Fréttablaðið - 02.10.2014, Blaðsíða 8
2. október 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
FÉLAGSMÁL „Telji einhver að
réttur hafi verið á sér brotinn
vegna synjunar á afturvirkum
greiðslum er bent á að hægt er
að óska endurupptöku á málinu
hjá stofnuninni,“ segir í tilkynn-
ingu frá Tryggingastofnun vegna
nýs álits umboðsmanns Alþingis.
Eins og fram kom í Frétta-
blaðinu í gær segir umboðsmað-
ur Alþingis að Tryggingastofnun
hafi án lagastoðar sett tiltek-
in skilyrði fyrir örorkubótum
aftur í tímann. Úrskurðarnefnd
almannatrygginga hafi síðan
tekið undir með Tryggingastofn-
un og brotið á þroskaskertri konu
með því að draga í efa að fötlun
hennar væri meðfædd án þess að
gefa henni færi á að leggja fram
frekari gögn máli sínu til stuðn-
ings. Hún vildi fá örorkubæt-
ur tvö ár aftur í tímann eins og
heimilt er samkvæmt lögum.
„Ábending umboðsmanns
Alþingis að orðalagið „sérstak-
ar aðstæður“ eigi sér ekki stoð
í lögunum er réttmæt. Munum
við þegar bregðast við þeirri
ábendingu og lagfæra texta
bréfanna. Synjunin á aftur-
virkum greiðslum örorkulífeyr-
is byggist enda ekki á því hvort
um „sérstakar aðstæður“ sé að
ræða heldur því hvort skilyrði
mats á örorku séu uppfyllt,“ segir
Tryggingastofnun.
Í Fréttablaðinu í gær var haft
eftir Daníel Isebarn Ágústs-
syni, lögmanni Öryrkjabanda-
lags Íslands, sem fór með mál
konunnar til umboðsmanns, að
Tryggingastofnun hefði árum
saman þverskallast við endur-
teknum ábendingum um að verk-
lag stofnunarinnar væri and-
stætt lögum. Sagðist Daníel telja
hundruð öryrkja hafa verið snuð-
uð um bætur.
Tryggingastofnun segir í til-
kynningu sinni að greiddar séu
bætur í allt að tvö ár aftur í tím-
ann ef réttur viðkomandi sé ótví-
ræður, enda hafi verið sótt um
afturvirkar greiðslur. Úrskurð-
arnefnd almannatrygginga hafi
ýmist staðfest þá framkvæmd
Tryggingastofnunar að um und-
anþáguákvæði væri að ræða eða
ekki.
Fréttablaðið óskaði eftir því
við Tryggingastofnun að því yrði
svarað hvort stofnunin myndi nú
endurupptaka önnur mál en mál
fyrrgreindrar konu og þá hversu
mörg mál og hversu langt aftur
í tímann.
Þessu hefur TR ekki svarað að
öðru leyti en því sem hér kemur
fram að þeir sem telji á sér brot-
ið vegna synjunar á afturvirkum
greiðslum geti óskað eftir því að
mál þeirra verði tekin upp aftur.
Þannig virðist TR ekki ætla að
hafa frumkvæði að því að leið-
rétta fyrri ákvarðanir sínar.
gar@frettabladid.is
Játar mistök en telur
þau ekki skipta máli
Tryggingastofnun játar að hafa beitt kröfu um „sérstakar aðstæður“ við greiðslu
örorkubóta aftur í tímann án þess að fyrir henni væri lagastoð. TR hefur ekki frum-
kvæði að leiðréttingu en segir þá sem telja á sér brotið geta óskað endurupptöku.
TRYGGINGASTOFNUN Segja synjun á örorkubótum aftur í tímann ekki hafa byggst á ástæðu sem Tryggingastofnun beitti en
viðurkennir að rétt sé hjá umboðsmanni Alþingis að hafi verið ólögleg. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Öryrkjabandalagið lýsir yfir „miklum von-
brigðum“ með viðbrögð Tryggingastofn-
unar vegna álits umboðsmanns Alþingis í
máli þroskaskertu konunnar sem fjallað er
um hér að ofan.
Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður
ÖBÍ, segir viðbrögð Tryggingastofnunar
ekki verða skilin með öðrum hætti en að
stofnunin muni halda áfram verklagi sínu
og setja viðbótarskilyrði fyrir greiðslum
aftur í tímann jafnvel þótt umboðsmaður
hafi komist að þeirri niðurstöðu að slíkt sé ólögmætt.
Einnig segir Daníel TR gera lítið úr niðurstöðu umboðs-
manns um að viðbótarskilyrði stofnunar um „sérstakar
aðstæður“ eigi sér ekki stoð í lögum. Stofnunin segi nú að
ekki hafi verið byggt á skilyrði um „sérstakar aðstæður“
við synjun á afturvirkum greiðslum.
„Það er beinlínis rangt enda kemur meðal annars
fram að byggt var á því í máli konunnar sem leitaði
til umboðsmanns í framangreindu máli,“ segir Daníel
sem kveður ÖBÍ auk þess hafa fjölmörg dæmi um að
Tryggingastofnun hafi synjað greiðslum aftur í tímann þar
sem stofnunin telji ekki uppfyllt skilyrðið um „sérstakar
aðstæður“.
