Fréttablaðið - 16.10.2014, Síða 56

Fréttablaðið - 16.10.2014, Síða 56
16. október 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 44 „Ég hef verið að semja dálítið gott safn af verkum við ljóð íslenskra skálda og hluti af þeim verð- ur fluttur á þessum tónleikum á morgun,“ segir Leifur Gunn- arsson, listrænn stjórnandi tón- leikaraðarinnar Jazz í hádeginu. „Ég byrjaði að semja lög við þessi ljóð þegar ég var í námi úti í Dan- mörku og hef núna í þrjú ár hægt og rólega verið að bæta í safnið.“ Ljóðin eru eftir Huldu, Stein Steinar, Jóhannes úr Kötlum, Þorstein Erlingsson, Tómas Guð- mundsson og Örn Árnason. Það er Ingrid Örk Kjartansdóttir sem syngur en Leifur spilar sjálfur á kontrabassa og Kjartan Valde- marsson leikur á píanó. „Það er svo sem engin stefna í því hvern- ig ég hef valið ljóðin,“ segir Leif- ur. „Ljóðskáldin eru frá mismun- andi tímum og mjög ólík innbyrðis, þetta eru bara ljóð sem hafa höfð- að til mín.“ Leifur segir tónleikana sniðna að hádegishléum fólks og því séu þeir ekki nema um það bil fjöru- tíu mínútur að lengd. „Við erum bæði að búa til rými fyrir fólk að ná þessu í hádeginu og kúpla sig frá hversdagsamstrinu og eins er hugsunin sú að þessi tónleikalengd hæfi öllum, fólk geti jafnvel mætt með börnin sín, þótt efnisskráin sé ekki sérsniðin með börn í huga. Á sunnudögum hefjum við leikinn klukkutíma seinna, það er oft erf- iðara að koma sér af stað á sunnu- dögum.“ Þessir fyrstu tónleikarnir í röð- inni Jazz í hádeginu verða á morg- un klukkan 12.15 og síðan endur- teknir á sunnudaginn klukkan 13.15. Þriðju tónleikarnir í tónleika- röðinni Jazz í hádeginu verða flutt- ir 14. og 16. nóvember næstkom- andi. Þá mun Sigurður Flosason saxófónleikari flytja sína uppá- haldsstandarda með aðstoð Leifs Gunnarssonar, Agnars Más Magn- ússonar píanóleikara og Einars Scheving trommuleikara. - fsb Ljóð sem höfða til tónskáldsins Jazz í hádeginu er ný viðburðaröð í Gerðubergi. Leifur Gunnarsson kontrabassaleikari er listrænn stjórnandi dagskrárinnar. LJÓÐADJASS Ingrid Örk Kjartans dóttir syngur lög Leifs Gunnars- sonar við ljóð íslenskra skálda í hádeginu á morgun. MYND ÚR EINKASAFNI „Undirtitill sýningarinnar er drullumall enda er lífið oft skemmtilegt drullumall og gaman að leika sér í moldinni og drullunni,“ segir Helga Arnalds brúðuleikhúskona sem hannar myndræna hlið verksins Lífið sem 10 fingur setur upp. „Við erum með dálítið táknrænar myndir og sýningin er öll mynd- ræn, textinn er sáralítill. Börn- in sem hafa komið á æfingar hafa margvísleg svör við spurn- ingunni um það hvað verkið fjalli um. Sum segja það fjalla um framtíðina, önnur um fortíðina og enn önnur um nútíðina. Það les hver myndirnar sem verkið birtir á sinn hátt. En við lögðum upp með það að sýningin fjallaði um sköpunarkraftinn, vináttu og hringrás lífsins.“ Sýningin er unnin á sama hátt og Skrímslið litla systir mín með óvenjulegri aðferð þar sem sagan í verkinu fær að kvikna út úr efni- viðnum sem notaður er í sýning- unni. Leikhópurinn vann spuna- vinnu í um þrjá mánuði við sköpun verksins. „Þetta var spuni hóps- ins með ákveðið efni. Í Skrímsl- ið litla systir mín unnum við með pappír en hér erum við að vinna með mold. Við byrjuðum á að leika okkur með moldina og búa til myndir úr henni,“ segir Helga. „Síðan röðuðum við þeim mynd- um saman og út úr því fengum við söguþráð. Þetta er ekki hefðbund- ið leikhús þar sem unnið er eftir handriti heldur er þetta meira eins og myndlist og ég myndi kalla þetta myndleikhús, sem er auðvit- að dálítið nálægt brúðuleikhúsi. Hlutir lifna við á sviðinu en við erum ekki með neinar eiginlegar brúður.“ Það er Charlotte Böving sem leikstýrir Lífinu og auk hennar og Helgu samanstendur leikhópur- inn, sem allur er skrifaður fyrir verkinu, af þeim Sólveigu Guð- mundsdóttur og Sveini Ólafi Gunn- arssyni. Tónlist semur Margrét Kristín Blöndal og lýsingu hannar Björn Bergsteinn Guðmundsson. Frumsýningin verður í Tjarnar- bíói á laugardaginn klukkan 14 og önnur sýning strax á sunnudag á sama tíma. fridrikab@frettabladid.is Lífi ð er oft skemmti- legt drullumall Leikhúsið 10 fi ngur frumsýnir á laugardag barnasýninguna Lífi ð í Tjarnarbíói. Að baki sýningunni stendur sama teymi og setti upp verðlaunasýninguna Skrímslið litla systir mín sem hlaut Grímuverðlaun sem besta barnasýningin 2012 LEIKHÓPURINN Verkið er unnið í spunavinnu innan leikhópsins út frá ákveðnu efni sem í þessu tilfelli er mold. MYND: JÓHANNA ÞORKELSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.