Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.10.2014, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 02.10.2014, Qupperneq 74
2. október 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 62 FÓTBOLTI Fyrir rétt rúmum tíu árum tók Heimir Guðjónsson við Íslandsbikarnum fyrstur FH-inga eftir að FH vann 2-1 sigur á KA á Akureyri í lokaumferð úrvals- deildar karla 2004 en aðeins tveim- ur dögum fyrr höfðu Stjörnumenn fallið niður í C-deildina eftir 1-6 skell á móti HK. FH hefur ekki hafnað neðar en í öðru sæti síðan þá og á sama tíma hafa Stjörnumenn byggt upp lið frá því að keppa í 2. deildinni í að vera einum leik frá fyrsta Íslands- meistaratitlinum í sögu félagsins. 22 sæti á milli liðanna 2005 Nú tíu árum síðar er framundan hreinn úrslitaleikur um Íslands- meistaratitilinn á milli FH og Stjörnunnar, tveggja liða sem meira en tuttugu sæti skildu að í töflunni sumarið 2005 þegar FH lék í úrvalsdeildinni en Stjarnan í 2. deild. Það er því magnað að bera saman gengi nágrannafélaganna sem horfa hvort til annars yfir hraunið á milli Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Á sama tíma og FH-ingar hafa unnið sex Íslandsmeistaratitla og endurskrifað íslensku knatt- spyrnusöguna hvað varðar stöðug- leika á toppnum hafa Stjörnumenn stigið hvert risastóra skrefið á eftir öðru í sögu síns félags. Fyrsti bikarúrslitaleikurinn, fyrsti Evr- ópuleikurinn og fyrsta verðlauna- sætið standa vissulega upp úr í dag en á laugardaginn er tækifæri til að stíga langstærsta skrefið með því að koma með Íslandsbikarinn í fyrsta sinn í Garðabæinn. Heimir með öll árin Heimir Guðjónsson er eini FH- ingurinn sem hefur tekið þátt í öllum þessum tólf verðlaunatíma- bilum FH-liðsins (frá 2003), fyrst sem fyrirliði (þrjú sumur), þá sem aðstoðarþjálfari (tvö sumur) og loks sem aðalþjálfari liðsins und- anfarin sjö sumur. Heimir varð á dögunum fyrsti þjálfarinn til að vinna hundrað leiki með sama félagi í efstu deild og á nú mögu- leika á því að gera FH-inga að Íslandsmeisturum í fjórða sinn. Liðið vann þrjá fyrstu titlana undir stjórn Ólafs Jóhannessonar en undir stjórn Heimis hefur liðið haldið sér á toppnum. Atlarnir lengi að Atlarnir, Atli Viðar og Atli Guðna, hafa verið viðloðandi FH-liðið allan þennan tíma en Atli Viðar Björnsson hefur tekið þátt í öllum Íslandsmeistaratitlum FH-liðsins og getur því unnið sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil um helgina. Atli Guðnason spilaði einn leik titilsumarið 2004 en var í láni hjá Fjölni þegar FH vann titilinn 2005. Atli Guðnason hefur verið algjör lykilmaður á bak við síðustu tvo titla Hafnarfjarðarliðsins. Það hafa fleiri þjálfarar komið að uppgangi Stjörnumanna en upp- haf velgengninnar má rekja til þess þegar Bjarni Jóhannsson tók við liðinu haustið 2007. Stjarnan hafði þá endað í 9. sæti í 1. deild- inni og hefði fallið í 2. deildina ef ekki hefði verið fjölgað í efstu tveimur deildunum. Bjarni fór upp með Stjörnuna á fyrsta ári og liðið endaði í 7. sæti á fyrsta ári í Pepsi-deildinni eftir sannkallaða spútnikbyrjun. Stjörnumenn buðu alltaf upp á mikla skemmtun í tíð Bjarna, hver man ekki eftir öllum fögnun- um sem fóru sigurför um netheima eða öllum markaleikjunum þar sem áhættusamur leikur Garðbæ- inga kom margoft í bakið á þeim. Logi þétti vörnina Logi Ólafsson náði að fylla í götin í varnarleiknum á sínu eina tímabil og var líka fyrsti þjálfarinn sem kom liðinu í Evrópukeppni. Rúnar Páll Sigmundsson aðstoðaði Loga í fyrra og honum hefur síðan tek- ist að byggja ofan á það góða verk. Það hafði samt örugglega enginn Stjörnumaður búist fyrirfram við Ævintýrasumrinu 2014. Evrópu- keppnin kom liðinu í heimspress- una og liðið er nú enn taplaust eftir 21 umferð í Pepsi-deildinni. Einn sigur í viðbót og Íslandsmeistara- titillinn er Garðbæinga. Í Stjörnuliðinu í dag er einn leik- maður sem upplifði það að falla með liðinu í 2. deild fyrir tíu árum. Daníel Laxdal var þá aðeins 18 ára en spilaði fimm leiki með Stjörnu- liðinu í 1. deildinni. Daníel var ekki með meistaraflokknum sum- arið eftir en hefur verið fastamað- ur í liðinu frá og með 2006-tíma- bilinu. Daníel hefur spilað 129 af 131 leik Stjörnuliðsins síðan liðið kom upp í Pepsi-deildina 2009. Stjörnuliðið hefur þegar gert þetta að einstöku sumri í sögu Garðabæjarfélagsins og nú reyn- ir á hvort Stjörnumenn séu sadd- ir eða hvort