Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.10.2014, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 16.10.2014, Qupperneq 56
16. október 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 44 „Ég hef verið að semja dálítið gott safn af verkum við ljóð íslenskra skálda og hluti af þeim verð- ur fluttur á þessum tónleikum á morgun,“ segir Leifur Gunn- arsson, listrænn stjórnandi tón- leikaraðarinnar Jazz í hádeginu. „Ég byrjaði að semja lög við þessi ljóð þegar ég var í námi úti í Dan- mörku og hef núna í þrjú ár hægt og rólega verið að bæta í safnið.“ Ljóðin eru eftir Huldu, Stein Steinar, Jóhannes úr Kötlum, Þorstein Erlingsson, Tómas Guð- mundsson og Örn Árnason. Það er Ingrid Örk Kjartansdóttir sem syngur en Leifur spilar sjálfur á kontrabassa og Kjartan Valde- marsson leikur á píanó. „Það er svo sem engin stefna í því hvern- ig ég hef valið ljóðin,“ segir Leif- ur. „Ljóðskáldin eru frá mismun- andi tímum og mjög ólík innbyrðis, þetta eru bara ljóð sem hafa höfð- að til mín.“ Leifur segir tónleikana sniðna að hádegishléum fólks og því séu þeir ekki nema um það bil fjöru- tíu mínútur að lengd. „Við erum bæði að búa til rými fyrir fólk að ná þessu í hádeginu og kúpla sig frá hversdagsamstrinu og eins er hugsunin sú að þessi tónleikalengd hæfi öllum, fólk geti jafnvel mætt með börnin sín, þótt efnisskráin sé ekki sérsniðin með börn í huga. Á sunnudögum hefjum við leikinn klukkutíma seinna, það er oft erf- iðara að koma sér af stað á sunnu- dögum.“ Þessir fyrstu tónleikarnir í röð- inni Jazz í hádeginu verða á morg- un klukkan 12.15 og síðan endur- teknir á sunnudaginn klukkan 13.15. Þriðju tónleikarnir í tónleika- röðinni Jazz í hádeginu verða flutt- ir 14. og 16. nóvember næstkom- andi. Þá mun Sigurður Flosason saxófónleikari flytja sína uppá- haldsstandarda með aðstoð Leifs Gunnarssonar, Agnars Más Magn- ússonar píanóleikara og Einars Scheving trommuleikara. - fsb Ljóð sem höfða til tónskáldsins Jazz í hádeginu er ný viðburðaröð í Gerðubergi. Leifur Gunnarsson kontrabassaleikari er listrænn stjórnandi dagskrárinnar. LJÓÐADJASS Ingrid Örk Kjartans dóttir syngur lög Leifs Gunnars- sonar við ljóð íslenskra skálda í hádeginu á morgun. MYND ÚR EINKASAFNI „Undirtitill sýningarinnar er drullumall enda er lífið oft skemmtilegt drullumall og gaman að leika sér í moldinni og drullunni,“ segir Helga Arnalds brúðuleikhúskona sem hannar myndræna hlið verksins Lífið sem 10 fingur setur upp. „Við erum með dálítið táknrænar myndir og sýningin er öll mynd- ræn, textinn er sáralítill. Börn- in sem hafa komið á æfingar hafa margvísleg svör við spurn- ingunni um það hvað verkið fjalli um. Sum segja það fjalla um framtíðina, önnur um fortíðina og enn önnur um nútíðina. Það les hver myndirnar sem verkið birtir á sinn hátt. En við lögðum upp með það að sýningin fjallaði um sköpunarkraftinn, vináttu og hringrás lífsins.“ Sýningin er unnin á sama hátt og Skrímslið litla systir mín með óvenjulegri aðferð þar sem sagan í verkinu fær að kvikna út úr efni- viðnum sem notaður er í sýning- unni. Leikhópurinn vann spuna- vinnu í um þrjá mánuði við sköpun verksins. „Þetta var spuni hóps- ins með ákveðið efni. Í Skrímsl- ið litla systir mín unnum við með pappír en hér erum við að vinna með mold. Við byrjuðum á að leika okkur með moldina og búa til myndir úr henni,“ segir Helga. „Síðan röðuðum við þeim mynd- um saman og út úr því fengum við söguþráð. Þetta er ekki hefðbund- ið leikhús þar sem unnið er eftir handriti heldur er þetta meira eins og myndlist og ég myndi kalla þetta myndleikhús, sem er auðvit- að dálítið nálægt brúðuleikhúsi. Hlutir lifna við á sviðinu en við erum ekki með neinar eiginlegar brúður.“ Það er Charlotte Böving sem leikstýrir Lífinu og auk hennar og Helgu samanstendur leikhópur- inn, sem allur er skrifaður fyrir verkinu, af þeim Sólveigu Guð- mundsdóttur og Sveini Ólafi Gunn- arssyni. Tónlist semur Margrét Kristín Blöndal og lýsingu hannar Björn Bergsteinn Guðmundsson. Frumsýningin verður í Tjarnar- bíói á laugardaginn klukkan 14 og önnur sýning strax á sunnudag á sama tíma. fridrikab@frettabladid.is Lífi ð er oft skemmti- legt drullumall Leikhúsið 10 fi ngur frumsýnir á laugardag barnasýninguna Lífi ð í Tjarnarbíói. Að baki sýningunni stendur sama teymi og setti upp verðlaunasýninguna Skrímslið litla systir mín sem hlaut Grímuverðlaun sem besta barnasýningin 2012 LEIKHÓPURINN Verkið er unnið í spunavinnu innan leikhópsins út frá ákveðnu efni sem í þessu tilfelli er mold. MYND: JÓHANNA ÞORKELSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.