Fréttablaðið - 02.10.2014, Side 64

Fréttablaðið - 02.10.2014, Side 64
2. október 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 52 Augu slúðurheimsins beindust að Feneyj- um um helgina þar sem Hollywood-leik- arinn George Clooney gekk að eiga mann- réttindalögfræðinginn Amal Alamuddin. Það er engin tilviljun að brúðkaupið fór fram á Ítalíu en Clooney greindi nýver- ið frá því að þar hefðu þau Amal kynnst fyrst. Clooney hefur verið við margar konur kenndur í gegnum tíðina og gjarna stimplaður af fjölmiðlum sem eilífðarpip- arsveinn. En ekki lengur, nú er þessi eftir- sóttasti piparsveinn í Hollywood genginn út og Alamuddin tilbúin að stela senunni. Alamuddin er lögfræðingur sem sér- hæfir sig í mannréttindum. Hún hefur verið með skjólstæðinga á borð við Julian Assange hjá Wikileaks og Júlíu Tímósj- enkó, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu. Hún er af líbönskum ættum, fædd í Beirút en flutti til London ásamt fjölskyldu sinni á áttunda áratugnum. Síðar fór hún til New York til að nema lög- fræði og hefur leiðin legið upp á við síðan. Hún hefur meðal annars kennt lögfræði í háskólum vestanhafs og setið í nefndum á vegum Sameinuðu þjóðanna, þar sem réttindi kvenna og barna í stríðsátökum hafa verið henni hugleikin. Ár er síðan þau Clooney sáust fyrst saman opinberlega og í apríl á þessu ári tilkynntu þau trúlofun sína vinum og vandamönnum í Los Angeles. Brúðkaup þeirra Clooneys vakti sem fyrr segir mikla athygli en um 100 gestir mættu til Feneyja og má þar nefna leik- arann Matt Damon og þau Randy Gerber og Cindy Crawford sem eru sameiginlegir vinir nýgifta parsins. Fyrrverandi borg- arstjóri í Róm og vinur Clooneys, Walter Veltroni, gaf parið saman og voru öll hót- elherbergi í borginni uppbókuð í tengslum við brúðkaupið. Clooney klæddist jakkafötum frá George Armani og Alamuddin fallegum blúndukjól frá Oscar De La Renta. Hún er strax byrjuð að vekja athygli fyrir óað- finnanlegan stíl, enda elta ljósmyndarar parið á röndum þessa dagana, og tísku- spekúlantar keppast við að hrósa henni í hástert. Chris Martin hélt kokteil- partí fyrir fyrrverandi eiginkonu sína, Gwyn- eth Paltrow, til þess að fagna 42 ára afmæli hennar. Þau Chris og Gwyneth skildu á síð- asta ári en þrátt fyrir skilnaðinn hafa þau hald- ið góðu vinasambandi og stutt hvort annað. Sam- kvæmt New York Post bauð Chris sam- starfsfélögum hennar af vefsíðunni G o op t i l veislunn- ar ásamt fleiri frægum vinum eins og Nicole Richie, Kate Hud- son, Matt Bellamy og Jennifer Aniston. Hjón- in fyrrverandi voru vinaleg í afmælinu og greinilegt að enn er kært á milli þeirra. „Það var eins og þau væru enn bestu vinir,“ sagði ónafn- greindur heimildar- maður New York Post. Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2 og K100,5. Auk þess er tekið mið af sölu og spilun á Tónlist.is og spilun á Spotify. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, Samkaup, Kaupfélag Skagfirðinga, Lucky Records, Vefverslun Record Records, N1 og tonlist.is LAGALISTINN TÓNLISTINN 25.09.2014 ➜ 01.10.2014 1 Prins Póló París norðursins 2 Kaleo All The Pretty Girls 3 Sam Smith I’m Not The Only One 4 Meghan Trainor All About That Bass 5 Lilly Wood and The Prick Prayer in C 6 Milky Chance Stolen Dance 7 Nýdönsk Nýr maður 8 Sia Chandelier 9 Tove Lo Habits (Stay High) 10 Valdimar Læt það duga 1 Raggi Bjarna 80 ára 2 Hjálmar Skýjaborgin 3 Sólstafir Ótta 4 Kaleo Kaleo 5 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn 6 Nýdönsk Diskó Berlín 7 Ýmsir This Is Icelandic Indie Music Vol. 2 8 Leonard Cohen Popular Problems 9 Ýmsir Hot Spring: Askja 10 Ýmsir This Is Icelandic Indie Music Hélt afmælispartí fyrir fyrrverandi Chris Martin og Gwyneth Paltrow eru enn góðir vinir. Trend á Twitter Kassamerkið #meistaram Nú er Meistaramánuður að hefjast og einhverjir farnir að setja sér mark- mið. Því er tilvalið að skoða hvað Íslendingar höfðu að segja á Twitter í upphafi #meistaram. Nanna Elísa Snædal @nannaelisaj #meistaram! Í október ætla ég að hætta að naga neglurnar. Og nammi. Ef þú sérð mig naga annaðhvort: Sláðu mig! @meistaramanudur Birta Ísólfsdóttir @B_vitamins Veit ekki hversu góð hugmynd það var hjá mér að ætla að vera vegan í MM, langar strax í ost og súkkulaði #meistaram #dagur1 Atli Fannar @atlifannar Það þarf að gera ýmis- legt. T.d. taka á óhóflegri sælgætisneyslu. Svo ætla ég á námskeið í ólympískum lyftingum. #meistaram Hildur Ragnarsdóttir @hilrag Segi eins og @B_vitamins getur þessi #meist- aramánuður farið að byrja svo ég geti hætt að vera failure í lífinu? #meistaram Mannréttindalögfræðingurinn sem stal hjarta Clooneys Amal Alamuddin og George Clooney gengu í það heilaga í Feneyjum um helgina. Alamuddin er virtur lögfræðingur sem er strax byrjuð að vekja athygli fyrir óaðfi nnanlegan stíl. SMART Alamuddin hefur þegar vakið at hygli tískuspekúlanta fyrir óaðfinnanlegan stíl. FLOTT HJÓN Um 100 gestir voru í brúðkaupinu sem fór fram í Feneyjum um helgina. NORDICPHOTOS/GETTY RÖNDÓTT Amal Alamuddin var flott í röndóttum kjól eftir athöfnina. NÝGIFT Þau Amal Alamuddin og George Clooney sjást hér í góðgerðarkvöldverði stuttu fyrir brúðkaup sitt en þar ljóstraði leikarinn því upp að parið hefði kynnst á Ítalíu fyrir um það bil ári. GÓÐIR VINIR Chris hélt upp á afmæli Gwyneth. LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.