Þá segir Daníel að Öryrkjabandalagið telji að Trygginga-
stofnun beri sjálfri að hafa frumkvæði að því að endur-
upptaka mál en birta ekki aðeins tilkynningu á heimasíðu
stofnunarinnar um að þeir geti óskað endurupptöku sem
telji á sér brotið.
„Ekki er hægt að ætlast til þess að öryrkjar gæti að
þessum atriðum enda er um að ræða flókið lagalegt
atriði sem margir átta sig ekki á,“ segir lögmaðurinn sem
kveður ljóst að Tryggingastofnun hafi gert mistök við af-
greiðslu fjölda mála sem lúti að greiðslum aftur í tímann.
„Stofnuninni ber að leiðrétta þau mistök sjálf með því að
fara yfir synjanir á slíkum beiðnum á síðustu árum.“
Öryrkjar segja TR gera lítið úr áliti umboðsmanns Alþingis
DANÍEL ISEBARN
ÁGÚSTSSON
➜ Synjunin á afturvirkum
greiðslum örorkulífeyris bygg-
ist enda ekki á því hvort um
„sérstakar aðstæður“ sé að
ræða heldur því hvort skilyrði
mats á örorku séu uppfyllt.
Tryggingastofnun ríkisins
SIGRÍÐUR LILLÝ
BALDURSDÓTTIR,
FORSTJÓRI TR
NORÐUR-KÓREA Hinn umdeildi
leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-
un, er samkvæmt suðurkóreska
miðlinum Chosun Ilbo þessa dag-
ana á spítala eftir að hafa farið
í aðgerð á báðum ökklum. Hann
er sagður hafa meiðst illa þegar
hann heimsótti herstöðvar klædd-
ur háhæluðum skóm.
Hann er sagður liggja á
Bonghwa-spítalanum í höfuð-
borginni Pjongjang og er öryggis-
gæslan þar sögð hafa verið aukin
talsvert. - glp
Kim Jong-Un á spítala:
Í aðgerð vegna
ökklameiðsla
KJARAMÁL Niðurstaða launakönnun-
ar SFR um samanburð á launaþró-
un á milli stéttarfélaga sem til-
heyra opinberum vinnumarkaði,
SFR og Starfsmannafélags Reykja-
víkurborgar og VR sem tilheyrir
þeim almenna sýnir að launabil á
milli markaða hefur ekki minnk-
að og engar vísbendingar eru um
að svo verði. Í tilkynningu frá SFR
kemur fram að enn er mikill munur
á grunnlaunum félaganna, þar sem
meðalgrunnlaun SFR-félaga er
rúmar 336 þúsund en meðalgrunn-
laun VR eru rúmlega 507 þúsund.
Munurinn á heildarlaunum er
hins vegar 100 þúsund krónum
minni, eða 471 þúsund hjá SFR en
575 þúsund hjá VR. Í tilkynningunni
segir: „Það er ekkert launungarmál
að grunnlaunum opinberra starfs-
manna er haldið niðri og þeim bætt
lágu launin að hluta til með auka-
greiðslum, svo sem óunninni yfir-
vinnu […] Þrátt fyrir þetta stendur
eftir að launamunur á milli opin-
berra starfsmanna og starfsmanna
á almennum markaði er 17%.“ - hó
Laun á opinberum markaði enn 17 prósentum lægri samkvæmt könnum SFR:
Segja launabil ekki minnkandi
LAUNAMUNUR Launakönnun SFR
sýnir að mikill munur er á launakjörum
félaganna. FRÉTTABLAÐIÐ/RÚNAR
SKIPULAGSMÁL „Tryggja þarf
betur en kemur fram í tillög-
um að tengingar séu góðar milli
Vogahverfis og Vogabyggðar
meðal annars með því að setja
Sæbraut í stokk eða sambærilega
lausn,“ segir í ítrekun hverfis-
ráðs Laugardals um breytingatil-
lögu á aðalskipulagi. Huga þurfi
að formum bygginga með tilliti
til hugsanlegra vindhvirfla og að
gera hljóðvistarmælingar á hafn-
arsvæði og vegna þungaflutninga
eftir Kleppsmýrarvegi. - gar
Tengi betur Vogahverfin:
Sæbrautin fari
undir jörðina
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
Akureyri • Sími 461 1099
www.heimsferdir.is
Kanarí &
Tenerife
Frá kr.
112.900
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
s
ér
ré
tt
t
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
v
er
ð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
Isla Bonita
Frá kr. 120.900 m/allt innifalið
Netverð á mann frá kr. 120.900 m.v. 2+2 í herb. Netverð á mann frá
kr. 153.900 m.v. 2 í herb. Sértilboð 20. okt í 10 nætur.
Dorotea
Frá kr. 112.900
Netverð á mann frá kr. 112.900 m.v. 2+2 í íbúð. Netverð á mann frá kr.
165.900 m.v. 2 í íbúð. Sértilboð 28. okt í 21 nótt.
Kanarí
Tenerife
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
64
73
6
SÉRTILBOÐ