTJÓRNIR „Ég trúi ekki öðru en að flutningurinn verði tekinn til endurskoðunar,“ segir Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnar- fjarðar, um áskorun bæjarstjórn- ar á sjávarútvegsráðherra og ríkis- stjórnina um að hætta við flutning Fiskistofu til Akureyrar. Á bæjarstjórnarfundi í gær voru lagðar fram tölur um þróun atvinnu- leysis og íbúafjölda frá árinu 2007. Kom meðal annars fram að atvinnu- leysi í Hafnarfirði í fyrra var 4,7 prósent en 3,5 prósent á Akureyri. Enn fremur að fjölgun íbúa á Akur- eyri var sjö prósent á sama tíma og íbúum á landsvísu fjölgaði um sex prósent að meðaltali. „Þannig að það er ekki hægt að færa fyrir því rök að flutningur Fiskistofu sé til þess að sporna við fækkun íbúa á Akureyri,“ segir Haraldur bæjarstjóri. Þá nefnir Haraldur að frá árinu 2007 hafi stöðugildum hjá ríkinu fækkað í Hafnarfirði úr 622 í 495, eða um tuttugu prósent. Á sama tíma hafi ríkisstörfum á Akureyri aðeins fækkað um fimm prósent, úr 1.062 í 1.005. Fari öll 57 stöðugildi Fiskistofu til Akureyrar verði stað- an sú að þar hafi fjöldi ríkisstarfs- manna staðið í stað en fækkað um 30 prósent í Hafnarfirði á þessu tímabili. „Það sem er einna alvarlegast í þessu máli er að þessar tölur virð- ast ekki hafa verið skoðaðar áður en ákveðið var að flytja Fiskistofu. Ef menn eru að tala um að byggða- sjónarmið eigi að ráða þá finnst mér ekki hafa verið sýnt fram á það með málefnalegum rökum,“ segir bæjarstjórinn. Guðrún Ágústa Guðmundsdótt- ir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna og forveri Haraldar í bæjarstjóra- stólnum, sagði á bæjarstjórnar- fundinum að flutningur Fiski- stofu væri hluti af þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að flytja opin- ber störf frá höfuðborgarsvæðinu út á landsbyggðina. Hafnfirðing- ar ættu að taka málið upp á víðari vettvangi því viðbrögð ríkisvalds- ins við tilraunum Hafnfirðinga til að reyna að hafa áhrif á málið væru „eins og að skvetta vatni á gæs“. gar@frettabladid.is Vantar öll rök fyrir flutningi Bæjarstjórn Hafnarfjarðar segir engin málefnaleg rök fyrir flutningi Fiskistofu úr Hafnarfirði til Akureyrar. Ef byggðasjónarmið eigi að ráða megi benda á að atvinnuleysi sé meira í Hafnarfirði en á Akureyri. Í BÆJARSTJÓRN Einróma var samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær að skora á ráðherra og ríkisstjórn að hætta við flutning Fiskistofu úr bænum. Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri er lengst til hægri. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Það sem er einna alvarlegast í þessu máli er að þessar tölur virðast ekki hafa verið skoðaðar áður en ákveðið var að flytja Fiskistofu. Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Laugavegi 174 | Sími 590 5040 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 Kíkið inná: heklanotadirbilar.is GÓÐIR, NÝLEGIR, TRAUSTIR GÆÐABÍLAR Á GÓÐU VERÐI Skoda Octavia Combi 4x4 2.0 TDI. Árg. 2011, dísil Ekinn 87.000 km, beinskiptur VW Passat Var 4Motion TDI Árgerð 2013, dísil Ekinn 39.500 km, beinskiptur VW Polo 1.4 Comfl. 85hö 5gíra. Árgerð 2013, bensín Ekinn 38.500 km, beinskiptur Ásett verð: 3.590.000 Ásett verð: 4.790.000 Ásett verð: 2.290.000 VW Passat Comfortl 1.4 DSG. Árgerð 2013, bensín Ekinn 14.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 4.790.000 VW Polo 1.4 Comfl. 85hö 5gíra. Árgerð 2013, bensín Ekinn 41.000 km, sjálfskiptur Komdu og skoðaðu úrvalið! VW Passat Var Comf. Eco-fuel. Árg. 2012, bensín/metan Ekinn 80.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 3.490.000 VW Bjalla Túrbo Sport 200hö. Árgerð 2014, bensín Ekinn 8.000 km, beinskiptur Ásett verð: 5.950.000 VW Up Take up 1.0 60hö Árgerð 2013, bensín Ekinn 25.200 km, beinskiptur Ásett verð: 1.750.000 Skoda Rapid Amb. 1.4 TSI 122hö. Árgerð 2013, bensín Ekinn 37.500 km, sjálfskiptur Ásett verð: 3.190.000 Ásett verð: 2.490.000 Skoda Rapid Amb. 105hö. Árgerð 2013, bensín Ekinn 37.000 km, beinskiptur Ásett verð: 2.690.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.