þeir verði tilbúnir að mæta sigurhefð FH-liðsins af full- um krafti í Krikanum. FH-Mafí- an, Silfurskeiðin og aðrir íslensk- ir knattspyrnuáhugamenn bíða spenntir. Það lætur sig enginn vanta þegar úrslitin ráðast í Pepsi- deildinni 2014. ooj@frettabladid.is Hittast á toppnum eft ir ólíkan áratug FH og Stjarnan mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika á laugardaginn en gengi liðanna síðasta áratuginn hefur verið eins ólíkt og hugsast getur. FH hefur verið við toppinn allan tímann en Stjarnan farið úr 2. deild inn í leik um titilinn. Óskar Ó. Jónsson ooj@frettabladid.is SÍÐASTI ÁRATUGUR FH OG STJÖRNUNNAR Breiðablik KR1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 1 2 3 4 5 Valur Ú R VA LS D EI LD K A R LA 1. D EI LD K A R LA 2. D EI LD Bjarni Jóh. tekur við liði Stjörn- unnar og kemur lið- inu upp á fyrsta ári Stjarnan fellur í 2. deild eftir 1-6 tap á móti HK í lokaleik Fyrsti Íslands- meistaratitill FH-inga frá upphafi Heimir Guðjónsson spilar sinn síðasta leik fyrir FH Heimir Guðjónsson tekur við sem nýr þjálfari FH 4. október 2014 Úrslita- leikur um titilinn 2008 2009 2010 2011 2012 2013 20142004 2005 2006 2007Sæti Sæti Stjarnan endar í „hefðbundnu“ fallsæti en heldur sætinu af því að það fjölgar í deildinni Stjarnan fer upp í fyrstu deild á ný Logi Ólafsson kemur Stjörnunni í Evrópukeppni Þriðji Íslands- meistaratitil FH -liðsins í röð FÓTBOLTI Besta lið ensku úrvalsdeildarinnar síðustu ár hefur ekki verið nógu gott fyrir Meistaradeildina og ljós- bláu mönnunum frá Manchest- er gengur enn illa að breyta þeirri hefð. Stjörnum prýtt lið Man- chester City hefur unnið ensku deildina tvisvar sinnum á síð- ustu þremur tímabilum en á sama tíma hefur ekkert gengið í Evrópu. Það kemur því ekki á óvart að knattspyrnuspekingar skrifi og tali um mikla ráðgátu í umfjöllun sinni um Meistara- deildarútgáfu Man chester City. Manchester City gerði 1-1 jafntefli á heimavelli í fyrra- kvöld þegar ítalska liðið Roma kom í heimsókn. City-liðið er nú í hættu á að sitja eftir í riðlakeppni Meistaradeildar- innar í þriðja sinn á fjórum árum. „Þetta var mjög mikilvæg- ur leikur og það er aldrei gott að tapa tveimur stigum á heimavelli. Við vorum að mæta sterku liði og spiluðum ekki nógu vel,“ sagði Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, á blaða- mannafundi efir leikinn. „Ég lofa því að við munum berj- ast fyrir þeim tólf stigum sem eru í boði hér eftir og svo sjáum við bara hvaða lið kom- ast áfram. Við berjumst allt til enda,“ sagði Pellegrini. Manchester City hefur aðeins einu sinni náð þrem- ur stigum út úr fyrstu tveim- ur leikjum sínum í Meistara- deildinni og það var einmitt í fyrra þegar liðið komst í fyrsta og eina skiptið upp úr sínum riðli. Leikmenn Manchester City náðu heldur ekki að vinna fyrsta heimaleikinn sinn í Meistaradeildinni en það hefur ekki tekist hjá þessu vel mannaða liði á þessum fjórum tímabilum liðsins í Meistara- deildinni. Manchester City hefur aðeins náð í eitt stig af sex mögulegum og er nú þremur stigum á eftir Roma sem er í öðru sætinu. Bayern München er í góðum málum með fullt hús á toppi riðilsins. „Við erum samt bara þremur stig- um á eftir Roma og nú verðum við bara að fara til Rússlands og vinna,“ sagði Pellegrini Næstu tveir leikir Man- chester City í Meistaradeild- inni eru á móti CSKA Moskvu og ekkert minna en sex stig dugir fyrir lokabaráttuna við Bayern München og Roma um sæti í sextán liða úrslitunum. - óój Manchester City enn í vandræðum í Meistaradeildinni Stjörnum prýtt lið Manchester City er bara með eitt stig eft ir tvo leiki í þriðja sinn á síðustu fj órum árum í Meistaradeild Evrópu. FYRSTI HEIMALEIKUR MANCHESTER CITY Í MEISTARADEILDINNI 2014-15 1-1 JAFNTEFLI VIÐ ROMA 2013-14 1-3 TAP FYRIR BAYERN MÜNCHEN 2012-13 1-1 JAFNTEFLI VIÐ BORUSSIA DORTMUND 2011-12 1-1 JAFNTEFLI VIÐ NAPOLI SVEKKJANDI Sergio Aguero og félagar eru enn á ný í vandræðum í Meistaradeildinni. STIG MAN.CITY Í FYRSTU TVEIMUR LEIKJUNUM Í MEISTARADEILDINNI 2014-15 1 STIG AF 6 MÖGULEGUM (?) 2013-14 3 STIG AF 6 MÖGULEGUM (2. SÆTI Í RIÐLINUM - KOMST ÁFRAM Í 16 LIÐA ÚRSLIT) 2012-13 1 STIG AF 6 MÖGULEGUM (4. SÆTI - ÚR LEIK) 2011-12 1 STIG AF 6 MÖGULEGUM (3. SÆTI - ÚR LEIK) M YN D /G ET TY Stjarnan vinnur þrjá fyrstu leikina en tapar 5-1 fyrir FH í fjórða leik KR ?12 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.